Rósa Guðnadóttir (1913-2003) Eyjum Kjós
- HAH07853
- Einstaklingur
- 4.4.1913 - 8.12.2003
Rósa Guðnadóttir fæddist í Eyjum í Kjós 4. apríl 1913. Var í Eyjum , Saurbæjarsókn, Kjós. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1938-1939.
Rósa ólst upp í foreldrahúsum í Eyjum í Kjós og gekk í skóla í sveit sinni og vann öll verk sem til féllu á heimilinu.
Hún fór að heiman til Reykjavíkur liðlega tvítug að aldri og vann þar ýmis störf, m.a. á barnaheimilum og sjúkrahúsi Hvítabandsins.
Haustið 1938 fór Rósa í kvennaskólann á Blönduósi og lauk þaðan prófi vorið 1939.
Allt frá þeim tíma bjó hún í Reykjavík og starfaði þar uns heilsa hennar brast á miðjum aldri. Síðustu árin naut hún umönnunar á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 8. desember 2003. Útför Rósu fór fram frá Fossvogskapellu 18.12.2003.og hófst athöfnin klukkan 13.30.