Ari Jónsson Arnalds (1872-1957) sýslumaður Blönduósi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ari Jónsson Arnalds (1872-1957) sýslumaður Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

  • Ari Arnalds (1872-1957) sýslumaður Blönduósi
  • Ari Jónsson Arnalds sýslumaður Blönduósi

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

7.6.1872 - 14.4.1957

Saga

Ari Jónsson Arnalds 7. júní 1872 - 14. apríl 1957. Bæjarfógeti á Seyðisfirði og Sýslumaður í N-Múl. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Bæjarfógeti á Seyðisfirði 1930. Fyrrverandi bæjarfógeti í Reykjavík 1945. Sýslumaður Blönduósi 1914-1918.

Staðir

Hjallar í Gufudalssveit: Reykjavík: Blönduós 1914-1918; Seyðisfjörður 1930;

Réttindi

Stúdentspróf Lsk. 1898. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1905.

Starfssvið

Blaðamaður við dagblaðið Verdens Gang í Ósló 1904–1905. Settur vorið 1906 og fram á sumar sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Yfirréttarmálaflutningsmaður í Reykjavík 1907–1914. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1909–1910, starfsmaður í veðdeild Landsbanka Íslands 1910–1914. Sýslumaður í Húnavatnssýslu 1914–1918, sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðsfirði 1918–1937. Starfsmaður í endurskoðunardeild fjármálaráðuneytisins 1941–1947.
Lögfræðilegur ráðunautur útibús Útvegsbanka Íslands á Seyðisfirði 1937–1941. Stofnandi og meðstjórnandi Síldarbræðslunnar hf. á Seyðisfirði og jafnframt lögfræðilegur ráðunautur fyrirtækisins 1937–1941. Skipaður 1938 sáttasemjari í vinnudeilum í Austurlandsumdæmi. Umboðsmaður Búnaðarbanka Íslands á Austurlandi og umboðsmaður eftirlitsmanns sveitarstjórnarmálefna þar 1939–1941. Í bankaráði Íslandsbanka 1909–1915.
Alþingismaður Strandamanna 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri (Landvarnarflokkurinn)).

Lagaheimild

Samdi nokkrar bækur byggðar á eigin minningum.
Ritstjóri: Dagfari (1906). Ingólfur (1907–1908).

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru; Jón Finnsson 2. maí 1830 - 28. desember 1917. Bóndi og hreppstjóri á Hjöllum í Gufudalssveit, A-Barð. og kona hans 7.10.1857; Sigríður Jónsdóttir 29. ágúst 1831 - 17. september 1914. Húsfreyja á Hjöllum í Gufudalssveit.
Systkini Ara;
1) Halldóra Jónsdóttir 12. desember 1857 - 22. nóvember 1920. Húsfreyja í Tröllatungu.
2) Jón Jónsson 24. febrúar 1859 - 1. febrúar 1930. Bóndi í Djúpadal, A-Barð.
3) Finnur Jónsson 2. október 1860 - 4. ágúst 1921. Var í Hjöllum, Gufudalssókn, Barð. 1870. Bóndi í Vonarholti, Tröllatungusókn, Strand. 1901.
4) Kristján Jónsson 4. apríl 1863 - 21. júlí 1949. Bóndi á Skerðingsstöðum, Reykhólasókn, A-Barð. 1930. Hreppstjóri og bóndi á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit.
5) Samúel Jónsson 17. maí 1864 - 19. ágúst 1956. Bóndi og smiður í Hlíð, Reykhólahr., A.-Barð. Síðar á Ísafirði.
6) Arnfinnur Jónsson 6. september 1866 - 18. janúar 1882
7) Þórður Jónsson 12. desember 1867 - 8. júlí 1941. Bóndi í Hallsteinsnesi, Gufudalssókn, A-Barð. 1930. Bóndi á Hjöllum, Hallsteinsnesi í Gufudalssveit og í Hlíð í Þorskafirði, A-Barð.
8) Guðjón Jónsson 8. febrúar 1870 - 7. apríl 1949. Bóndi og trésmiður á Litlu-Brekku í Geiradal, A-Barð. 1902-8, á Bakka 1908-9 og aftur á Litlu-Brekku 1909-37, síðast í Reykjavík.
Maki 10. okt. 1908; (sk) Matthildur Einarsdóttir Kvaran Mathíasson f. 29. sept. 1889 d. 27. jan. 1980.
Börn þeirra;
1) Sigurður Arason Arnalds 15. mars 1909 - 10. júlí 1998. Heildsali og útgefandi í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Var á Seyðisfirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Fyrri kona hans var Guðrún (Jónsdóttir) Laxdal (f. 1914) fv. kaupkona, foreldrar Ragnars Arnalds þingmanns. Síðari kona Sigurðar er Ásdís Andrésdóttir Arnalds f. 14.12.1922 - 25.4.2010, frá Neðra-Hálsi í Kjós
2) Einar Arason Arnalds 3. janúar 1911 - 24. júlí 1997. Hæstaréttardómari, og forseti Hæstaréttar. Stud. jur. á Túngötu 5, Reykjavík 1930. Borgardómari í Reykjavík 1945. Átti sæti í Mannréttindadómstól Evrópu til margra ára. Hinn 19. sept. 1935 kvæntist Einar Laufeyju Arnalds, f. 16. okt. 1915, d. 14. apríl 1996. Foreldrar hennar voru Guðmundur, bankagjaldkeri, Guðmundsson prests í Reykholti Helgasonar, d. 12. nóv. 1950 og fyrri kona hans Kristín Gunnarsdóttir, kaupmanns í Rvík Gunnarssonar, d. 10. mars 1929. Dætur Einars og Laufeyjar eru.
3) Þorsteinn Arason Arnalds 24. desember 1915 - 1. ágúst 2001. Forstjóri BÚR. Þorsteinn kvæntist 8.8. 1942 Guðrúnu Hallgrímsdóttur Tulinius, f. 28.7. 1919 - 1.8.2000

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðlaug Kvaran (1886-1964) Reykjavík (3.3.1886 - 8.12.1964)

Identifier of related entity

HAH03917

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Matthilde Einarsdóttir Kvaran (1889-1980) Blönduósi (29.9.1889 - 27.1.1980)

Identifier of related entity

HAH07235

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Matthilde Einarsdóttir Kvaran (1889-1980) Blönduósi

er maki

Ari Jónsson Arnalds (1872-1957) sýslumaður Blönduósi

Dagsetning tengsla

1908

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6 (1900 -)

Identifier of related entity

HAH00134

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

er í eigu

Ari Jónsson Arnalds (1872-1957) sýslumaður Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02459

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 30.10.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir