Kristín Óskarsdóttir 16. sept. 1920 - 22. ágúst 2015. Var á Kóngsstöðum, Vallasókn, Eyj. 1930. Húsfreyja á Dæli í Skíðadal, Svarfaðardalshreppi. Síðast bús. á Dalvík. Kvsk á Blönduósi 1942-1944
Hún fæddist í Hverhóli í Skíðadal. Kristín ólst upp í Hverhóli til fimm ára aldurs en flutti þá með fjölskyldu sinni á Kóngsstaði í Skíðadal. Hún vann öll almenn sveitastörf á búi foreldra sinna og er hún fullorðnaðist dvaldi hún á ýmsum stöðum í sveitarfélaginu sem aðstoðarstúlka á heimilum. Kristín og Gunnar hófu búskap á Hnjúki í Skíðadal 1944 en fluttu í Dæli 1947. Þau bjuggu í Dæli alla sína búskapartíð þar til þau fluttu til Dalvíkur 2008. Í desember 2014 fluttu þau sig á Dalbæ, Dvalarheimili aldraðra á Dalvík,
Hún lést á Dalbæ, Dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Útförin fór fram frá Dalvíkurkirkju 29. ágúst 2015, kl. 13.30.