Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ásdís Guðjónsdóttir (1922-2002)
Parallel form(s) of name
- Ásdís Margrét Guðjónsdóttir (1922-2002)
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
11.4.1922 - 5.1.2002
History
Ásdís Margrét Guðjónsdóttir fæddist í Saurbæ á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu 11. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. janúar síðastliðinn. Ásdís ólst upp hjá foreldrum sínum í Saurbæ. Hún var ógift og barnlaus.
Útför Ásdísar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Places
Saurbær á Vatnsnesi. Reykjavík.
Legal status
Hún fór til náms í Kvennaskólann á Blönduósi 1941-1942. Hún fór til Kaupmannahafnar og lærði þar að sníða og sauma í fjögur ár.
Functions, occupations and activities
Hún flutti til Reykjavíkur rúmlega tvítug og vann þar ýmis störf. Eftir námið réð hún sig sem þernu til Eimskipafélagsins. Hún vann á Gullfossi og Brúarfossi. Eftir að Ásdís hætti störfum hjá Eimskip hóf hún störf við saumaskap og stofnaði Klæðagerðina Elísu og Elísubúðina ásamt fleirum. Ásdís seldi hlut sinn í Elísu og vann síðan í nokkur ár hjá Vinnufatagerð Íslands.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru Guðjón Guðmundsson bóndi í Saurbæ, f. 27. maí 1893, d. 27. júlí 1975, og Ragnheiður Björnsdóttir húsfreyja í Saurbæ, f. 14. maí 1890, d. 8. apríl 1947.
Systkini Ásdísar eru:
1) Jónas Þorbergur, f. 4.11. 1916 - 4. desember 2004 Kennari við Laugarnesskólann í Reykjavík í 48 ár, síðast bús. í Reykjavík. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930, maki: Ingibjörg Guðrún Jónheiður Björnsdóttir f. 20. nóvember 1918 - 28. febrúar 2014 Var í Fagranesi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Kennari í Reykjavík.
2) Björn, f. 17.5. 1919, d. 27.3. 1989. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Saurbæ, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík, sambýliskona: Vigdís Bjarnadóttir, f. 12.11. 1925 - 9. júní 2007. Var á Laugavegi 128, Reykjavík 1930. Var í Saurbæ, Þverárhr., V-Hún. 1957. Húsfreyja í Saurbæ í Þverárhreppi og síðar í Reykjavík.
3) Þorgrímur Guðmundur, f. 18.11. 1920, d. 14.4. 1985. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsasmíðameistari og heildsali í Reykjavík, maki: Lilja Björnsdóttir, f. 12.3. 1921 - 3. janúar 2003 Var á Neðri-Þverá, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
4) Hólmfríður Þóra, tvíburasystir Ásdísar, f. 11.4. 1922. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945, maki: Friðrik Jónsson, f. 21.7. 1908, d. 6.11. 1986. Vetrarmaður í Síðumúla, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Heimili: Öxnadalur, Víðidal, Hún. Bílstjóri,síðast bús. í Reykjavík.
5) Gunnar, f. 7.8. 1925, d. 12.2. 1995. Eftirlitsmaður. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík, maki: Sólveig Sigurðardóttir, f. 8.8. 1922. Var á Ósi, Eydalasókn, S-Múl. 1930.
6) Ólafur, f. 1.6. 1928, d. 12.2. 1975. Síðast bús. í Reykjavík. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930, maki: Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, f. 22.6. 1926. Var á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.
Hálfsystir Ásdísar, samfeðra, dóttir Ólafar Magnúsdóttur, f. 21.7. 1896, d. 3.11. 1982. Vinnukona á Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var í Sólvangi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi:
7) Rósa, f. 25.4. 1933 - 3. maí 2006. Var í Sólvangi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. á Hvammstanga. maki Magnús Jónsson, f. 6.9. 1933. Var í Sólvangi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 13.5.2017
Language(s)
- Icelandic