Sýnir 10412 niðurstöður

Nafnspjald

Rósa Guðnadóttir (1913-2003) Eyjum Kjós

  • HAH07853
  • Einstaklingur
  • 4.4.1913 - 8.12.2003

Rósa Guðnadóttir fæddist í Eyjum í Kjós 4. apríl 1913. Var í Eyjum , Saurbæjarsókn, Kjós. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1938-1939.
Rósa ólst upp í foreldrahúsum í Eyjum í Kjós og gekk í skóla í sveit sinni og vann öll verk sem til féllu á heimilinu.
Hún fór að heiman til Reykjavíkur liðlega tvítug að aldri og vann þar ýmis störf, m.a. á barnaheimilum og sjúkrahúsi Hvítabandsins.
Haustið 1938 fór Rósa í kvennaskólann á Blönduósi og lauk þaðan prófi vorið 1939.
Allt frá þeim tíma bjó hún í Reykjavík og starfaði þar uns heilsa hennar brast á miðjum aldri. Síðustu árin naut hún umönnunar á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 8. desember 2003. Útför Rósu fór fram frá Fossvogskapellu 18.12.2003.og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Sveinbjörg Jóhannsdóttir (1915-1999) Neskaupstað 1930

  • HAH07856
  • Einstaklingur
  • 4.2.1915 - 1.3.1999

Sveinbjörg Þóra Jóhannsdóttir 4.2.1915 - 1.3.1999. Frá Skálholti, Fáskrúðsfirði, Var í Neskaupstað 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Nefnd Sveinbjörg Þórunn við skírn. Kvsk á Blönduósi 1939-1940.
Var jarðsungin frá Aðventkirkjunni þriðjudaginn 9. mars kl. 15.00.

Ingibjörg Einarsdóttir (1926-2012) Sandgerði

  • HAH08065
  • Einstaklingur
  • 26.5.1926 - 24.2.2012

Ingibjörg Einarsdóttir fæddist í Klöpp, Miðneshreppi, 26. maí 1926. Húsfreyja, sjúkraliði og saumakona í Reykjavík.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk, 24. febrúar 2012. Ingibjörg var jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 2. mars 2012, og hófst athöfnin kl. 15.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir (1924-2012) Efri-Harrastöðum,

  • HAH03257
  • Einstaklingur
  • 29.12.1924 - 18.4.2012

Jóhanna Guðbjörg Gunnlaugsdóttir fæddist á Blönduósi 29. desember 1924. Jóhanna ólst upp á heimili foreldra sinna að Efri-Harrastöðum í Skagahreppi.
Hún lést á Landakotsspítala í Reykjavík 18. apríl 2012. Útför Jóhönnu fór fram frá Garðakirkju á Álftanesi 27. apríl 2012, kl. 15.

Guðrún Georgsdóttir (1949-2007) Þorlákshöfn

  • HAH07221
  • Einstaklingur
  • 25.10.1949 - 20.6.2007

Guðrún Georgsdóttir fæddist 25.10.1949 - 20.6.2007. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.
Fæddist á Blönduósi 25. október 1949.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. júní 2007. Útför Guðrúnar var gerð frá Þorlákskirkju 29.6.2007 og hófst athöfnin klukkan 14.

Katrín Eiríksdóttir (1925-2017) frá Saurbæ

  • HAH07219
  • Einstaklingur
  • 2.4.1925 - 15.5.2017

Var í Saurbæ, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kaupmaður og síðar skrifstofustarfsmaður í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum.
Katrín Eiríksdóttir fæddist 2. apríl 1925 að Þórormstungu í Vatnsdal. Katrín ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Katrínu Grímsdóttur og Gísla Jónssyni í Saurbæ í Vatnsdal. Fimmtán ára gömul flutti hún til Reykjavíkur og réði sig í vist þar.
Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. maí 2017. Útför Katrínar fór fram frá Áskirkju 22. maí 2017, og hófst athöfnin kl. 13.

Jakobína Jónsdóttir (1881-1967) Blönduósi

  • HAH05250
  • Einstaklingur
  • 25.8.1881 - 19.12.1967

Ingibjörg Jakobína Jónsdóttir 25.8.1881 - 19.12.1967. Fædd á Neðri-Torfustöðum. Ytri-Reykjum 1890, Húsfreyja á Blönduósi. Var í Sumarliðabæ, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Niðurstöður 9601 to 9700 of 10412