Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Álfheiður Jenný Jónsdóttir (1901-1975) frá Ósi á Blönduósi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
27.11.1901 - 1.11.1975
Saga
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson (1875-1915) og Teitný Jóhannesdóttir (1880-1953) Ósi Blönduósi.
í Manntali 1910 er hún með foreldrum sínum í Húsi Jóns Jónssonar á Blönduósi (Ós).
Staðir
Blönduós 1910, Hólanes og Ameríka
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Hún finnst ekki eftir það í manntölum.
Hún finnst ekki í vesturfaraskrá sem nær til 1914. Skv upplýsingum voru aðeins í Melsstaðasókn vanhöld á skráningu.
Ég finn hana ekki í innskráningu í Kanada á tímabilinu 1910-1920, ég hef ekki skoðað hana á lista til USA og er ekki heldur búinn að skoða manntal 1920 í Kanada.
Ég fann nokkrar neð nafninu Jenny Johnson og Johnston sem innflytjendur frá Noregi og Sviþjóð.
Ég reyndi að finna hana í kirkjugörðum en gafst upp þar sem hún gat haft annað/nýtt eftirnafn.
Hún gat hafa farið héðan með kaupskipi til annars lands ss Noreg eða Skotlands og verið þannig skráð sem innflytjandi þaðan.
Foreldrar hennar flytja á Hólanes eftir 1910. Þar deyr Jón faðir hennar við örbyrgð.
í 7. lið hreppsnefndarbók Vindhælishrepps frá 23. nóv. 1915 segir;
„Oddviti lagði fyrir nefndina beiðni frá Jóni Jónssyni Hólanesi þess efnis, að téður Jón beiðist aðstoðar hreppsnefndarinnar í Vindhælishreppi, til þess að geta orðið aðnjótandi læknishjálpar í sjúkrahústilfelli því sem hann nú stríðir við, sem og að nefndin sjái sér fyrir nauðsynlegri matbjörg.
Hreppsnefndin gerði þegar í stað ráðstafanir til þess að læknir yrði sóttur til Jóns, en fól oddvita sínum aðra nauðsynlega framkvæmdir þessa máls“
Þá var Jón í vanskilum við hreppssjóð uppá 4. kr og 60 aura (laun farskólakennara var þá 6 kr. á viku) Bakkakot skuldaði þá sem arðberandi fasteign 600 kr ;)
Hafi hún farið 1912 frá Blönduósi þá hefur það verið í fylgd með Rut Magnúsdóttur móðursystur Magnúsar Stefánssonar kaupmanns frá Flögu. Hún hafði farið vestur 1883. Er hér í mt 1910. Gæti verið sú sem kemur til Quebec í september 1912. Við nánari skoðun er það ólíklegt þar sem sú ferðast líklega með Önnu systur sinni sem er þá 36 ára en aldurs ekki getið á Rut sagðar vera Norskar.
Úr Vindhælishreppi fór engin tímabilið 1904-1914
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Teitný Jóhannesdóttir 21. okt. 1880 - 19. maí 1953. Húsfreyja á Ósi Blönduósi 1940. Var í Holti á Skagaströnd, Vindhælishreppi, A-Hún. 1920. Ráðskona á Litlu-Ásgeirsá, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Hús Jóns Jónssonar (Ós) 1910; Þorfinnshúsi (Sólheimum) 1933. Niðursetningur Þórukoti 1890 og maður hennar 5.5.1901; Jón Jónsson f. 16. ágúst 1875 d. 7. des. 1915. Vinnumaður í Vesturhópshólum, síðar húsmaður í Hjaltabakkakoti, Baldurshaga 1910 og síðast á Hólanesi.
Barnsfaðir Teitnýjar; Stefán Þorsteinsson 26. mars 1858 - 29. okt. 1927. Bóndi að Dæli, Víðidalstungusókn, Hún. 1901. Bóndi í Stórhóli í Víðidal, Hún. Húsmaður á Klöpp í Kálfshamarsvík.
Barnsfaðir 2; Sigvaldi Björnsson 5. apríl 1860 - 11. sept. 1931. Verkamaður í Skagastrandarkaupstað 1930. Bóndi á Brandaskarði á Skagaströnd 1901.
Sambýlismaður; Sigurður Þorfinnur Jónatansson f. 5. júlí 1870 Flögu í Hörgárdal, d. 26. júní 1951, Sólheimar, Þorfinnshúsi 1933.
Alsystkini hennar;
1) Haraldur Jónsson 20. feb. 1907 - 8. des. 1981. Daglaunamaður á Hvammstanga 1930. Var á Efri Jaðri, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. F.28.2.1907 skv. kb. Kona hans; Kristín Indriðadóttir 16. júlí 1906 - 25. okt. 1987. Hvammstanga og Efra-Jaðri.
2) Ragnheiður Jónsdóttir 20. feb. 1907 - 13. okt. 1994. Húsfreyja á Sigríðarstöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Bergsstöðum, Höfðahr., A-Hún. 1957. F.28.2.1907 skv. kb. Maki; Björn Jóhannesson 23. sept. 1906 - 5. nóv. 1993. Bóndi á Sigríðarstöðum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Bergsstöðum, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Stokkseyrarhreppi.
3) Helga Sigríður Jónsdóttir 24.5.1908 - 1914.
4) Laufey Sigurrós Jónsdóttir 25. apríl 1911 - 23. júlí 1981. Lausakona í Flögu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Maður hennar; Guðmann Valdimarsson 2. apríl 1906 - 5. júní 1988. Bóndi í Bakkakoti, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún.
Systkini sammæðra;
5) Ásta Stefánsdóttir 25. ágúst 1912 - 6. jan. 1965. Vinnukona á Hörpustöðum, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Maður hennar; Bjarni Maríus Einarsson 17. nóv. 1913 - 22. feb. 1965. Var á Laugavegi 70 b, Reykjavík 1930. Leigubifreiðarstjóri í Reykjavík 1945.
6) Guðmundur Halldór Stefánsson 25. júlí 1915 - 10. apríl 1972. Bóndi á Stóru-Seylu á Langholti. Kona hans; Ingibjörg Salóme Björnsdóttir 16. okt. 1917 - 2. feb. 2012. Var á Stóru-Seilu, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Húsfreyja á Seylu og síðar starfsstúlka á Kristneshæli í Eyjafirði. Síðast bús. á Sauðárkróki.
7) Ólína Anna Sigvaldadóttir 20. júní 1919 - 2. apríl 1954. Var á Litlu-Ásgeirsá, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Öryrki á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Ógift.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Álfheiður Jenný Jónsdóttir (1901-1975) frá Ósi á Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Álfheiður Jenný Jónsdóttir (1901-1975) frá Ósi á Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Álfheiður Jenný Jónsdóttir (1901-1975) frá Ósi á Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 15.5.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Athugasemdir um breytingar
talin hafa dáið 1975