Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Valgerður Frímann (1935-2005)
Hliðstæð nafnaform
- Valgerður Frímann
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
9.12.1935 - 2.1.2005
Saga
Valgerður Frímann fæddist á Akureyri 9. desember 1935.
Valgerður og Karl stofnuðu heimili í Reykjavík vorið 1956 og byggðu sér síðan íbúð í Álfheimum 60, sem þau bjuggu í fram til ársins 1961 en þá fluttu þau til Akureyrar. Fyrstu árin bjuggu þau á efri hæðinni í Hamarstíg 14, hjá foreldrum Valgerðar, en byggðu sér síðan húsið við Suðurbyggð 13 árið 1964 og hafa búið þar síðan.
Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. janúar 2005.
Valgerður var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 11.1.2005 og hófst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Akureyri: Reykjavík 1956:
Réttindi
Gagnfræðingur Akureyri:
Starfssvið
Valgerður fór strax að vinna eftir gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Vann hún m.a. við sauma- og verslunarstörf í fyrirtækinu Feldinum í Reykjavík en eftir að hún fluttist til Akureyrar vann hún á hönnunardeild Sambandsverksmiðjanna og í verslununum Amaro og Vogue.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Guðmundur Frímann Frímannsson 29. júlí 1903 - 14. ágúst 1989. Húsgagnasmiður á Akureyri 1930. Kennari, húsgagnasmíðameistari, bókbindari og rithöfundur á Akureyri, síðast bús. á Akureyri og kona hans; Ragna Sigurlín Jónasdóttir Frímann 15. des. 1911 - 27. mars 1983. Ljósmyndari á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.
Systur hennar;
1) Gunnhildur Frímann, f. 31. maí 1950, sambýlismaður Sverrir Gunnlaugsson, börn þeirra eru Guðmundur Frímann, Sindri og Helga Guðrún,
2) Hrefna Frímann, f. 15. maí 1954, sambýlismaður Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson, börn þeirra eru Máni, Stefán og Tinna.
Maður hennar 27.7.1956; Karl Jörundsson 15. júlí 1934 frá Hrísey.
Börn þeirra;
1) Ragna Frímann, f. 21. febrúar 1959, gift Helga Friðjónssyni, synir þeirra eru Karl og Friðjón;
2) Aldís María, f. 11. desember 1962, gift Vigni Traustasyni, börn þeirra eru Guðmundur Ragnar, Valdís og Hafþór Már;
3) Jórunn, f. 24. ágúst 1967, gift Jónasi Sigurþóri Sigfússyni, börn þeirra eru Sigfús, Ragna Sigurlín og Jörundur;
4) Valgerður, f. 26. apríl 1975, sambýlismaður Kári Magnússon, sonur þeirra er Steinar Logi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 6.10.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði