Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Þýskaland
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
843 -
Saga
Sambandslýðveldið Þýskaland (þýska: Bundesrepublik Deutschland; framburður (uppl.)) er að flatarmáli sjöunda stærsta ríki Evrópu og spannar rúmlega 357 þúsund km². Það er að sama skapi næst fjölmennasta land Evrópu með 81,1 milljónir íbúa. Aðeins Rússland er fjölmennara. Höfuðborgin er Berlín. Þýskaland var áður fyrr meginhluti Hins heilaga rómverska keisaradæmis sem myndaðist við skiptingu hins mikla Frankaríkis Karlamagnúsar árið 843. Í dag er Þýskaland eitt mesta iðnveldi heims og er efnahagskerfi landsins eitt það stærsta í heimi.
Þýska tungumálið og samkennd meðal Þjóðverja er yfir þúsund ára gömul en sameinað þýskt þjóðríki varð þó ekki til fyrr en með stofnun Þýska keisaradæmisins árið 1871.
Þýskaland rekur uppruna sinn til Verdun-samningsins frá 843 en með honum var Frankaveldi skipt upp í vesturhluta sem varð að Frakklandi nútímans, miðhluta sem tók yfir Norður-Ítalíu, Niðurlönd og fleiri svæði og austurhluta sem myndaði Hið heilaga rómverska keisaradæmi. Það var til í ýmsum myndum allt til 1806 en var þó aldrei meira en mjög laustengt bandalag smá konungsríkja og hafði auk þess fleiri þjóðir en þá þýsku innan sinna vébanda.
Á þessum þúsund árum juku Þjóðverjar mjög við áhrif sín í gegnum kaþólsku kirkjuna, Norður-krossferðirnar og Hansasambandið.
Talið er að rekja megi uppruna germanskra þjóðflokka til bronsaldar Norður-Evrópu (um 1800 – 600 f.Kr.) eða í síðasta lagi til járnaldar Norður-Evrópu (5. öld – 1. öld f.Kr.) Þjóðflokkarnir breiddust út til suðurs, austurs og vesturs frá suðurhluta Skandinavíu og norðurhluta Þýskalands á 1. öld f.Kr. og komust þá í kynni við keltneska þjóðflokka í Gallíu og íranska og slavneska þjóðflokka í Austur-Evrópu. Lítið er vitað um sögu germanskra þjóðflokka á þessum tíma, nema hvað varðar samskipti þeirra við Rómverja auk þekktra fornleifa.[1]
Í valdatíð Ágústusar hófu Rómverjar, undir forystu rómverska herforingjans Publiusar Quinctiliusar Varusar, að ráðast inn á landsvæði Germana. Á þessum tíma kynntust Germanar herstjórnarlist Rómverja. Árið 9 e.Kr. gereyddu Germanar, undir forystu Arminiusar (Hermans), þremur rómverskum herdeildum Varusar í orrustunni um Teutoburgs-skóg. Þar með héldust landsvæði Germana allt að Rín og Dóná utan Rómaveldis. Um 100 e.Kr., þegar rit Tacitusar Germanía var samið, höfðu Germanar komið sér fyrir meðfram Rín og Dóná og réðu nú að mestu leyti yfir því svæði sem Þýskaland nær yfir nú á dögum.
Á 3. öld óx ýmsum vestur-germönskum þjóðflokkum eins og Alamönnum, Frönkum, Söxum og fleirum ásmegin.
Talið er að rekja megi uppruna germanskra þjóðflokka til bronsaldar Norður-Evrópu (um 1800 – 600 f.Kr.) eða í síðasta lagi til járnaldar Norður-Evrópu (5. öld – 1. öld f.Kr.) Þjóðflokkarnir breiddust út til suðurs, austurs og vesturs frá suðurhluta Skandinavíu og norðurhluta Þýskalands á 1. öld f.Kr. og komust þá í kynni við keltneska þjóðflokka í Gallíu og íranska og slavneska þjóðflokka í Austur-Evrópu. Lítið er vitað um sögu germanskra þjóðflokka á þessum tíma, nema hvað varðar samskipti þeirra við Rómverja auk þekktra fornleifa.[1]
Í valdatíð Ágústusar hófu Rómverjar, undir forystu rómverska herforingjans Publiusar Quinctiliusar Varusar, að ráðast inn á landsvæði Germana. Á þessum tíma kynntust Germanar herstjórnarlist Rómverja. Árið 9 e.Kr. gereyddu Germanar, undir forystu Arminiusar (Hermans), þremur rómverskum herdeildum Varusar í orrustunni um Teutoburgs-skóg. Þar með héldust landsvæði Germana allt að Rín og Dóná utan Rómaveldis. Um 100 e.Kr., þegar rit Tacitusar Germanía var samið, höfðu Germanar komið sér fyrir meðfram Rín og Dóná og réðu nú að mestu leyti yfir því svæði sem Þýskaland nær yfir nú á dögum.
Á 3. öld óx ýmsum vestur-germönskum þjóðflokkum eins og Alamönnum, Frönkum, Söxum og fleirum ásmegin.
Staðir
Þýskaland liggur í Mið-Evrópu og nær frá Ölpunum í suðri til stranda Norðursjávar og Eystrasalts í norðri. Nágrannalönd Þýskalands eru níu talsins: Danmörk í norðri, Pólland og Tékkland í austri, Austurríki og Sviss í suðri ásamt Frakklandi, Lúxemborg, Belgíu og Hollandi í vestri.
