Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Valgerður Þórmundsdóttir (1905-1989) Langholti í Bæjarsveit
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
21.9.1905 - 25.10.1989
Saga
Valgerður Þórmundsdóttir, lést í Reykjavík 25. október sl. Hvíldin var henni lausn frá þungbærum veikindum, sem höfðu hrjáð hana undanfarin ár. Hún var fædd í Langholti í Bæjarsveit 21. september 1905. Valgerður ólst upp í Langholti í glöðum systkinahóp á mannmörgu sveitaheimili í fögru héraði. Ólöf og Þórmundur vildu undirbúa börn sín sem best fyrir lífsbaráttuna. Fóru Valgerður og systur hennar fleiri til náms í Kvennaskólann á Blönduósi. Kom það nám í góðar þarfir síðar meir.
Valgerður missti mann sinn í maí 1972 og höfðu þau þá verið í farsælu hjónabandi í rétt 40 ár. Sigurbjörn lést á 64. aldursári og var fráfall hans Valgerði mjög þungbært og reyndar öllum, sem til hans þekktu. Hann hafði þá nærfellt í hálfa öld starfað við verksmiðjurnar á Barnónsstíg 2 og látið sig verkalýðsmál miklu skipta.
Staðir
Langholt í Bæjarsveit Borgarfirði: Bær í Bæjarsveit: Reykjavík:
Réttindi
Kvsk á Blönduósi:
Starfssvið
Valgerður var alla tíð félagslynd og starfaði í ýmsum félögum m.a. Borgfirðingafélaginu í Reykjavík, þar sem hún hélt sambandi við gamla sveitunga sína. Einnig var hún virk í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur. Valgerður var einstaklega lagin við allan saumaskap. Oft undraðist ég hve skærin léku í höndum hennar, þegar hún sneið glæsilega kjóla, sem hún saumaði svo af mikilli list. Þá skreytti hún gjarnan með perlum, pífum eða slaufum og bætti gjarnan við hand saumaðri rós, sem henni einni var lagið.
Valgerður var mjög vinnusöm og henni féll sjaldan verk úr hendi. Hún starfaði lengi utan heimilis, lengst hjá Sláturfélagi Suðurlands. Hún var raunsæ og hispurslaus kona og vildi hag hinna vinnandi stétta sem mestan.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Helga Guðbrandsdóttir (1875-1946) og Þórmundur Vigfússon f 26. febrúar 1875 - 19. júlí 1949 Búfræðingur og bóndi í Langholti, síðar Bæ í Bæjarsveit.
Systkini Valgerðar voru:
1) Júlíus Þórmundsson f. 8. júlí 1904 - 8. desember 1982 Bæ, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Bóndi í Bæ í Bæjarsveit og í Laugarbæ.
2) Sigríður Þórmundsdóttir f. 5. september 1906 - 28. júlí 1998 Bæ, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Kjördóttir: Sigurbjörg Eiríksdóttir f. 23.11.1941.
3) Guðbrandur Þórmundsson f. 20. september 1907 - 16. júlí 1974. Smiður í Bæ, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Bóndi og smiður í Nýjabæ í Bæjarsveit.
4) Laufey Þórmundsdóttir f. 4. desember 1908 - 11. desember 1999 Bæ, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Reykholti. Síðast bús. í Reykholti.
5) Sigurbjörg Þórmundsdóttir f. 30. nóvember 1909 - 18. desember 1940 Bæ, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
6) Svanborg Þórmundsdóttir f. 9. desember 1910 - 22. desember 1995 Bæ, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
7) Karl Þórmundsson f 12. desember 1912 - 19. júní 1974 Bæ, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Öryrki á Bæ í Bæjarsveit. Síðast bús. í Andakílshreppi.
8) Þóra Þórmundsdóttir f. 2. apríl 1914. Dó í frumbernsku.
9) Bergur Þórmundsson f. 27. október 1915 - 27. október 1991 Var í Bæ, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Mjólkurfræðingur á Selfossi
10) Ólafur Þórmundsson f. 20. ágúst 1917 - 10. september 2000 Bæ, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Síðast bús. í Andakílshreppi.
11) Þórir Þórmundsson f. 20. ágúst 1917 - 27. september 1918.
12) Halldór Þórmundsson f. 20. ágúst 1917 - 15. ágúst 1969 Bóndi í Bæ II í Bæjarsveit, Borg., var þar 1930. Síðast bús. í Andakílshreppi.
Hinn 26. mars 1932 giftist Valgerður Sigurbirni Lárussyni Knudsen frá Stykkishólmi, f. 12. maí 1908 - 2. maí 1972. Verkamaður á Nönnugötu 10, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Iðnverkamaður og verslunarmaður í Reykjavík.´Foreldrar hans voru Guðríður Eyleifsdóttir f. 9. febrúar 1872 - 8. febrúar 1946. Húsfreyja í Stykkishólmi, Snæf. 1920 og Lárus Michael Knudsen 30. júlí 1871 - 19. júní 1940 Verslunarmaður í Stykkishólmi, síðar verkstjóri í Reykjavík. Drukknaði.
Þau fluttust í hina nýbyggðu verkamannabústaði við Hringbraut og bjuggu þar um árabil. Í stríðslok réðust þau í það stórvirki ásamt fleirum að reisa íbúðarhús við Mávahlíð í Reykjavík. Þar bjuggu þau lengi og síðan ævinlega í Hlíðunum, enda kunni Valgerður vel við sig þar og þekkti marga í hverfinu.
Valgerður missti mann sinn í maí 1972 og höfðu þau þá verið í farsælu hjónabandi í rétt 40 ár.
Áttu þau hjón þrjúbörn. Þau eru:
1) Hulda Sigurbjörnsdóttir Knudsen f. 30. júní 1932 - 25. apríl 2014 Reykjavík 1945. Húsfreyja í Reykjavík og starfaði lengst af í prentsmiðju Morgunblaðsins. Hinn 19. apríl 1952 giftist Hulda Ásgeiri Daníel Einarssyni sölumanni, f. 14. ágúst 1929, d. 23. mars 1973.
2) Unnur Knudsen f. 4. júní 1939 - 10. mars 2015 Reykjavík 1945. Húsfreyja og verslunarstarfsmaður í Reykjavík.
3) Gylfi Knudsen, fæddur 13. nóvember 1944.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 14.8.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl 3.11.1989. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/39472/?item_num=0&searchid=ebbba8033027ed0e2c53720bf737a97b182e2a3e