Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Arndís Jónsdóttir (1890-1978)
Hliðstæð nafnaform
- Arndís Jónsdóttir Höskuldsstöðum í Dölum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
25.6.1890 - 19.8.1978
Saga
Arndís Jónsdóttir 25. júní 1890 - 19. ágúst 1978. Húsfreyja á Höskuldsstöðum, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Saumakona Borðeyri 1910, þá búsett á Bæ í Hrútafirði.
Staðir
Bær í Hrútafirði: Borðeyri 1910: Höskuldsstaðir í Dölum:
Réttindi
Kennari við Kvsk á Blönduósi 1920. Síðast bús. í Reykjavík.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Fósturmóðir Anna Helga Eiríksdóttir 15. maí 1850 - 1. mars 1941. Ljósmóðir í Bæjarhreppi.
Foreldrar hennar; Guðrún Guðmundsdóttir 26. júlí 1857 - 9. desember 1893. Var í Miðseli, Hjarðarholtssókn, Dal. 1860. Húsfreyja á Fögrubrekku í Bæjarhr. Strand. Húsfreyja í Fögrubrekku, Staðarsókn, Strand. 1890 og maður hennar Jón Sigurðsson 20. desember 1845 - 18. febrúar 1896 Var á Skinnhúfu, Vatnshornssókn, Dal. 1845. Bóndi á Fögrubrekku í Hrútafirði.
Systkini hennar
1) Sigurgeir Jónsson 31. júlí 1883 - 21. júlí 1954. Var í Reykjavík 1910. Var í Hliði í Grindavík 1920. Sjómaður og síðar vigtarmaður.
2) Theódór Jónsson 23. janúar 1889 - 17. október 1965. Var í Hafnarfirði 1910. Bóndi í Hjarðarholti í Laxárdal, Dal. 1924-31. Bakari. Ókvæntur.
Maður hennar var Tómas Ingþór Kristjánsson 20. maí 1895 - 24. desember 1939. Bóndi á Höskuldsstöðum í Laxárdal, Dal. frá 1922 til æviloka. Búfræðingur, þau voru barnlaus.
Almennt samhengi
Í íbúaskrá Reykjavíkur árið 1909 eru eftirtaldir íbúar í Bergshúsi: 1. Bergur Þorleifsson söðlasmiður, f. 7.9.1841 á Sléttahól í Hörglandshreppi, 2. Hólmfríður Árnadóttir kona hans, f. 5.3.1846 í Rvík, 3. Guðrún Halldóra dóttir þeirra, f. 12. mars 1887 í Rvík, 4. Þórbergur Þórðarson námspiltur f. 12. mars 1888 að Breiðabólsstað í Borgarhafnarsókn, 5. Bjarni Þorgeir Magnússon námspiltur f. 10.8.1891 í Vestdal í Seyðisfirði og 6. Oddur Ólafsson námspiltur, f. 20.1.1891 að Lækjarbakka í Hvammssveit. Allt þetta fólk þekkjum við úr Ofvitanum. Næsta ár eru þeir Bjarni, Þorgeir og Oddur horfnir úr húsinu en annað námsfólk komið í staðinn og árið 1911 er komin i húsið Arndís Jónsdóttir f. 25.6.1890 í Fögrubrekku í Hrútafirði, til heimilis að Bæ. Þarna er engin önnur komin en elskan hans Þórbergs sem ekki er nafngreind í sögunni. Arndís þessi var dóttir Jóns Sigurðssom og Guðrúnar Guðmundsdóttur í Fögrubrekku. Hún missti móður sína þegar hún var þriggja ára og föður sinn 5 ára og mun þá hafa verið tekin til fósturs að Bæ í Hrútafirði. Hún tók síðar kennarapróf og fékkst við kennslu. Maður hennar var Tómas Kristjánsson oddviti að Höskuldsstöðum í Hrútafirði en hann missti hún eftir 11 ára sambúð og voru þau barnlaus.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 30.10.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði