Þorkell Kr. Fjeldsted (1947-2014) Ferjukoti

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Þorkell Kr. Fjeldsted (1947-2014) Ferjukoti

Hliðstæð nafnaform

  • Þorkell Kristjánsson Fjeldsted Ferjukoti
  • Þorkell Fjeldsted Ferjukoti

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

28.8.1947 - 18.11.2014

Saga

Þorkell Fjeldsted, Ferjukoti, fæddist 28. ágúst 1947. Búfræðingur og bóndi í Ferjukoti í Borgarhreppi. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum.
Þorkell bjó alla tíð í Ferjukoti og tók snemma virkan þátt í búskap og laxveiði ásamt foreldrum og systkinum og átti það hug hans allan.
Þorkell og Heba hófu saman búskap í Ferjukoti 1971. Hann lést 18. nóvember 2014 á sjúkrahúsinu á Akranesi.
Útför Þorkels fór fram í Borgarneskirkju 29. nóvember 2014, klukkan 11.

Staðir

Ferjukot:

Réttindi

Þorkell stundaði nám við héraðskólann á Reykjum og þaðan lá leiðin í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist hann þaðan sem búfræðingur.

Starfssvið

Þorkell var mikill áhugamaður um íþróttir og stundaði frjálsíþróttir á yngri árum og keppti fyrir hönd UMSB á nokkrum mótum.
Þorkell var virkur í félagsmálum og sat í mörgum nefndum, þar á meðal í hreppsnefnd Borgarhrepps, formaður skólanefndar í Varmalandi og í stjórn veiðifélags Norðurár í 26 ár. Þorkell var frumkvöðull í hugsun, hann seldi beint frá býli áður en hugtakið var fundið upp, stofnaði laxveiði og sögusafnið í Ferjukoti og fann upp fjósalykt á flösku sem naut mikilla vinsælda.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru hjónin Kristján Fjeldsted, f. 17.12. 1914, d. 30.1. 1991, og Þórdís Fjeldsted, f. 5.12. 1917, d. 14.3. 2011.

Systkini Þorkels eru Sigurður Fjeldsted, f. 1941. Maki Thom Lomain, f. 1962. Guðrún Fjeldsted, f. 1952, maki Þorsteinn Guðlaugsson, f. 1952, d. 2005. Sambýlismaður Guðrúnar er Guðmundur Finnsson, f. 1950.
Þorkell kvæntist 6.11. 1971 Hebu Magnúsdóttur, f. 1.12. 1951. Heba er dóttir hjónanna Valdísar Björgvinsdóttur, f. 1935, og Magnúsar Péturssonar, f. 1937, d. 2013.

Börn Þorkels eru
1) Kristján Fjeldsted, f. 1972, d. 1991.
2) Magnús Fjeldsted, f. 1973, maki Margrét Ástrós Helgadóttir, f. 1973, þeirra börn eru Heba Rós, f. 2000. Óliver Kristján, f. 2001, María Sól, f. 2009.
3) Heiða Dís Fjeldsted, f. 1979, sambýlismaður Þórður Sigurðsson, f. 1976, barn þeirra Kristján, f. 2013, börn Þórðar, Þórunn Birta, f. 2001, Þóra Sóldís, f. 2008, og Þorsteinn Logi, f. 2008.
4) Elísabet Fjeldsted, f. 1985, sambýlismaður Axel Freyr Eiríksson, f. 1984, synir þeirra eru Þorkell, f. 2011, og Daníel, f. 2014.
5) Björgvin Fjeldsted, f. 1989.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05019

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 30.8.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir