Torfhildur Hólm Þorsteinsdóttir (1845-1918) skáldkona Skagaströnd

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Torfhildur Hólm Þorsteinsdóttir (1845-1918) skáldkona Skagaströnd

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

2.2.1845 - 14.11.1918

History

Torfhildur Hólm Þorsteinsdóttir 2.2.1845 - 14.11.1918. Skáldkona á Skagaströnd og víðar. Fór til Vesturheims 1876 frá Höskuldsstöðum, Vindhælishreppi, Hún. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Fékk ritstyrk frá alþingi er hún var komin á efri ár og hélt til æviloka, fyrst íslendinga. Lést úr Spönsku veikinni. Ekkja Skálholtskoti 1890.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Sögulegar skáldsögur
Brynjólfur Sveinsson biskup (kom fyrst út árið 1882)
Elding (Útgefin 1889. Gerist á Landnámsöld, 870-1030)
Jón biskup Vídalín
Jón biskup Arason
Högni og Ingibjörg

Smásögur
Spekingurinn og heimskinginn (Framfari, 1878)
Andvari (Framfari, 1878)
Guð heyrir börnin (Framfari, 1878)
Stjarnan mín (Framfari, 1878)
Seint fyrnist forn ást (Framfari, 1879)
Tárablómið (Framfari, 1879)
Heiðarbærinn (Framfari, 1879)
Týndu hringarnir
Tíbrá

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Þorsteinn Einarsson 1810 - 22. okt. 1871. Var á Ytri-Skógum 1, Skógasókn, Rang. 1816. Aðstoðarprestur á Kálfafellsstað í Suðursveit, Skaft. 1841-1848 og prestur þar frá 1848 til dauðadags og kona hans; Guðríður Torfadóttir 28.1.1805 - 12.5.1879. Var á Breiðabólstað, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1835. Húsfreyja á Kálfafellsstað í Borgarhafnarhreppi.

Systir hennar;
1) Ragnhildur Þorsteinsdóttir 6.6.1842 - 20.3.1910. Var á Kálfafellsstað, Kálfafellsstaðarsókn, A-Skaft. 1845. Húsfreyja á Laufásvegi, Reykjavík. 1901. Ekkja 1893. Maður hennar 25.5.1872; Eggert Ólafsson Briem 5.7.1840 - 9.3.1893. Prestur og fræðimaður á Höskuldsstöðum á Skagaströnd. Var í Grund, Grundarsókn, Eyj. 1845. Aðstoðarprestur á Hofi í Álftafirði 1858-1871. Aðstoðarprestur í Djúpavogi, Hálssókn í Hamarsfirði, S-Múl. 1870. Prestur á Höskuldsstöðum á Skagaströnd. 1871-1890.

Maður hennar 29.6.1873: Jakob Friðrik Hólm [Jakob Frederik Holm] 15.1.1839 - 1875. Var í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1845. Var á Hofsósi, Hofssókn, Skag. 1860. Verslunarþjónn í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Barnlaus

Barn hennar skv manntali 1890, hlýtur að vera ruglingur eina með þessu nafni fætt í Undirfellssókn á þessum tíma er sú sem síðar varð elsti íslendingurinn;
Halldóra Bjarnadóttir 1873 fædd í Undirfellssókn

General context

Torfhildur fæddist á Kálfafellsstað í Skaftafellsýslu 2. febrúar 1845. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Einarson prestur og Guðríður Torfadóttir. Torfhildur lagði stund á ensku og hannyrðanám í Reykjavík. Hún giftist Jakobi Hólm verslunarstjóra á Hólanesi nyrðra en varð ung ekkja því maður hennar lést eftir eins árs hjónaband. Torfhildur flutti til Vesturheims árið 1876 og fyrstu smásögur hennar birtust árið 1878 í vestur-íslenska blaðinu Framfara.
Torfhildur kom aftur til Íslands árið 1889. Alþingi ákvað að veita henni skáldalaun 500 krónur á ári. Torfhildur var fyrsti Íslendingurinn til að fá listamannalaun. Torfhildur gaf út bókmenntatímaritið Draupnir á árunum 1891 til 1908 og tímaritið Dvöl á árunum 1901 til 1917.

Verk Torhildar voru vinsæl meðal almennings en síður meðal gagnrýnenda. Sjá má áhrif frá Torfhildi í verkum Halldórs Laxness Íslandsklukkunni og fyrsta skáldsaga Halldórs var að hans eigin sögn verkið Afturelding sem dregur nafn sitt frá skáldsögu Torfhildar Eldingu. Ein sögupersóna Halldórs ber nafnið Garðar Hólm.

Soffía Auður Birgisdóttir taldi hana vera „brautryðjanda á sínu sviði“ og að hún „hikaði ekki við það að fara inn á „svið karlmanna““. Einnig taldi hún verk hennar vera aðalega siðferðislegs eðlis, og Torfhildur virðist hafa frekar reynt að bæta siðferði og trúarlíf Íslendinga en að koma fram róttækum hugmyndum kvenfrelsis.

Relationships area

Related entity

Höskuldsstaðir Vindhælishreppi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00327

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1876

Description of relationship

Fór þaðan vestur um haf

Related entity

Ragnhildur Þorsteinsdóttir (1842-1910) Höskuldsstöðum (6.6.1842 - 20.3.1910)

Identifier of related entity

HAH09199

Category of relationship

family

Type of relationship

Ragnhildur Þorsteinsdóttir (1842-1910) Höskuldsstöðum

is the sibling of

Torfhildur Hólm Þorsteinsdóttir (1845-1918) skáldkona Skagaströnd

Dates of relationship

2.2.1845

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07474

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 15.1.2021

Language(s)

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Íslendingabók

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places