Þorgils Þorgilsson (1885-1965) Vestmannaeyjum

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Þorgils Þorgilsson (1885-1965) Vestmannaeyjum

Hliðstæð nafnaform

  • Þorgils Guðni Þorgilsson (1885-1965) Vestmannaeyjum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

2.12.1885 - 30.12.1965

Saga

Þorgils Guðni Þorgilsson 2. des. 1885 - 30. des. 1965. Vinnumaður í Hafnanesi, Nesjahr., A-Skaft. 1910. Verzlunarmaður á Kirkjuvegi 41, Vestmannaeyjum 1930. Skrifstofumaður og verslunarmaður í Vestmannaeyjum.
Ólst upp hjá Sigurði Jónssyni og konu hans Sigríði Runólfsdóttur á Svínafelli og síðar Runólfi syni þeirra á Hömrum.
Þar varð hann fyrir slysi, sem hann fékk aldrei bætt. Sumarið 1911 (22. júlí) féll Þorgils af hestbaki og lamaðist þá vinstri handleggur hans svo, að engin lækning gat bætt þann skaða. Taugar slitnuðu í aflvöðva handleggsins. Síðan hefur vinstri höndin verið honum ónýt með öllu.

Staðir

Í Hvítárbakkaskólanum glæddist Þorgils Þorgilssyni vilji til frekara náms og afréð að ganga inn í Kennaraskóla Íslands næsta haust. Í Kennaraskólanum var hann síðan veturinn 1914—15.

Réttindi

farkennari í Nesjum í Hornafirði
Á sumrum stundaði Þorgils þá vegavinnu og lét sinn hlut þar ekki liggja eftir, því að hann stakk snyddu sem hver annar með tvær hendur heilar og hlóð vegbrúnir eins og hinir og ekki síður. Fjórða sumarið við vegavinnuna gerði vegamálastjórinn, Geir Zoega, hann að flokksstjóra og síðan að verkstjóra.
Eftir aðeins tveggja mánaða vist í skrifstofu Tangans, réðist Þorgils skrifstofumaður við kaupfélagið Fram og vann þar í 13 ár, eða til ársins 1932. Þá gerðist hann aflestrarmaður hjá Rafveitu Vestmannaeyja. Það starf hafði hann á hendi í 15 ár. Það starf reyndist honum of erfitt, þar sem hann varð á ófáum stöðum að klöngrast upp slæma stiga eða þræða aðra torfarna stigu fyrir hann, einhentan, til þess að ná að lesa af rafmælunum. Góðir og tillitssamir leystu þá Þorgils frá þessu starfi og fólu honum skrifstofustörf hjá Rafveitunni. Skrifstofustarfinu hélt Þorgils til ársins 1960.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Þorgils Guðmundsson 14. des. 1852 - 27. apríl 1900. Var á Fossi, Kirkjubæjarklaustursókn, V-Skaft. 1860. Vinnumaður í Hörgsdal, Prestbakkasókn, V-Skaft. 1880. Kom í Bjarnanessókn 1883. Vinnumaður á Hólum, Bjarnanessókn 1885. Kom frá Hafnanesi að Svínafelli 1889. Bóndi á Svínafelli í Öræfum, Hofshr., A-Skaft. og bm hans; Ástríður Guðmundsdóttir 16. ágúst 1854 - 26. mars 1950. Vinnukona í Árnanesi, Bjarnanessókn, A-Skaft. 1890. fór frá Dilksnesi að Kálfafelli 1893. Vinnukona á Reynivöllum , Kálfafellsstaðarsókn, Skaft. 1910.
Kona Þorgils; Guðrún Sigurðardóttir 10. maí 1858 - 2. júní 1922. Var á Svínafelli , Sandfellssókn, Skaft. 1910. Húsfreyja á Svínafelli, síðar húskona í Vík. [dóttir hjónanna í Svínafelli].

Systkini samfeðra;
1) Sigurður Þorgilsson 21. apríl 1890 - 11. apríl 1910. Var á Svínafelli, Sandfellssókn, A-Skaft. 1890. Var á Svínafelli, Sandfellssókn, A-Skaft. 1901.
2) Sigríður Þorgilsdóttir 30. ágúst 1891 - 8. ágúst 1978. Vinnustúlka á Svínafelli , Sandfellssókn, Skaft. 1910. Saumakona á Laugavegi 53 b, Reykjavík 1930. Matselja í Reykjavík 1945.
3) Guðmundur Páll Þorgilsson 23. des. 1895 - 4. des. 1982. Vinnumaður í Skaftafelli , Sandfellssókn, Skaft. 1910. Bílstjóri í Reykjavík 1945.
4) Gunnar Kristinn Þorgilsson 21. nóv. 1898 - 14. júlí 1957. Tökubarn á Svínafelli , Sandfellssókn, Skaft. 1910. Bóndi í Ásum, Grafarsókn, V-Skaft. 1930. Bóndi í Eystri- og Ytri-Ásum í Skaftártungu, V-Skaft. Kjörsonur: Hilmar Hreiðar Gunnarsson f. 13.3.1940.
5) Guðný Þorgerður Þorgilsdóttir 30. apríl 1900 - 31. ágúst 1994. Var á Svínafelli , Sandfellssókn, Skaft. 1910. Húsfreyja í Víkurkauptúni, Víkursókn, V-Skaft. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.

Kona hans 1920; Lára Kristmundsdóttir 18.11.1896 - 23.1.1957. Húsfreyja á Kirkjuvegi 41, Vestmannaeyjum 1930. Húsfreyja í Vestmannaeyjum.

Börn;

  1. Baldur Þorgilsson verslunarmaður, f. 27. febrúar 1921 á Vesturhúsum, d. 1. júní 1985. Kona hans, (skildu), var Rakel Jóhanna Sigurðardóttir.
  2. Ari Þorgilsson vélstjóri, tímavörður, f. 12. júlí 1922 á Vesturhúsum, d. 24. ágúst 1981. Kona hans var Þorbjörg Sveinsdóttir.
  3. Grétar Þorgilsson skipstjóri, f. 19. mars 1926 á Heiði. Kona hans er Þórunn Pálsdóttir.
  4. Jón Þorgilsson vélstjóri, járnsmiður, f. 11. janúar 1931 á Hásteinsvegi 15, d. 19. febrúar 1988. Kona hans var Anna Fríða Stefánsdóttir.
  5. Haukur Þorgilsson loftskeytamaður, viðskiptafræðingur, veitingamaður, athafnamaður, f. 23. maí 1938 á Vesturhúsum, d. 23. maí 2014. Kona hans var Ingunn Helga Sturlaugsdóttir.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04499

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 6.5.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði 6.5.2023
Íslendingabók
Heimaslóð; https://heimaslod.is/index.php/L%C3%A1ra_Kristmundsd%C3%B3ttir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir