Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Trausti Kristjánsson (1928-1993) Blönduósi
Hliðstæð nafnaform
- Jón Trausti Kristjánsson (1928-1993)
- Jón Trausti Kristjánsson Blönduósi
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.6.1928 - 21.7.1993
Saga
Trausti vann lengst af við akstur bifreiða. Lengi var hann mjólkurpóstur um snjóasæla dali Austur-Húnaþings. Þótti hann oft sýna þar mikinn dugnað og áræði. En síðustu árin sá hann um dreifingu pósts sem verktaki um meginhluta Húnaþings austan Gljúfurár. Snemma þótti Trausti duglegur til allra starfa. Hann fór líka snemma að vinna. Man ég hann sem kornungan dreng fara með póstinn fram á Laxárdal, en Refsstaðir var endastöðin þar. Mér fannst hann vera orðinn fullþroska mjög snemma. Vafalaust flýtir það fyrir andlegum og líkamlegum þroska að þurfa snemma að bera ábyrgð. Trausti vann allt fram að þeim tíma, að hann slasaðist í bílveltu við Bakkasel í september 1987 og lamaðist upp að mitti. Reiðarslag var það fyrir vin minn, Trausta. Lengi var tvísýnt um líf hans eftir þetta mikla slys, en hann hlaut furðu góðan bata og þrótt, svo að hann gat ekið sérhönnuðum bíl um skeið.
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Þar var engin eymd og kröm
úti á lífsins hjarni.
Reyndust honum rausnarsöm
Ragnhildur og Bjarni.
Ævistarfið: ökuför
eftir Húnaþingi
meður póst og mjólkurvör-
ur - maðurinn orkuslyngi.
Hann sér ei til hugartjóns
hraktist einn á vegi.
Starfsöm konan, Stella Jóns,
studdi á nótt sem degi.
Fæddust börn í búið þar;
blómgast náði hagur.
Áfram leið svo ævinnar
annasamur dagur.
Innri uppbygging/ættfræði
Trausti var fæddur á Sjávarborg við Sauðárkrók, en þar voru þá foreldrar hans í húsmennsku. Það voru hjónin Kristján Guðbrandsson, dáinn 1943, um fertugt, og Sigrún Jónsdóttir (f. 1904). Ekki dvöldu þau lengi á Sjávarborg. Heimilið leystist upp síðar og Trausta var komið í fóstur. Hann var heppinn þar, því að hjónin á Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, tóku hann upp á arma sína og ólu hann upp frá fimm ára aldri. Bjarni Óskar Frímannsson, bóndi og oddviti, og Ragnhildur Þórarinsdóttir voru Trausta sem bestu foreldrar. Hann hélt og tryggð við heimilið á Efri-Mýrum alla tíð og fólkið þar við hann.
Ungur kvæntist hann henni Stellu Jóns, sem heitir raunar fullu nafni Anna Guðbjörg Jónsdóttir og er frá Blönduósi, skólasystir mín frá Reykjaskóla. Þeim fæddust fimm börn
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Trausti Kristjánsson (1928-1993) Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Trausti Kristjánsson (1928-1993) Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Trausti Kristjánsson (1928-1993) Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 27.6.2017
Tungumál
- íslenska