Réttindi
Starfssvið
Þýskaland er stærsta hagkerfi í Evrópu og fjórða stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum, Alþýðulýðveldinu Kína og Japan. [2] Það er sjötta öflugasta hagkerfi heims miðað við kaupmátt.[3] Útflutningsvörur eru ein meginstoð þýska hagkerfisins. Þýskaland er annað mesta útflutningsland heims en útflutningtekjur þess námu 1.337 milljörðum dollara árið 2010.[4] Einungis Alþýðulýðveldið Kína flytur meira út heldur en Þýskaland. Stærstur hluti útflutningsvara eru bifreiðar, vélar og efni. Þýskaland er stærsti framleiðandi vindhverfla í heimi.
Stærstu fyrirtæki landsins eru Volkswagen AG, Daimler AG, Siemens AG, E.ON AG, Metro AG, Deutsche Post AG, Deutsche Telekom AG, BASF SE, BMW AG og ThyssenKrupp AG.
Lagaheimild
Hugtakið Þýskt kemur fyrst fram í lok 11. aldar í Annokvæði sem Diutischemi lande, Diutsche lant, Diutischimo lante (þýsk lönd) fyrir Austurfrankaríki þar sem germönsku mælandi þjóðflokkar bjuggu, til aðgreiningar frá Vesturfrankaríki, þar sem talað voru fornfranskar mállýskur. Orðið Deutsch er dregið af fhþ. diutisc af diot sbr. got. þiuda „þjóð“, þ.e. „tengd þjóðinni, alþýðunni“ og á við um tungumál. Orðið breyttist í tysk á dönsku, þýskt á íslensku, og tedesco á ítölsku.
Þýskaland var lengi vel eingöngu mállandafræðilegt hugtak sem átti við stærra landsvæði en núverandi Þýskaland (Belgía, Holland [sjá enska heitið „dutch“], Sviss, Liechtenstein, Luxemburg, Austurríki, Suðurtírol/Alto Adige á Ítalíu, Elsass í Frakklandi) á meðan ríkið var kallað Hið heilaga rómverska keisaradæmi síðan á 12. öld. Þetta nafn, með nafnbót „þýsks þjóðernis“ var notað fram til ársins 1806. Fyrst eftir byltingu 1919 heitir ríkið opinberlega „Þýskaland“.
Enska heitið Germany og það rússneska og ítalska Germania er dregið af orðinu Germania en því nafni nefndu Rómverjar landið handan eigin ríkis, norðan við Dóná og austar Rínarfljót. Franska heitið Allemagne (svipað á spænsku, portúgölsku, arabísku, tyrknesku) er dregið af orðinu Alemanni sem er heiti á germönskum þjóðflokki sem bjó við frönsku landamærin við Rínarfljót. Slavneskar þjóðir, Ungverjar og Rúmenar nota nafn af rótinni nemez sem þýðir mállaus, sem sagt talar ekki (okkar) tungumál en slava þýðir upphaflega orð.
Athyglisvert er að nafn fyrir landið (Þýskaland) og heiti þjóðar (Þjóðverjar) eru stundum dregin af mismunandi stofnum, m.a. á íslensku, hins vegar er Þýskaland kallað Þjóðverjaland í gömlum íslenskum bókum. Á ítölsku er talað um Germania en Tedeschi um Þjóðverja.
Innri uppbygging/ættfræði
Þýskaland er samband 16 sambandsríkja sem kallast á þýsku Länder (eintala: Land) eða óformlega Bundesländer (eintala: Bundesland). Sambandsríkin hafa mikið sjálfstæði og er öllum stjórnað skv. þingræði af þingkosinni ríkisstjórn (Landesregierung, Staatsregierung eða Senat) undir forsæti forsætisráðherra (Ministerpräsident, Regierender Bürgermeister eða Präsident des Senats). Þing Länder (Landtag, Abgeordnetenhaus eða Bürgerschaft) eru kosin til fimm ára í öllum ríkjum nema Brímum. Kjörtímabil hafa verið lengd úr fjórum í fimm ár á árunum kringum þúsaldamót. Stjórn hvers sambandsríkis sendir 3-6 fulltrúa eftir íbúafjölda á sambandsráðinu (Bundesrat), en það er fulltrúaráð sem er sambærilegt öldungadeildum sumra þjóðþinga.
Almennt samhengi
Þýska tungumálið og samkennd meðal Þjóðverja er yfir þúsund ára gömul en sameinað þýskt þjóðríki varð þó ekki til fyrr en með stofnun Þýska keisaradæmisins árið 1871.
Þýskaland rekur uppruna sinn til Verdun-samningsins frá 843 en með honum var Frankaveldi skipt upp í vesturhluta sem varð að Frakklandi nútímans, miðhluta sem tók yfir Norður-Ítalíu, Niðurlönd og fleiri svæði og austurhluta sem myndaði Hið heilaga rómverska keisaradæmi. Það var til í ýmsum myndum allt til 1806 en var þó aldrei meira en mjög laustengt bandalag smá konungsríkja og hafði auk þess fleiri þjóðir en þá þýsku innan sinna vébanda.
Á þessum þúsund árum juku Þjóðverjar mjög við áhrif sín í gegnum kaþólsku kirkjuna, Norður-krossferðirnar og Hansasambandið.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 6.5.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9E%C3%BDskaland