Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Álfaborg Borgarfirði eystra
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(874) -
Saga
Álfaborg rétt hjá þorpinu Bakkagerði í Borgarfirði Eystri er heimkynni drottningar álfanna á Íslandi. Margar sögur fara af kynnum álfa og heimamanna. Margir staðir eru líka tengdir sögnum um samskipti álfa og manna, s.s. Kirkjusteinn sem er kirkja álfanna í Borgarfirði eystri.
Staðir
Álfaborg er klettaborg á Borgarfirði eystra, rétt innan við þorpið Bakkagerði, fyrir miðjum botni víkurinnar. Fjörðurinn er kenndur við borgina, sem var friðlýst sem fólkvangur árið 1976.[1]
Mikil huldufólkstrú er tengd Álfaborg og er sagt að þar búi álfadrottning Íslands. Álfabyggðir eru sagðar vera víða við Borgarfjörð og nágrenni og var kirkja álfanna að sögn í Kirkjusteini á Kækjudal, inn af Borgarfirði.
Göngustígur liggur upp á Álfaborg og þar er hringsjá sem sýnir allan fjallahringinn umhverfis Borgarfjörð. Við borgina er tjaldstæði.
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Álfaborg heitir klettur mikill, líkur herborg, semstendur á sléttum mýrum fyrir miðjum botni Borgarfjarðar eystri íMúlasýslu. Mun fjörðurinn draga nafn af borg þessari.
Álfaborg var hún kölluð af því að það varalþýðu trú að þar væri höfuðból æðstu álfa og höfðingjahuldufólks á Austurlandi, er var geysimargt. Því trúðu menn einnigað kirkja þessara borgarmanna og sveitunga þeirra væri í steini,mjög líkum húsi að lögun, fremst í þröngum dal sem liggur framaf Borgarfirði og Kækjudalur heitir. Er steinninn nefndur Kirkjusteinnog þóttust menn oft verða þess varir að huldufólk reið þangað.
Jökulsá heitir næsti bær fyrir framanÁlfaborgina, þeim megin Fjarðarár. Einu sinni bjó þar bóndi semhélt vinnukonu þá sem Guðrún hét. Einhvern sunnudag um sumar fóruallir þaðan til kirkju að Desjarmýri nema vinnukonan; hún var einheima. Húsmóðir hennar bað hana að skaka og hirða málnytu (afrakstureinna mjalta) þegar hún væri búin að smala og mjalta féð. Fórsvo fólkið til kirkunnar en stúlkan að smala. Mjólkaði hún svoærnar og hleypti þeim ofan á eyrarnar fyrir neðan bæinn. Eftirþað fór hún að matselda og þegar hún hafði lokið búverkum komhún út á hlað og skyggndist þaðan um, bæði eftir ánum og öðrusem fyrir hana bar. Sér hún þá margt fólk ríða fram eftirgötunum sem liggja neðan við túnið á Jökulsá. Þessir menn vorumargir saman og riðu allir í litklæðum á fjörugum hestum ogfallegum. Hún furðar sig á hve seint þetta fólk fari til kirkju.Allir fóru þeir framhjá bænum nema kona ein; hún reið upp túniðog heim á hlaðið. Þessi kona var göfug ásýndum og sælleg enhnigin á efra aldur. Hún heilsar stúlkunni og segir:
"Gef mér skekna mjólk að drekka stúlka mín."
Stúlkan hljóp inn, fyllti trékönnu með áfum og færði henni enkonan tók við og teygaði. Þegar hún gaf upp spurði vinnukonan:
" Hvað heitið þér?"
En konan svaraði engu og fór aftur að drekka annanteyg. Spyr þá vinnukonan hana aftur sömu spurningar en konan svararenn engu og fer að drekka. Þegar hún hafði drukkið úr könnunni oglagt lokið yfir sér stúlkan að hún fer inn í barm sinn og tekurþaðan fallegan léreftsklút, leggur ofan á könnulokið og færhenni um leið og hún þakkar henni fyrir. þá spyr stúlkan enn íþriðja sinn:"Hvað heitið þér?"
"Borghildur heiti ég, forvitna mín" segirkonan, sló hestinn svipuhögg og reið úr hlaðinu á eftir fólkinuog náði því. En vinnukonan horfði á eftir því og sá þaðseinast til þess að það reið inn hjá gráum steini utan til ísvonefndum Kollutungum. Þar er leiðin inn til Kækjudals.
