Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Varðskipið Óðinn I
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1926 -
Saga
Svo skulum við lesa "Moggann" 28 nóv 1926:
"Óðinn varðskipið nýja, hefir verið mjög til umræðu meðal almennings síðustu dagana,. Eins og kunnugt er, " Óðinn"byggður í " Flydedokken ", í Kbh Hann kom hingað snemma sumars sl og annaðist strandgæslu. hér við land í sumar og haust. Við strandgæsluna reyndist skipið ekki gott sjóskip, ef nokkuð verulegt var að sjó. Var hann ágjöfull og vildi skera sig niður að aftan, þegar undan var haldið í vondum sjó. Einnig hafði skipinu hlekkst á í haust, er það var að fara inn á Siglufjörð, hafði skipið farið á hliðina og rétti sig ekki strax við. Kolin köstuðust út í aðra hliðina og þurftu hásetar að moka þeim yfir um. Þá réttlist skipið við aftur.Yfirmenn varðskipsins gáfu skýrslu um þetta atvik og staðfestu þá skýrslu fyrir sjórétti nú áður en þeir fóru utan."Óðinn" er ekki fullkomlega afhentur íslensku stjórninni ennþá. í samningnum var reynslutíminn ákveðinn 6 mánuðir, en sá tími er útrunninn 15. des. n.k. Og þar sem álíta verður, að einhverjir gallar séu á skipinu, var ákveðið að það skyldi sendast út áður en reynslutíminn væri útrunninn, og krefjast þess af skipasmíðastöðinni, að gallarnir yrðu Iagfæðir.
Við samningsgerðina var af íslensku stjórnarinnar hálfu lögð rík á hersla á það, að skipið væri gott sjóskip. Hvað að skipinu er, verður ekkert fullyrt ennþá. Sennilega verður fram að fara nákvæm skoðun á skipinu, til þess að hægt sé að sjá fyrir víst, hverjir gallarnir eru. Menn þykjast sjá nokkra galla, eins og þann, að reykháfurinn sé of víður o. fl. galla ofan þilfars, en hvað orsök þess, að skipið er ekki gott sjóskip, verður ekkert fullyrt um að svo stöddu. Ef til vill verður eitthvað að breyta byggingu skipsins til þess að fá þá lagfærða." Óðinn" hefir nú verið sendur til Hafnar, og er kominn þangað, og er erindið það, að fá lagfærða þá galla, sem reynast vera á skipinu. Þess verður krafist af hálfu ísl. stjórnarinnar að skipasmíðastöðin lagfæri þessa galla, og að sjálfsögðu ber þá skipasmíðastöðin allan kostnað er þetta hefir í för með sér. Fari svo, að skipasmíðastöðin vilji ekki lagfæra gallana, vegna þess að hún telji sig ekki eiga sök á þeim, þá er svo ákveðið í samningnum, að gerðardómur skeri úr ágreining Sá gerðardómur er skipaður þrem mönnum og tilnefnir íslenska ríkisstjórnin einn, skipasmíðastöðin annan og velja þeir síðan oddamann.
Verði ekki samkomulag um valið á oddamanninum er svo ákveðið, að aðalmaður Lloyds hins enska í Höfn skuli vera oddamaður. Þannig horfir þá mál þetta við Enn verður ekkert um það sagt hvað lagfæra þarf á skipinu, og því síður Það , hvernig skipasmíðastöðin lítur á málið. En að sjálfsögðu verður haldið fast á þessu máli frá okkar hálfu, og alt sem unt er gert il þess að fá okkar kröfum fullnægt, að öllu leiti. Trúnaðarmenn íslensku stjórnarinnar við samningsgerð og byggingu skipsins voru þeir Ólafur T. Sveinsson vélfræðingur og skipasmíðasérfræðingarnir Brorson & Overgaards i Höfn."
Mér finnst gaman að lesa þess grein. Þeir virðast í fljótu bragði ætla að kenna skipasmíðastöðinni um slæma sjóhæfni skipsins. Hún hefur sennilega teiknað skipið líka. Og ég las líka einhvers staðar að varla hefði sést fram fyrir skipið út af hve brúin var lá og því byggður "kofi" ofan á hana. Skipið var kolakynt og reykti víst heil ósköp þegar verið var á fullri ferð og það aftur á móti aðvaraði veiðiþjófana sem mikið var af á þessum tíma.
Staðir
Réttindi
Óðinn I sem var smíðaður í Danmörku 1925 og kom til landsins 1926 og var fyrsta varðskip íslendinga.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 1.4.2020. Innsetning og skráning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul http://fragtskip.123.is/blog/2012/02/24/600977/