Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Ytra-Kot í Norðurárdal
Hliðstæð nafnaform
- Þorbrandsstaðir
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1930)
Saga
Jörðin Ytra-kot [Þorbrandsstaðir] er í Landnámsjörð Þorbrandar örreks, eins og fram kemur í Landnámabók: „Þorbrandur ørrek nam upp frá Bólstaðará Silfrastaðahlíð alla og Norðrárdal allan fyrir norðan ok bjó á Þorbrandsstöðum ok lét þar gera eldhús svá mikit, at allir þeir menn, er þeim megin fóru, skyldu þar bera klyfjar í gegnum ok vera öllum matr heimill. Við hann er kennd Ørreksheiðr upp frá Hökustöðum.“
Bæirnir Þorbrandsstaðir og Hökustaðir eru nú nefndir Ytri- og Fremri-Kot og eru um 8,5 og 11 km frá Silfrastöðum inn í Norðurárdal. Nærtækast er að álykta að Örreksheiður sé það sem í dag er kallað Kotaheiði eða Kotaheiðar og er fyrir ofan bæina samsíða dalnum.
Síðustu ábúendur fluttu burt 1952. Jörðin nytjuð frá Fremri-Kotum frá 1954
Þorbrandsstaðir / Neðri- kot / Ytri-Kot. Landnámsbær Þorbrands Örreks. Auk landnámu koma Þorbrandsstaðir fyrir í Sturlungu og í fornbréfi frá 15. öld. Eins og með Hökustaði kemur jörðin kemur ekki fyrir í heimildum eftir siðaskipti en á 17. öld eru í dalnum jörðin Ytri-Kot sem talin er sama jörð. Virðast hafa lagst í eyði eins og Hökustaðir, hugsanlega eftir pláguna síðari 1494, kotanafnið fest við eyðibýlið og haldist eftir að byggt var upp á ný.
Í hnotskurn: Landnámsbær, í eyði frá því um 1600 eða fyrr. Sami staður í byggð á 17. öld þá með nýju nafni, Ytri-Kot. Sami eigandi er að Silfrastöðum og Ytri-Kotum á seinni hluta 19. aldar. Jörðin fer aftur í eyði árið 1954. Í dag er jörðin nýtt frá Fremri-Kotum.
Staðir
Skagafjörður; Norðurfjörður; Þorbrandsstaðir [Ytra-Kot]; Hökustaðir [Fremra-Kot]; Bólstaðará; Silfrastaðir; Silfrastaðahlíð; Ørreksheiðar; Kotaheiði [Kotaheiðar];
Réttindi
Landnámsjörð Þorbrandar örreks,;
Starfssvið
Sturlunga;
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Norl
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 17.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Byggðasaga Skagafjarðar IV. bindi bls.423