Leið svo og beið þangað til fólkið kom heim um kvöldið frákirkju. þá sagði vinnukonan frá því sem fyrir sig hafði borið umdaginn og sýndi fólkinu klútinn sem henni var gefinn. Var hann svofallegur að enginn þóttist slíkan séð hafa og er sagt hann hafigengið milli höfðingskvenna á landinu. Reiðfólk það semvinnukonan sá átti að hafa verið huldufólk úr Álfaborginni ogætlað til kirkju í Kirkjusteininn í Kækjudal.
Úr þjóðsögum J.Á. Stytt og orðalagi örlítiðbreytt. Ó.Þ. Álfar og tröll.
STÚLKA GIFTIST Í ÁLFABORGINA
Sú trú er allforn að í svonefndri Álfaborg íBorgarfirði búi huldufólk. Það varð einu sinni á jólahátíðað hjón ein er bjuggu að Jökulsá og áttu mörg börn, fýstust aðfara til Desjarmýrarkirkju með þau. Vinnukona var hjá þeim ung ogfríð sýnum. Eigi er getið um nafn hennar. Hjónin báðu hana veraheima að gæta búsins meðan þau væru við kirkjuna en þangað erlítill spölur. Átti hún einnig að líta til fjárins þar í kring.Nú fara þau öll til kirkjunnar. En stúlkan starfar að búverkum íeldhúsi nokkra stund. Verður henni þá gengið út; sér hún þáað komin er kafaldshríð, mikill vindofsi og snjóburður; húnbregður við hið snarasta og vindur sér útí mokkinn að bjargafénu. En eigi hefur hún lengi gengið áður hún villtist og lendirloks að stórum steini. Er hún þá magnþrota og leggst þar fyrir.Hyggur hún sér þá dauðann vísan. En þá vill svo til að allt íeinu kemur þar fjárhópur nokkur; fer mórauð ær fyrir og eturhorngarðinum í veðrið. Á eftir hópnum kemur ungur maður fríðurog drengilegur. Hvorki þekkir hún manninn eða féð. Þegar kindurnarrunnu framhjá snýr maður þessi sér að stúlkunni og heilsar hennivingjarnlega. Hún tekur því og segir: "Hver ertu og hvar áttuheima?" Sigurður heiti ég og á ég heima hérna í Álfaborginniog skaltu velkomin að fylgja mér þangað því eigi er þérlífvænlegt hér." Hún játti því og spyr hvort margt fólkbúi í borginni. Hann kveður það vera margt og gott í hinum nyrðrahluta en all-blandið og margskonar syðra megin. "Og skaltu eigiláta á þig fá þótt móðir mín verði svipyggld við þig."Hún heitir því. Koma þau nú að syðri hluta borgarinnar. RekurSigurður féð inn í aðrar dyr. Svo tekur hann í hönd stúlkunnarog leiðir hana inn um hinar. Koma þau í herbergi eitt. Er þar fyrirkerling móðir Sigurðar. Þau heilsa henni. Hún tekur eigi undir viðstúlkuna en segir við son sinn þurrlega:
"Hvar fannstu gersemi þessa?" "Hérnahjá Kjóahraunsvaðinu,! Segir hann.
"Hún hefði látist þar hefði ég eigi fundið hana."
Sigurður sest á rúm sitt og bendir stúlkunni að gera það líka.Kerling fer nú ofan og sækir þeim mat. Stúlkan signir þá mat sinn.
"Hvað ertu að krafla og káfa, ólukku kindin?" segirkerling, tekur vönd og ber allt húsið innan með andfælum miklum.Stúlkan svaf hjá Sigurði um nóttina. Um morguninn segir hann:
"Nú er hríðrof og muntu heim fara. En fundiðhefur bóndi fé sitt". Hún kvaðst heim fara,
"en vandlaunað er þér. Skaltú þiggja gimbur mórauða er égá og eru það lítil laun".
"Svo að einu þigg ég hana að þú fylgir sjálf með og farirtil mín í vor því ég ann þér."
"Svo skal vera," segir hún og fer heim.
Segir hún sögu sína en eigi trúlofun. Síðla umveturinn hvarf Mosa hennar og vildi hún eigi láta leita hennar. En umvorið hvarf stúlkan sjálf og sást eigi síðan. En svo segir konaein að Bakka löngu síðar að hún væri gift kona í Álfaborginni.Kvaðst hún hafa setið fjórum sinnum yfir henni í barnsnauð.
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 6.5.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul