Andrés Björnsson (1883-1916)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Andrés Björnsson (1883-1916)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

15.12.1883 - 15.3.1916

History

Andrés Björnsson f. 15. desember 1883 - 15. mars 1916. Rithöfundur og skáld. Andrés var fæddur á Löngumýri í Skagafirði árið 1883, sonur Björns Bjarnasonar bónda í Brekku og síðar á Reykjarhóli, og fyrri konu hans, Margrétar Andrésdóttur. Andrés lagði stund á íslensk fræði við Hafnarháskóla en lauk ekki prófi. Hann kom heim til Íslands árið 1910 og bjó í Reykjavík. Stundaði hann þar meðal annars blaðamennsku og leiklist og fékkst einnig við þingskriftir. Andrés varð úti milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur árið 1916.

Places

Langamýri í Vallhólma:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Hálfbróðir hans, Andrés Björnsson útvarpsstjóri, sá um útgáfu bókar eftir hann: Ljóð og laust mál, Reykjavík 1940.
Áður var hann innskeifur
af afturhaldi og vana.
Nú er hann orðin útskeifur
í áttina til Dana.

Eykst á Hofi afmors lof,
að því hendum gaman.
Þar eru ofin allra klof
í eina bendu saman.

Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur
en verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssustingur.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Margrét Andrésdóttir f. 5. maí 1852 - 28. september 1884. Húsfreyja á Löngumýri í Vallhólmi, og 27.10.1882 Björn Bjarnason f. 30. ágúst 1854 - 30. desember 1926. Bóndi á Löngumýri í Vallhólmi, í Ytri-Svartárdal í Svartárdal, ekkill Hóli í Tungusveit 1890, í Brekku og á Reykjarhóli hjá Víðimýri og í Krossanesi í Vallhólmi, Skag. Fyrri kona Björns.
Seinni kona BJörns var Ingibjörg Stefanía Ólafsdóttir f. 14. ágúst 1878 - 27. janúar 1974. Húsfreyja á Reykjarhóli og Brekku hjá Víðimýri, Skag. Var á Hofi, Hofssókn, Skag. 1930. Seinni kona Björns Bjarnasonar. Stefanía náði því marki að í fáeina daga voru samtímis á lífi sex ættliðir í beinan kvenlegg frá henni og var ekki vitað um önnur slík tilfelli í heiminum skv. Íslandsmetabók Arnar og Örlygs 1983.

Börn þeirra og hálfsystkini Andrésar
1) Margrét Björnsdóttir f. 12. janúar 1897 - 27. maí 1988. Húsfreyja á Brekkustíg 3 a, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. 5. febrúar 1921 giftist hún Óskari Jónassyni, f. 11. janúar 1898 - 23. janúar 1971. Kafari. Háseti á Brekkustíg 3 a, Reykjavík 1930. Sjómaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. sjómanni í Reykjavík.
2) Sigurlína Björnsdóttir f. 22. maí 1898 - 11. október 1986. Húsfreyja á Hofi á Höfðaströnd, Skag. Húsfreyja á Hofi, Hofssókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar; Jón Jónsson f. 29. apríl 1894 - 30. maí 1966. Bóndi og oddviti á Hofi á Höfðaströnd, Skag., foreldrar Pálma í Hagkaup.
3) Hallfríður Kristín Björnsdóttir f. 14. febrúar 1900 - 26. maí 1978. Húsfreyja í Eskihlíð í Reykjavík. Búðarstúlka í Bergstaðastræti 82, Reykjavík 1930. Maður hennar Geir Gunnar Gunnlaugsson f. 28. mars 1902 - 7. janúar 1995. Bóndi í Eskihlíð í Reykjavík og Lundi við Nýbýlaveg í Kópavogi. Verkamaður á Vífilsstöðum, Hafnarfjarðarsókn, Gull. 1930. Heimili: Kárastígur 9, Reykjavík.
4) Anna Björnsdóttir f. 23. febrúar 1903 - 13. október 2000. Húsfreyja í Hörgsholti, Miklaholtssókn, Hnapp. 1930. Síðast bús. í Borgarnesi, giftist 12. maí 1923 Eiði Sigurðssyni frá Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, f. 27. júní 1893, d. 28. nóvember 1963. Bóndi í Hörgsholti í Miklaholtshreppi, Hnapp., síðar verkamaður í Borgarnesi. .
5) Jórunn Björnsdóttir f. 14. desember 1904 - 2. febrúar 1966. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík, gift Pétri Jónssyni bifreiðarstjóra;
6) Sigurlaug Sigrún Björnsdóttir f. 27. ágúst 1908 - 15. mars 2008, vinnukona í Deildartungu í Reykholtssókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Borgarnesi, síðar verslunarstarfsmaður í Reykjavík. Síðast bús. í Borgarnesi. gifta Jóni Hannessyni, f. 15. desember 1885 - 12. júlí 1953. Húsbóndi í Deildartungu, Reykholtssókn, Borg. 1930. Bóndi og oddviti í Deildartungu í Reykholtsdalshr., Borg.
7) Andrés Björnsson f. 16. mars 1917 - 29. desember 1998. Útvarpsstjóri. Var á Hofi, Hofssókn, Skag. 1930. Ólst upp hjá hjónunum Jóni Jónssyni f. 1894 og systur sinni Sigurlínu Björnsdóttur f. 1898. Síðast bús. í Reykjavík, kona hans Margrét Helga Vilhjálmsdóttir f. 22. maí 1920 - 7. maí 2016. Var í Kirkjuvogi, Hafnahr., Gull. 1920.

General context

Relationships area

Related entity

Sigurlaug Sigrún Björnsdóttir (1908-2008) Deildartungu (27.8.1908 - 15.3.2008)

Identifier of related entity

HAH07666

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurlaug Sigrún Björnsdóttir (1908-2008) Deildartungu

is the sibling of

Andrés Björnsson (1883-1916)

Dates of relationship

27.8.1908

Description of relationship

samfeðra

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02293

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 6.9.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

® GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places