Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Þorvaldur Sæmundsson (1918-2007) kennari Vestmannaeyjum
Hliðstæð nafnaform
- Þorvaldur Sæmundsson kennari Vestmannaeyjum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
20.9.1918 - 12.7.2007
Saga
Þorvaldur fæddist á Stokkseyri í Árnessýslu 20. september 1918 . Hann lést á Landspítalanum 12. júlí 2007.
Var í Baldurshaga, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1930. Kennari í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík.
Útför Þorvalds var gerð frá Háteigskirkju í Reykjavík 23.7.2007 og hófst athöfnin klukkan 15.
Staðir
Stokkseyri; Baldurshagi Gaulverjabæjarsókn; Vestmannaeyjar; Reykjavík:
Réttindi
Þorvaldur gekk í Barnaskóla Stokkseyrar. Árið 1935 fluttist hann með foreldrum sínum til Vestmannaeyja. Síðan nam hann við Kennaraskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1942
Starfssvið
Sem unglingur vann hann ýmis störf, m.a. í vegavinnu. Eftir að til Eyja kom gerðist hann háseti á bátum á vetrarvertíðum og einnig á síldveiðum fyrir Norðurlandi á sumrum. Hann hóf kennslustörf 1942 við Barnaskólann í Vestmannaeyjum og var þar til ársins 1965. Hann var stundakennari við Iðnskólann frá 1942 og skólastjóri 1959-1965, bæjarfulltrúi 1946-1950 og í skólanefnd Barnaskólans og Gagnfræðaskólans og byggingarnefnd þess síðarnefnda 1946-1950. Þorvaldur var fræðsluráðsmaður 1950-1954 og frá 1958, og í stjórn deildar Norræna félagsins þar frá 1957. Hann fluttist með fjölskyldu sína til Reykjavíkur 1965 og starfaði við Langholtsskólann 1965-1987.
Lagaheimild
Þorvaldur skrifaði margar greinar í blöð og tímarit, svo sem Heima er best og Andvara. Rit eftir hann eru: Grænlandsför mín (D. B. Putnam), þýðing 1945, Hún amma mín það sagði mér, sem hann tók saman og bjó til prentunar 1948, Bernskunnar strönd 1973, Bjartir dagar 1976, Sandkorn við sæ, ljóð 1988, Undir hausthimni, ljóð 1995, og Blóm á berangri, ljóð 2000.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Sæmundur Benidiktsson 6. des. 1879 - 5. sept. 1955. Verkamaður í Baldurshaga, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1930. Verkamaður og sjómaður á Stokkseyri, síðar í Vestmannaeyjum og kona hans; Ástríður Helgadóttir 28. ágúst 1883 - 30. nóv. 1970. Húsfreyja í Baldurshaga, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1930. Húsfreyja ,síðast bús. í Reykjavík.
Systkini hans;
1) Benedikt Elías Sæmundsson 7. okt. 1907 - 3. okt. 2005. Sjómaður og vélstjóri, síðast bús. á Akureyri. Sjómaður í Baldurshaga, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1930. Benedikt Elías kvæntist 2. nóv. 1946 Rebekku Jónsdóttur, f. á Rútsstöðum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 30. mars 1914, d. 14. apríl 2005. Foreldrar hennar voru Jón Samsonarson, bóndi og síðar húsasmíðameistari á Akureyri, f. á Hvanneyri í Siglufirði 4. okt. 1870, d. 27. feb. 1962, og k. h. Valgerður Sigurðardóttir, f. á Sámsstöðum í Öngulsstaðahreppi 27. sept. 1883, d. 8. júlí. 1932.
2) Guðrún Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 19.2. 1909, d. 24.4. 1993. Fósturbarn í Útgörðum I, Stokkseyrarsókn, Árn. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Anna Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 21.2. 1909, d. 26.3. 1998; Húsfreyja á Baldursgötu 11, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Ástmundur Sæmundsson 23. okt. 1910 - 28. júlí 1985. Verkamaður í Baldurshaga, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1930. Bóndi að Eystri-Grund í Stokkseyrarhreppi.
5) Helgi Sæmundsson 17. júlí 1920 - 18. feb. 2004. Rithöfundur. Var í Baldurshaga, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1930. Kona hans 23. október 1943; Valný Bárðardóttir, f. 24. október 1917. Valný er dóttir Guðlaugar Pétursdóttur, húsmóður, f. 13.8. 1895, d. 16.2. 1986, og Bárðar Jónassonar, sjómanns, f. 13.6. 1894, d. 25.7. 1964.
Ástbjartur Sæmundsson 7. feb. 1926. Var í Baldurshaga, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1930.
Kona Þorvaldar 6.11.1948; Jakobína Jónsdóttir 4. nóv. 1919 - 14. feb. 2009. Var á Sunnuhvoli, Flatey, Flateyjarsókn, A-Barð. 1930. Kennari og húsfreyja í Vestmannaeyjum og síðar Reykjavík.
Börn þeirra;
1) Jón tæknifræðingur, f. 30.7. 1949, kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur, f. 11.11. 1950, þau eiga fjögur börn, Ástríði, Jón Ragnar, Kristínu Þóru og Þorvald, og eitt barnabarn.
2) Baldur Þór verkfræðingur, f. 6.6. 1951.
3) Katrín kennari, f. 11.8. 1952. Hún á fimm börn, Jóhönnu Júlíu, Margréti Rósu og Þorvald Jakob Jochumsbörn, svo og Hildigunni og Gunnhildi Helgu Steinþórsdætur, og þrjú barnabörn.
4) Ingibjörg Rósa matvælafræðingur, f. 15.7. 1963.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er vinur
Þorvaldur Sæmundsson (1918-2007) kennari Vestmannaeyjum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er vinur
Þorvaldur Sæmundsson (1918-2007) kennari Vestmannaeyjum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 6.9.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
__orvaldur_Smundsson1918-2007__kennari_Vestmannaeyjum.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg