Andrés Björnsson (1883-1916)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Andrés Björnsson (1883-1916)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

15.12.1883 - 15.3.1916

Saga

Andrés Björnsson f. 15. desember 1883 - 15. mars 1916. Rithöfundur og skáld. Andrés var fæddur á Löngumýri í Skagafirði árið 1883, sonur Björns Bjarnasonar bónda í Brekku og síðar á Reykjarhóli, og fyrri konu hans, Margrétar Andrésdóttur. Andrés lagði stund á íslensk fræði við Hafnarháskóla en lauk ekki prófi. Hann kom heim til Íslands árið 1910 og bjó í Reykjavík. Stundaði hann þar meðal annars blaðamennsku og leiklist og fékkst einnig við þingskriftir. Andrés varð úti milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur árið 1916.

Staðir

Langamýri í Vallhólma:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Hálfbróðir hans, Andrés Björnsson útvarpsstjóri, sá um útgáfu bókar eftir hann: Ljóð og laust mál, Reykjavík 1940.
Áður var hann innskeifur
af afturhaldi og vana.
Nú er hann orðin útskeifur
í áttina til Dana.

Eykst á Hofi afmors lof,
að því hendum gaman.
Þar eru ofin allra klof
í eina bendu saman.

Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur
en verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssustingur.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Margrét Andrésdóttir f. 5. maí 1852 - 28. september 1884. Húsfreyja á Löngumýri í Vallhólmi, og 27.10.1882 Björn Bjarnason f. 30. ágúst 1854 - 30. desember 1926. Bóndi á Löngumýri í Vallhólmi, í Ytri-Svartárdal í Svartárdal, ekkill Hóli í Tungusveit 1890, í Brekku og á Reykjarhóli hjá Víðimýri og í Krossanesi í Vallhólmi, Skag. Fyrri kona Björns.
Seinni kona BJörns var Ingibjörg Stefanía Ólafsdóttir f. 14. ágúst 1878 - 27. janúar 1974. Húsfreyja á Reykjarhóli og Brekku hjá Víðimýri, Skag. Var á Hofi, Hofssókn, Skag. 1930. Seinni kona Björns Bjarnasonar. Stefanía náði því marki að í fáeina daga voru samtímis á lífi sex ættliðir í beinan kvenlegg frá henni og var ekki vitað um önnur slík tilfelli í heiminum skv. Íslandsmetabók Arnar og Örlygs 1983.

Börn þeirra og hálfsystkini Andrésar
1) Margrét Björnsdóttir f. 12. janúar 1897 - 27. maí 1988. Húsfreyja á Brekkustíg 3 a, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. 5. febrúar 1921 giftist hún Óskari Jónassyni, f. 11. janúar 1898 - 23. janúar 1971. Kafari. Háseti á Brekkustíg 3 a, Reykjavík 1930. Sjómaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. sjómanni í Reykjavík.
2) Sigurlína Björnsdóttir f. 22. maí 1898 - 11. október 1986. Húsfreyja á Hofi á Höfðaströnd, Skag. Húsfreyja á Hofi, Hofssókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar; Jón Jónsson f. 29. apríl 1894 - 30. maí 1966. Bóndi og oddviti á Hofi á Höfðaströnd, Skag., foreldrar Pálma í Hagkaup.
3) Hallfríður Kristín Björnsdóttir f. 14. febrúar 1900 - 26. maí 1978. Húsfreyja í Eskihlíð í Reykjavík. Búðarstúlka í Bergstaðastræti 82, Reykjavík 1930. Maður hennar Geir Gunnar Gunnlaugsson f. 28. mars 1902 - 7. janúar 1995. Bóndi í Eskihlíð í Reykjavík og Lundi við Nýbýlaveg í Kópavogi. Verkamaður á Vífilsstöðum, Hafnarfjarðarsókn, Gull. 1930. Heimili: Kárastígur 9, Reykjavík.
4) Anna Björnsdóttir f. 23. febrúar 1903 - 13. október 2000. Húsfreyja í Hörgsholti, Miklaholtssókn, Hnapp. 1930. Síðast bús. í Borgarnesi, giftist 12. maí 1923 Eiði Sigurðssyni frá Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, f. 27. júní 1893, d. 28. nóvember 1963. Bóndi í Hörgsholti í Miklaholtshreppi, Hnapp., síðar verkamaður í Borgarnesi. .
5) Jórunn Björnsdóttir f. 14. desember 1904 - 2. febrúar 1966. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík, gift Pétri Jónssyni bifreiðarstjóra;
6) Sigurlaug Sigrún Björnsdóttir f. 27. ágúst 1908 - 15. mars 2008, vinnukona í Deildartungu í Reykholtssókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Borgarnesi, síðar verslunarstarfsmaður í Reykjavík. Síðast bús. í Borgarnesi. gifta Jóni Hannessyni, f. 15. desember 1885 - 12. júlí 1953. Húsbóndi í Deildartungu, Reykholtssókn, Borg. 1930. Bóndi og oddviti í Deildartungu í Reykholtsdalshr., Borg.
7) Andrés Björnsson f. 16. mars 1917 - 29. desember 1998. Útvarpsstjóri. Var á Hofi, Hofssókn, Skag. 1930. Ólst upp hjá hjónunum Jóni Jónssyni f. 1894 og systur sinni Sigurlínu Björnsdóttur f. 1898. Síðast bús. í Reykjavík, kona hans Margrét Helga Vilhjálmsdóttir f. 22. maí 1920 - 7. maí 2016. Var í Kirkjuvogi, Hafnahr., Gull. 1920.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigurlaug Sigrún Björnsdóttir (1908-2008) Deildartungu (27.8.1908 - 15.3.2008)

Identifier of related entity

HAH07666

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurlaug Sigrún Björnsdóttir (1908-2008) Deildartungu

er systkini

Andrés Björnsson (1883-1916)

Dagsetning tengsla

1908

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02293

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 6.9.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

® GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir