Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Þorbergur Kristjánsson (1925-1996) prestur
Hliðstæð nafnaform
- Þorbergur Kristjánsson prestur
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
4.4.1925 - 28.9.1996
Saga
Þorbergur Kristjánsson fæddist í Bolungarvík 4. apríl 1925.
Hann lést hinn 28. september 1996.
Staðir
Bolungarvík; Skútustaðir; Kópavogur:
Réttindi
Þorbergur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1951. Á árunum 1954 1955 stundaði hann framhaldsnám í guðfræði við Háskólann Í Durham á Englandi.
Starfssvið
Prestsþjónustu hóf hann í Mývatnssveit, er hann vígðist til Skútustaðaprestakalls og þjónaði því 1951-1952. Var síðan sóknarprestur í Bolungarvík 1952 1971 og í Digranesprestakalli í Kópavogi 1971-1995. Á Bolungarvíkur árunum þjónaði hann jafnframt Staðarprestakalli í Grunnavík og kenndi við barna og unglingaskólann í Bolungarvík.
Þorbergur sat í stjórn Prestafélags Íslands 1978-1984, formaður um tveggja ára skeið. Hann var kirkjuþingsmaður 1964-1970 og 1976-1990.
Lagaheimild
Rit; Bjarni Eríksson 1958, Halldóra Benediktsdóttir Ísafirði 1969. Ritstjóri Lindarinnar.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Kristján Ólafsson, bóndi á Geirastöðum, f. 17. júní 1887, d. 14. maí 1969 og kona hans Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 3. nóvember 1893, d. 17. júní 1992.
Systir Þorbergs var;
1) Helga Kristjánsdóttir f. 20.2. 1928, d. 11.5. 1937,
Fóstursystkin
2) Ingveldur Kristjana Þórarinsdóttir f. 7. okt. 1920 - 21. maí 2011. Var á Gili, Hólssókn, N-Ís. 1930. Fósturfor: Kristján Ásgeir Ólafsson og Ingveldur Guðmundsdóttir á Gili. Húsfreyja á Geirastöðum, síðast bús.. í Bolungarvík
3) Sveinn Jónsson f. 13.4. 1931.
Kona hans 16.4.1955; Elín Þorgilsdóttir 24. jan. 1932 - 26. apríl 1999. Húsfreyja. Síðast bús. í Kópavogi.
Börn þeirra;
1) sveinbarn f. 13. janúar 1956, lést 13. janúar 1956.
2) Kristján Ásgeir Þorbergsson lögmaður í Reykjavík, f. 30.mars 1957, kvæntur Hrönn Óskarsdóttur. Þau eiga þrjá syni; 1. Róbert Marel, 2. Óskar, 3. Þorberg Ingva.
3) Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarfræðingur í Vík í Mýrdal, f. 26.7. 1959 gift Sigurgeir Má Jenssyni, lækni í Vík, og eiga þau fjögur börn; 1. Harpa Elín Haraldsdóttir, 2. Þorbergur Atli, 3. Margrét Lilja, 4. Ingveldur Anna.
4) Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson lögmaður í Reykjavík, f. 28. desember 1964, kvæntur Helgu Loftsdóttur, lögmanni. Þau eiga 2 börn, tvíburana Elínu Sóleyju og Markús Frey.
5) Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur, f. 17.3. 1971, nú nemi í Kennaraháskóla Íslands.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 30.8.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði https://www.mbl.is/greinasafn/grein/290813/?item_num=1&searchid=7ee528af79ac4034c4c90053d1055aea5f06c9eb
Guðfræðingatal 1847-1976 bls 426.