Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Álfþór Jóhannsson (1933) fulltrúi Seltjarnarnesi
Hliðstæð nafnaform
- Álfþór Brynjarr Jóhannsson (1933) fulltrúi Seltjarnarnesi
- Álfþór Brynjarr Jóhannsson fulltrúi Seltjarnarnesi
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
12.1.1933 -
Saga
Álfþór fæddist á Siglufirði og ólst þar upp og á Seyðisfirði til tíu ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó þar lengst af til 1969 er hann flutti á Seltjarnarnesið.
Staðir
Siglufjörður; Seyðisfjörður; Reykjavík; Seltjarnarnes:
Réttindi
Stúdentsprófi frá VÍ 1953:
Starfssvið
Hann var fulltrúi hjá Innflutningsskrifstofunni til 1960, aðalbókari Tóbakseinkasölu ríkisins 1960-61, fulltrúi hjá Ríkisendurskoðun 1961-66, skrifstofustjóri hjá Fosskrafti við Búfellsvirkjun 1966-69, skrifstofustjóri Heildverslunar Alberts Guðmundssonar 1969-73, aðalbókari Seltjarnarnesshrepps frá 1973 og hefur verið bæjarritari Seltjarnarnesshrepps frá 1976. Álfþór sat í stjórn Gróttu 1971-73 og 1978-82 og sat í stjórn UMSK 1980-82.
Lagaheimild
Foreldrar hans fórust af slysförum 23.10.1963, eftirfarandi minningarljóð er eftir Hjört Kristmundsson (1907-1983);
Silfruð voru hjónin,
en ást þeirra ung.
Þau aldurtila biðu,
og sorgin er þung.
Þeim var ekki skapað að skilja.
Ung þau bundust tryggðum
og ást þeirra var heit.
Enginn skyldi rjála
við tveggja blómareit.
Þeim var ekki skapað að skilja.
Af lundi þeirra ásta
liljur spruttu tvær,
yndisfagrar dætur
með augun djúp og skær.
Þeim var ekki skapað að skilja.
Sólin hló í heiði
og sex liðu ár.
Þá fölnaði önnur liljan
og luktust hennar brár.
Systrunum var skapað að skilja.
Til eru lífgrös,
sem lækna ofurmein.
Þá eldsár var treginn
þau eignuðust svein.
Þeim var ekki skapað að skilja.
Lífið þeim færði
lítinn augastein.
Og liljan önnur spratt
vo f ögur og hrein.
Þeim var ekki skapað að skilja.
Silfruð voru hjónin,
en ást þeirra ung,
þau aldurtila biðu
og sorgin er þung.
Þeim var ekki skapað að skilja.
Lesbók Morgunblaðsins, 42. tölublað (27.11.1966), Blaðsíða 12 http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3290390
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Jóhann Frímann Guðmundsson 14. jan. 1899 - 23. okt. 1966. Fulltrúi í Reykjavík. Verzlunarmaður á Siglunesi, Siglufirði 1930 og kona hans; Þóra Aðalbjörg Jónsdóttir 23. ágúst 1895 - 23. okt. 1966. Var í Kirkjubæ, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Siglunesi, Siglufirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Skáld frá Kirkjubæ.
Systir Þóru var; Einara Andrea Jónsdóttir (1902-1986).
Systur Álfþórs;
1) Álfhildur Helena Jóhannsdóttir 21. ágúst 1926 - 14. nóv. 1932. Var á Siglunesi, Siglufirði 1930.
2) Brynhildur Hjördís Jóhannsdóttir 22. ágúst 1926 - 22. júlí 2006. Var á Siglunesi, Siglufirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar 1946; Albert Sigurður Guðmundsson 5. okt. 1923 - 7. apríl 1994. Var á Óðinsgötu 28 b, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Knattspyrnumaður, síðar sendiherra og ráðherra 1983-87. Síðast bús. í Reykjavík.
Kona Álfþórs 6.10.1956; Björg Bjarnadóttir 7.7.1932. Faðir hennar Bjarni Björnsson gamanleikari.
Börn þeirra;
1) Þóra Björg, f. 19.9. 1962, húsmóðir á Seltjarnarnesi, gift Kjartani Felixsyni húsasmíðameistara og eiga þau fimm börn;
2) Bergur Brynjar, f. 20.7. 1964, útflytjandi, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd, kvæntur Svanborgu Svavarsdóttur, þjónustufulltrúa hjá SPK, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn;
3) Jóhann Frimann, f. 24.9. 1968, píanó- og sembalsmiður, búsettur á Seltjarnarnesi, og á hann þrjú börn.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Álfþór Jóhannsson (1933) fulltrúi Seltjarnarnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Álfþór Jóhannsson (1933) fulltrúi Seltjarnarnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Álfþór Jóhannsson (1933) fulltrúi Seltjarnarnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 10.8.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1094867/?item_num=0&searchid=05b7effab8d4ad14fcc8b2b86d95967ba5373eda
Dagblaðið Vísir - DV, 9. tölublað - Helgarblað (11.01.2003), Blaðsíða 55. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3041140