Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Vegahnjúkur / Vegaskarð á Möðrudal
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
0
Saga
Hnjúkarnir, sem eru úr móbergi, standa á þráðbeinni gossprungunni og fara mjókkandi til suðurs. Þeir sem sjást á myndinni standa hver á sínu gosopi og verða þannig pýramídalaga, en norðar myndar goshryggurinn samfellu,“ segir Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi ráðherra. Hann er gjörkunnugur þessum slóðum og hefur skrifað mikið um þær, meðal annars í árbókum Ferðafélags Íslands. Möðrudalur fór úr alfaraleið þegar vegurinn um svonefnda Háreksstaðaleið út eftir Jökuldalsheiði komst í gagnið fyrir um 15 árum. Vel sést þó til keilnanna úr fjarlægð frá þjóðvegi 1.
Staðir
Möðrudalsöræfi
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Möðrudalsöræfi eru Egyptaland pýramídanna. Þessi tilfinning greip blaðamann Morgunblaðsins sem var á ferðinni þar nyrðra síðla sumars. Það greip augað að sjá þá fjölmörgu keilulaga hnjúka sem eru til dæmis í kringum kirkjustaðinn Möðrudal. Þeir eru nokkru fyrir norðan Möðrudal og eru á yfir 20 km langri sprungu sem nær frá Lakafjöllum suður í Kjalfell vestur af bænum í Möðrudal. Þarna gaus á síðasta jökulskeiði ísaldar að talið er og þegar jökullinn hvarf stóð eftir þessi formfagra hnjúkaröð. Þá varð og til Víðidalur eins og hann nú lítur út, aðgreindur frá Möðrudal.
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Á heildina litið má kalla keilurnar sem hér eru gerðar að umfjöllunarefni Víðidalsfjöll, en það nafn er þó einkum notað um hrygginn norðan Vegaskarðs, að sögn Hjörleifs. Þeir hnjúkar sem sjást á stóru myndinni hér á síðunni eru Sandfell, Geldingafell og Vegahnjúkur. Nær á myndinni er Tindhóll, en hann er líklega á yngri gossprungu frá ísaldarlokum tengdri Kverkfjalla-gosreininni, sem nær norður á Möðrudalssléttuna. Á litlu myndinni eru, segja kunnugir, Kjólstaðahólar hjá gömlu eyðibýli alllangt suður af Möðrudalsbæ.
Fjallgarðarnir á Möðrudalsöræfum eru hluti af 160-190 km langri hryggjakeðju, sem nær langleiðina frá Vatnajökli norður á Melrakkasléttu og myndar reglulegan boga um 40 km austan við núverandi gosbelti, segir um þetta í Árbók Ferðafélags Íslands 1987 þar sem Hjörleifur fjallar um eyðibyggðir á norðausturhluta landsins. „Þetta eru móbergshryggir sem hvíla á hraunlögum og eru taldir hafa myndast á tveimur jökulskeiðum við eldvirkni á skammlífu gosbelti. Neðri-Fjallgarðamyndunin varð líklega til fyrir 400-600 þúsund árum sem tveir samsíða hryggir frá Álftadalsfjalli í suðri og norður fyrir Langadal. Efri-Fjallgarðamyndunin bættist við fyrir um 180 þúsund árum og er útbreiðsla hennar slitrótt.“
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Fjall
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Hluti
Skráningardagsetning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1569183/