Valdimar Óskarsson (1922-2003)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Valdimar Óskarsson (1922-2003)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

25.10.1922 - 1.6.2003

History

Valdimar Óskarsson fæddist í Hverhóli í Skíðadal 25. október 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi sunnudaginn 1. júní síðastliðinn. Valdimar ólst upp á Kóngsstöðum í Skíðadal.
Útför Valdimars verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Places

Hverahóll í Svarfaðardal: Kóngsstaðir í Skíðadal: Dalvík: Reykjavík

Legal status

Lauk námi við Gagnfræðaskólann á Akureyri og svo við Verzlunarskóla Íslands þar sem hann tók verzlunarpróf 1948.

Functions, occupations and activities

Hann var skrifstofumaður hjá KEA á Dalvík 1948-49 og starfsmaður hjá Dalvíkurhreppi 1949-1953. Valdimar var ráðinn sveitarstjóri Dalvíkurhrepps 1. janúar 1954 og gegndi því starfi til 1963. Hann rak verslun á Dalvík 1955-61 og stundaði útgerð frá Dalvík. Árið 1964 flutti Valdimar til Reykjavíkur og tók við stöðu framkvæmdastjóra yfirfasteignamatsnefndar í Reykjavík 1964-1972 vegna Aðalmats fasteigna á Íslandi 1970. Árið 1973 stofnaði Valdimar bókhaldsskrifstofu í Reykjavík sem hann rak til ársins 1996 er hann lét af störfum vegna veikinda.
Valdimar hefur gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum: Hann var Umboðsmaður Brunabótafélags Íslands 1959-64, var formaður sóknarnefndar á Dalvík 1954-62, formaður stjórnar Útgerðarfélags Dalvíkinga hf. 1959-64, formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar 1952-56, formaður Ungmennafélagsins Víkverja í Reykjavík frá 1965-73 og formaður Glímusambands Íslands um skeið. Einnig var hann um tíma formaður Samtaka Svarfdælinga í Reykjavík og Eyfirðingafélagsins í Reykjavík.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Óskar Kristinn Júlíusson f. 8.5.1892 – 14.1.1993, bóndi og vegaverkstjóri og kona hans 11.8.1916 Snjólaug Aðalsteinsdóttir 30.10.1893 – 27.3.1980, húsfreyja á Kóngsstöðum í Skíðadal.
Systkini Valdimars eru
Aðalsteinn Sveinbjörn Óskarsson f. 16. ágúst 1916 - 13. febrúar 1999. Bóndi á Ytri-Másstöðum í Skíðadal, Eyj., síðan verslunarmaður á Dalvík. Síðast bús. á Akureyri. Var á Kóngsstöðum, Vallasókn, Eyj. 1930. Kona hans 9.9.1939 Sigurlaug Jóhannsdóttir f. 3. júní 1918 - 4. júlí 1975 Húsfreyja og saumakona á Ytri-Másstöðum í Skíðadal og á Dalvík. Var í Brekkukoti, Hólasókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Dalvík.
Kristín Óskarsdóttirf. 16. september 1920 - 22. ágúst 2015, Kóngsstöðum, Vallasókn, Eyj. 1930. Húsfreyja á Dæli í Skíðadal, Svarfaðardalshreppi. Síðast bús. á Dalvík. Maður hennar var 16.9.1945, Gunnar Kristmann Rögnvaldsson f, 16. september 1915 - 25. nóvember 2015 Bóndi í Dæli í Svarfaðardalshreppi, síðar bús. á Dalvík. Gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum
Friðrikka Elísabet Óskarsdóttir 25. júní 1925 - 13. mars 2017, Kóngsstöðum, Vallasókn, Eyj. 1930. Maður hennar var Jóhann Björgvin Jónsson f. 13. júlí 1914 - 29. febrúar 1988. Sjómaður, bifreiðarstjóri og húsvörður á Dalvík. Síðast bús. á Dalvík.
Ástdís Lilja, f. 21.1.1934, maður hennar 10.3.1956 Sigurður Ólafsson f. 29. júlí 1916 - 5. október 2005. Bóndi, kennari og söngstjóri í Syðra-Holti. Var á Krosshóli, Vallasókn, Eyj. 1930. Síðast bús. í Svarfaðardalshreppi.
Árni Reynir, f. 21.1.1934. Verkstjóri Dalvík.

Valdimar kvæntist 1. desember 1950 Valgerði Marinósdóttur, f. 5.12. 1927, d. 18.3. 1963. Foreldrar hennar voru Marinó Steinn Þorsteinsson f. 28. september 1903 - 4. september 1971. Bóndi og oddviti á Krossum og í Engihlíð, síðast bús. í Árskógshreppi og Guðmunda Ingibjörg Einarsdóttir f. 15. nóvember 1905 - 16. maí 1999. Ljósmóðir, síðast bús. á Akureyri, Engihlíð í Árskógshreppi. Valdimar og Valgerður eignuðust sex börn. Þau eru:
1) Drengur, f. 23.9. 1950, d. 4.10. 1950.
2) Fjóla Bergrós, f. 16.9. 1951, maki Ómar S. Karlsson, f. 4.7. 1949. Þeirra börn a) Valdimar Örn, f. 31.7. 1974, sambýliskona Steinunn Ólöf Hjartardóttir, f. 18.4. 1970. b) Valgerður Ósk, f. 11.10. 1977, sambýlismaður Guðjón Valberg, f. 29.4. 1974 c) Rúnar Þór, f. 14.7. 1982, sambýliskona Ingibjörg Sólveig Oddsdóttir, f. 16.5. 1984.
3) Ingimar Bergsteinn, f. 3.11. 1952, d. 17.11. 1995, maki Bjarnveig Pálsdóttir, f. 6.6. 1954. Börn þeirra eru Jóhann Páll, f. 3.6. 1978, Kristinn Már, f. 19.11. 1981, og Valdís, f. 14.4. 1989.
4) Óskar Bragi, f. 12.3. 1955, maki Jónína Ólafsdóttir, f. 15.12. 1955. Dóttir hans og Brynju Guðmundsdóttur er Harpa B., f. 30.11. 1981. Dóttir Jónínu er Guðný Kjartansdóttir, f. 21.11. 1983.
5) Snjólaug Björk, f. 29.10. 1956, sambýlismaður Jón Hreinsson, f. 14.4. 1948. Dætur hennar og Stefáns Albertssonar eru Guðrún, f. 5.6. 1980, María Björk, f. 10.10. 1985, sambýlismaður Jóhann Kristinsson, f. 14.7. 1981, Vala, f. 12.8. 1987, og Þórey, f. 8.4. 1990.
6) Einar Bjarki, f. 22.5. 1960, sambýliskona Elín Theódórsdóttir, f. 11.10. 1965. Sonur hans og Auðar S. Kristinsdóttur er Yngvi Freyr, f. 19.11. 1983.

Seinni kona Valdimars er Gerður Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, f. 4.5. 1936. Þau giftust 28. júlí 1984. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Elías Þorsteinsson f. 1. febrúar 1889 - 17. apríl 1974. Bóndi og smiður á Hálsi í Svarfaðardal. bóndi og bátasmiður, og Jófríður Þorvaldsdóttir f. 21. september 1893 - 8. september 1974. Húsfreyja á Hálsi í Svarfaðardal, Eyj. Var á Hellu, Stærri-Árskógsókn, Eyj. 1901. Síðast bús. á Dalvík.
Börn Valdimars og Gerðar eru:
7) Aðalsteinn, f. 31.10. 1969, dóttir hans og Ólafar H. Óladóttur er Gerður Dóra, f. 20.9. 1993,
8) Sigurbjörn, f. 20.10. 1972, sambýliskona Jónína Ólafsdóttir, f. 13.12. 1973,
9) Lilja, f. 2.4. 1976.

General context

Relationships area

Related entity

Friðrikka Elísabet Óskarsdóttir (1925-2017) (25.6.1925 - 13.3. 2017)

Identifier of related entity

HAH03470

Category of relationship

family

Type of relationship

Friðrikka Elísabet Óskarsdóttir (1925-2017)

is the sibling of

Valdimar Óskarsson (1922-2003)

Dates of relationship

25.6.1925

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02107

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 9.8.2017

Language(s)

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places