Akraneskirkja

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Akraneskirkja

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1896 -

Saga

Yfirsmiður og hönnuður Akraneskirkju var Guðmundur Jakobsson frá Sauðafelli í Dölum. Hann kom á sinni tíð að mörgum kirkjubyggingum hér á landi og var brautryðjandi í þróun nýs byggingarforms íslenskra kirkna.

Akraneskirkja er timburhús, átthyrningur að grunnfleti, 21,40 m að lengd og 9,00 m á breidd. Hornsneiðingar eru 4,50 m að lengd en framhlið og kórbak eru 3,30 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er burstsettur áttstrendur turn með oddbogaglugga á hverri hlið. Á honum er há áttstrend spíra. Undir turni er breiður ferstrendur stallur og á honum flatt þak girt handriði. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tvær gluggaraðir með fimm tvípósta krossgluggum undir oddboga, hver þeirra með 12 rúðum. Stærri 15 rúðu gluggi er á hverri hinna fjögurra sneiðinga og dyr undir glugganum á suðausturhlið. Á framhlið turns eru tveir samlægir gluggar yfir kirkjudyrum og einn stærri yfir þeim. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og gluggi undir oddboga yfir.

Í forkirkju eru stigar til sönglofts yfir forkirkju og fremsta hluta framkirkju og setsvala fram með hliðum. Að framkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og gangur inn af þeim að kór sem hafinn er upp yfir kirkjugólf um fjögur þrep. Þverbekkir eru í framkirkju hvorum megin gangs og á setsvölum. Framkirkjan er þrískipa, stoðir standa á kirkjugólfi og bera setsvalir og oddbogahvelfingu yfir miðhluta framkirkju. Á mörkum framkirkju og kórs eru fjórir oddbogar og undir þeim fjórar stoðir og veggstoð hvorum megin altaris og oddbogahvelfingar yfir. Skrúðhús er að kórbaki sem nemur lengingu kirkjunnar. Veggir eru klæddir sléttum plötum og hvelfingar múrhúðaðar. Kirkjan er skreytt trúarlegum táknmyndum, einkum hvelfingar.

Listakonan, Greta Björnsson, skreytti kirkjuna að innan árið 1966. Altaristaflan, sem er frá 1870, er máluð af Sigurði Guðmundssyni málara. Frummynd af henni er í Dómkirkjunni í Reykjavík. Altarið var smíðað af Ármanni Þórðarsyni sem var fyrsti organisti kirkjunnar. Þetta var sveinsstykki hans í trésmíðanámi. Yfir kirkjuskipinu er fimm arma olíuljósahjálmur sem hinn þjóðkunni athafnamaður, Thor Jensen, gaf kirkjunni þegar hún var vígð. Hjálmurinn er endurgerður af Pétri Jónssyni. Tvær lágmyndir prýða kórveggi Akraneskirkju; afsteypur eftir Bertil Thorvaldsen, gefnar af sr. Jóni M. Guðjónssyni og fjölskyldu hans. Sú stærri nefnist Kristur í Emmaus og sú minni Móðurást. Hinn landskunni listamaður, Ríkarður Jónsson, skar út skírnarfontinn. Skírnarskálin er elsti munur kirkjunnar og má rekja aldur hennar með vissu til ársins 1724. Hún var í gamla skírnarfontinum í Garðakirkju sem kom frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Tvö pípuorgel hafa verið í Akraneskirkju. Hið fyrra, sem var þýskt og 13 radda, var tekið í notkun 1960. Núverandi orgel kom í kirkjuna 1988. Það er 32 radda og smíðað í Danmörku. Fyrir 1960 var notast við fótstigið harmoníum sem nú er varðveitt á Byggðasafninu að Görðum.

Staðir

Akranes

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Jón Andrés Sveinsson (1858-1921) prófastur Görðum (11.9.1858 - 22.5.1921)

Identifier of related entity

HAH05490

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Akranes (1942 -)

Identifier of related entity

HAH00005

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Akranes

er vinur

Akraneskirkja

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00006

Kennimark stofnunar

IS HAH-Kir

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

GPJ 11.2.2019

Tungumál

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir