Ásdís Guðjónsdóttir (1922-2002)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ásdís Guðjónsdóttir (1922-2002)

Hliðstæð nafnaform

  • Ásdís Margrét Guðjónsdóttir (1922-2002)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

11.4.1922 - 5.1.2002

Saga

Ásdís Margrét Guðjónsdóttir fæddist í Saurbæ á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu 11. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. janúar síðastliðinn. Ásdís ólst upp hjá foreldrum sínum í Saurbæ. Hún var ógift og barnlaus.
Útför Ásdísar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Saurbær á Vatnsnesi. Reykjavík.

Réttindi

Hún fór til náms í Kvennaskólann á Blönduósi 1941-1942. Hún fór til Kaupmannahafnar og lærði þar að sníða og sauma í fjögur ár.

Starfssvið

Hún flutti til Reykjavíkur rúmlega tvítug og vann þar ýmis störf. Eftir námið réð hún sig sem þernu til Eimskipafélagsins. Hún vann á Gullfossi og Brúarfossi. Eftir að Ásdís hætti störfum hjá Eimskip hóf hún störf við saumaskap og stofnaði Klæðagerðina Elísu og Elísubúðina ásamt fleirum. Ásdís seldi hlut sinn í Elísu og vann síðan í nokkur ár hjá Vinnufatagerð Íslands.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Guðjón Guðmundsson bóndi í Saurbæ, f. 27. maí 1893, d. 27. júlí 1975, og Ragnheiður Björnsdóttir húsfreyja í Saurbæ, f. 14. maí 1890, d. 8. apríl 1947.
Systkini Ásdísar eru:
1) Jónas Þorbergur, f. 4.11. 1916 - 4. desember 2004 Kennari við Laugarnesskólann í Reykjavík í 48 ár, síðast bús. í Reykjavík. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930, maki: Ingibjörg Guðrún Jónheiður Björnsdóttir f. 20. nóvember 1918 - 28. febrúar 2014 Var í Fagranesi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Kennari í Reykjavík.
2) Björn, f. 17.5. 1919, d. 27.3. 1989. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Saurbæ, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík, sambýliskona: Vigdís Bjarnadóttir, f. 12.11. 1925 - 9. júní 2007. Var á Laugavegi 128, Reykjavík 1930. Var í Saurbæ, Þverárhr., V-Hún. 1957. Húsfreyja í Saurbæ í Þverárhreppi og síðar í Reykjavík.
3) Þorgrímur Guðmundur, f. 18.11. 1920, d. 14.4. 1985. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsasmíðameistari og heildsali í Reykjavík, maki: Lilja Björnsdóttir, f. 12.3. 1921 - 3. janúar 2003 Var á Neðri-Þverá, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
4) Hólmfríður Þóra, tvíburasystir Ásdísar, f. 11.4. 1922. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945, maki: Friðrik Jónsson, f. 21.7. 1908, d. 6.11. 1986. Vetrarmaður í Síðumúla, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Heimili: Öxnadalur, Víðidal, Hún. Bílstjóri,síðast bús. í Reykjavík.
5) Gunnar, f. 7.8. 1925, d. 12.2. 1995. Eftirlitsmaður. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík, maki: Sólveig Sigurðardóttir, f. 8.8. 1922. Var á Ósi, Eydalasókn, S-Múl. 1930.
6) Ólafur, f. 1.6. 1928, d. 12.2. 1975. Síðast bús. í Reykjavík. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930, maki: Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, f. 22.6. 1926. Var á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.
Hálfsystir Ásdísar, samfeðra, dóttir Ólafar Magnúsdóttur, f. 21.7. 1896, d. 3.11. 1982. Vinnukona á Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var í Sólvangi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi:
7) Rósa, f. 25.4. 1933 - 3. maí 2006. Var í Sólvangi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. á Hvammstanga. maki Magnús Jónsson, f. 6.9. 1933. Var í Sólvangi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðjón Guðmundsson (1893-1975) Saurbæ í Vesturhópi (27.5.1893 - 27.7.1975)

Identifier of related entity

HAH03894

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðjón Guðmundsson (1893-1975) Saurbæ í Vesturhópi

er foreldri

Ásdís Guðjónsdóttir (1922-2002)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Rósa Guðjónsdóttir (1933-2006) (25.4.1933 - 3.5.2006)

Identifier of related entity

HAH01876

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Rósa Guðjónsdóttir (1933-2006)

er systkini

Ásdís Guðjónsdóttir (1922-2002)

Dagsetning tengsla

1933 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01080

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir