Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Valdimar Jóhannesson (1933-1997) Helguhvammi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
07.06.1933-26.05.1997
Saga
Valdimar Jóhannesson var fæddur í Helguhvammi á Vatnsnesi í V-Hún. 7. júní 1933. Hann varð bráðkvaddur 26. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Guðmundsson, bóndi, f. 30. sept. 1904, og Þorbjörg Marta Baldvinsdóttir, f. 10. nóv. 1897. Þau bjuggu allan sinn búskap í Helguhvammi. Bræður Valdimars eru Guðmundur, f. 4. júní 1934, kvæntur Helgu Magnúsdóttur, og Eggert, f. 31. ágúst 1939, kvæntur Auði Hauksdóttur. Fóstursystir hans er Halldóra Kristinsdóttir, gift Ólafi Þórhallssyni.
Eftirlifandi kona Valdimars er Guðrún Bjarnadóttir frá Hraðastöðum í Mosfellsdal, f. 25. april 1941. Þau eignuðust tvær dætur,
Þorbjörgu, f. 5. júní 1978, og Þuríði, f. 26. maí 1981.
Börn Guðrúnar frá fyrra hjónabandi eru þrjú:
Þorvaldur, f. 20. des. 1965,
Úlfhildur, f. 29. mars 1967, og
Jóhanna, f. 24. maí 1968.
Valdimar átti alla ævi heima í Helguhvammi. Hann ólst þar upp hjá foreldrum sínum og fór ungur að taka þátt í öllum störfum við búskapinn. Á unglingsárum vann hann ýmis störf utan heimilis. Var til dæmis við vertíðarstörf á Akranesi og vann á jarðýtum Búnaðarsambandsins. Starfsvettvangur hans var þó aðallega heima í Helguhvammi. Þar ráku þeir bræðurnir Valdimar og Guðmundur ásamt Jóhannesi föður sínum myndarlegt bú. Guðrún Bjarnadóttir kom að Helguhvammi árið 1976. Jóhannes lét upp úr því búið í hendur sona sinna og byggðu þau Valdimar og Guðrún þá fjótlega annað íbúðarhús á jörðinni. Þar hafa þau búið síðan með fólki sinu.
Fyrir nokkrum árum fór Valdimar að kenna nokkurs sjúkleika og þótti þá sýnt að hann þoldi illa erfiðið við bústörfin. Hætti hann þá búskap en hóf störf hjá Kaupfélaginu á Hvammstanga og þar starfaði hann til dauðadags.
Staðir
Helguhvammur á Vatnsnesi
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
MÞ 22.02.2023
Tungumál
- íslenska