Kristín Óskarsdóttir (1920-2015) Dæli

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Kristín Óskarsdóttir (1920-2015) Dæli

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

16.9.1920 - 22.8.2015

History

Kristín Óskarsdóttir 16. sept. 1920 - 22. ágúst 2015. Var á Kóngsstöðum, Vallasókn, Eyj. 1930. Húsfreyja á Dæli í Skíðadal, Svarfaðardalshreppi. Síðast bús. á Dalvík. Kvsk á Blönduósi 1942-1944
Hún fæddist í Hverhóli í Skíðadal. Kristín ólst upp í Hverhóli til fimm ára aldurs en flutti þá með fjölskyldu sinni á Kóngsstaði í Skíðadal. Hún vann öll almenn sveitastörf á búi foreldra sinna og er hún fullorðnaðist dvaldi hún á ýmsum stöðum í sveitarfélaginu sem aðstoðarstúlka á heimilum. Kristín og Gunnar hófu búskap á Hnjúki í Skíðadal 1944 en fluttu í Dæli 1947. Þau bjuggu í Dæli alla sína búskapartíð þar til þau fluttu til Dalvíkur 2008. Í desember 2014 fluttu þau sig á Dalbæ, Dvalarheimili aldraðra á Dalvík,
Hún lést á Dalbæ, Dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Útförin fór fram frá Dalvíkurkirkju 29. ágúst 2015, kl. 13.30.

Places

Hverahóll 1920
Kóngsstaðir 1925
Hnjúkur í Skíðadal 1944
Dæli 1947
Dalvík 2008

Legal status

Kristín fór í Kvennaskólann á Blönduósi 1942 og dvaldi þar við nám í einn vetur. Veturinn eftir var hún ráðin sem aðstoðarstúlka við skólann.

Functions, occupations and activities

Samhliða því að sinna búi og börnum saumaði og prjónaði Kristín mikið á börn sín. Einnig tók hún að sér saumaskap fyrir sveitunga sína því flest lék í höndum hennar og liggur eftir hana mikið af handavinnu sem hún vann að alveg fram á síðasta dag. Einnig prjónaði hún lopapeysur fyrir Handprjónasambandið til margra ára. Þá var Kristín félagi í Kvenfélaginu Tilraun í Svarfaðardal og var virkur meðlimur þar. Síðan voru ófá börnin sem hún tók í sveit á sumrin og tók einnig inn á heimilið þá sem þurftu á skjóli að halda.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar; Óskar Kristinn Júlíusson 8. maí 1892 - 14. jan. 1993. Bóndi og vegaverkstjóri í Hverhóli og á Kóngsstöðum í Skíðadal, Eyj. Vegaverkstjóri í Svarfaðardal. Var í Hverhóli, Vallasókn, Eyj. 1901. Bóndi á Kóngsstöðum, Vallasókn, Eyj. 1930 og kona hans 11.6.1916; Snjólaug Aðalsteinsdóttir 30. okt. 1893 - 27. mars 1980. Húsfreyja á Kóngsstöðum, Vallasókn, Eyj. 1930. Húsfreyja á Kóngsstöðum, Hverhóli og á Dalvík.

Systkini;
1) Aðalsteinn Sveinbjörn Óskarsson f. 16. ágúst 1916, d. 13. febrúar 1999. Bóndi á Ytri-Másstöðum í Skíðadal, Eyj., síðan verslunarmaður á Dalvík. Síðast bús. á Akureyri. Var á Kóngsstöðum, Vallasókn, Eyj. 1930. Kona hans 9.9.1939; Sigurlaug Jóhannsdóttir 3.6.1918 - 4.7.1975. Húsfreyja og saumakona á Ytri-Másstöðum í Skíðadal og á Dalvík. Var í Brekkukoti, Hólasókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Dalvík.
2) Valdemar Óskarsson f. 25. október 1922, d. 1. júní 2003. Var á Kóngsstöðum, Vallasókn, Eyj. 1930. Síðast bús. í Kópavogi. M1, 1.12.1950; Valgerður Marinósdóttir 5. des. 1927 - 18. mars 1963. Húsfreyja á Dalvík og í Reykjavík. Var á Krossum, Stærra-Árskógssókn, Eyj. 1930. M2, 28.7.1984; Gerður Sigurbjörg Þorsteinsdóttir 4.5.1936, Kópavogi
3) Friðrikka Elísabet Óskarsdóttir 25. júní 1925 - 13. mars 2017. Var á Kóngsstöðum, Vallasókn, Eyj. 1930. Maður hennar; Jóhann Björgvin Jónsson 13.7.1914 - 29.2.1988. Húsfreyja á Dalvík og í Reykjavík. Var á Krossum, Stærra-Árskógssókn, Eyj. 1930.
4) Ástdís Lilja Óskarsdóttir 21. janúar 1934. Syðraholti. Maður hennar 10.3.1956; Sigurður Ólafsson 29.7.1916 - 5.10.2005. Bóndi, kennari og söngstjóri í Syðra-Holti. Var á Krosshóli, Vallasókn, Eyj. 1930. Síðast bús. í Svarfaðardalshreppi.
5) Árni Reynir Óskarsson 21. janúar 1934. Verkstjóri Dalvík

Maður hennar 16.9.1945; Gunnar Kristmann Rögnvaldsson 16. sept. 1915 - 25. nóv. 2015. Bóndi í Dæli í Svarfaðardalshreppi, síðar bús. á Dalvík. Gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum.

Börn þeirra;
1) Júlíus Hilmar Gunnarsson f. 16. júlí 1945, d. 4. júní 2014. Bóndi í Dæli í Skíðadal, Eyj. Starfaði síðar við fiskvinnslu, við trésmíðar og fleira.
2) Ragnar Ingvar Gunnarsson f. 10. júní 1949. Sambýliskona Lára Stefánsdóttir.
3) Margrét Berglind Gunnarsdóttir f. 3. desember 1953. Maki Guðmundur Gunnlaugsson. Börn hennar eru Ingibjörg, f. 1973, Sigursteinn, f. 1975, Erla Rebekka, f. 1981, og Gunnar Kristinn, f. 1985.
4) Óskar Snæberg Gunnarsson f. 16. janúar 1959. Maki Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir. Börn hans eru Tómas Ýmir, f. 1984, d. 2006, Íris Björk, f. 1989, og Eyþór Freyr, f. 1994.
5) Friðrika Eygló Gunnarsdóttir f. 21. mars 1962. Maki Kristján Þröstur Daðason. Börn hennar eru Finnbogi Rúnar, f. 1996, og Aðalheiður Kristín, f. 2000.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07895

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 1.12.2022

Language(s)

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places