Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Anna Guðmundsdóttir (1902-1987) Reykjavík
Hliðstæð nafnaform
- Anna Guðmundsdóttir
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
25.9.1902 - 28.3.1987
Saga
Anna Guðmundsdóttir f. 25.9.1902 - 28.3.1987. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hverfisgötu 12, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
Staðir
Reykjavík:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Móðir hennar; Karólína Margrét Sigríður Ísleifsdóttir f. 1.4.1871 - 1.7.1927. Húsfreyja á Sauðárkróki, Akureyri og í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Fósturbarn: Guðrún Margrét Jónsdóttir Petersen, f. 1892. Kjörforeldrar: Valgarður Ólafsson Breiðfjörð f. 2.7.1847 og k.h. Elísabet Anna Einarsdóttir Breiðfjörð 7.10.1835.
Faðir hennar; Guðmundur Hannesson f. 9.9.1866 - 1.10.1946. Héraðslæknir á Sauðárkróki og Akureyri, síðar prófessor við Háskóla Íslands. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kennari á Hverfisgötu 12, Reykjavík 1930.
Faðir hans; Hannes Guðmundsson f. 7.5.1841 - 26.3.1921. Var á Guðlaugsstöðum, Svínavatnssókn, Hún., 1845. Bóndi á Gunnlaugsstöðum og Eiðsstöðum í Blöndudal, Svínavatnshr., A-Hún. Bóndi á Eiðsstöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1880. „Vinnu víkingur ... dugnaðarmaður við búskap...“ segir í Gullsm. Fósturbarn, sonardóttir þeirra hjóna, Pálína Anna Jónsdóttir, f. 8.10.1894.
Systkini Önnu
1) Svafar f. 17.2.1898 - 16.2.1960. Bankastjóri á Akureyri.
2) Hannes Valgarður f. 25.2.1900 - 27.5.1959. Læknir á Hverfisgötu 12, Reykjavík 1930. Læknir í Reykjavík 1945. Læknir og háskólakennari.
3) Leifur f. 28.9.1905 - 13.6.1928. Sjóliðsforningi í Kaupmannahöfn. Lést af slysförum. Var í Reykjavík 1910.
4) Arnljótur f. 29.6.1912 - 13.1.1955. Námsmaður á Hverfisgötu 12, Reykjavík 1930. Bæjarstjóri á Akranesi og síðar framkvæmdastjóri Hvals hf.
Þann 24. maí 1930 gengu þau í hjónaband Anna og Jón Sigurðsson f. 18.2.1886 - 31.10.1957, frá Kaldaðarnesi. Hann var skrifstofustjóri Alþingis. Þetta gerðist alþingishátíðarárið og það hefurverið talsvert um dýrðir, meðal annars vegna þess að Jón var vinsæll og einnig samkvæmis- og gleðimaður, enda bæði rithöfundur og skáld. Þau fóru brúðkaupsferð norður á Akureyri og í bakaleiðinni heimsóttu þau frændfólk Önnu í Húnavatnssýslunni. Þau voru glöð og skemmtileg. Fyrstu árin bjuggu nýgiftu hjónin á heimili Guðmundar, föður Önnu, en fljótlega byggðu þau sér hús á Hólavallagötu 7.
Foreldrar Jóns voru; Sigríður Jónsdóttir f. 23.10.1858 - 24.2.1932 og Sigurður Ólafsson f. 14.3.1855 - 12.12.1927. Sýslumaður á Kirkjubæjarlaustri, í Hjálmholti í Flóa og í Kaldaðarnesi í Sandvíkurhr., Árn.
Þrjú börn eignuðust þau Anna og Jón, öll glæsileg og mikilhæf. Þau eru
1) Sigríður f. 17.9.1934 þingritari, maður Stefán Hermannsson f. 28.12.1935 - 9.4.2013. Verkfræðingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík.
2) Ása kennari f. 22.8.1936, maður Tómas Karlsson f. 20.3.1937 - 9.3.1997, sendifulltrúi.
3) Guðmundur Karl f. 20.11.1940 - 2.7.2009. Lögfræðingur, héraðsdómslögmaður, ráðuneytisdeildarstjóri og síðar forstjóri. Gegndi fjölmörgum nefndar- og stjórnarstörfum, kona Rannveig Björnsdóttir f. 21.2.1942. Guðmundur var forstjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Barnabörn eru 8 og dóttursonarbarn 1.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Anna Guðmundsdóttir (1902-1987) Reykjavík
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Anna Guðmundsdóttir (1902-1987) Reykjavík
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 25.9.2017
Tungumál
- íslenska