Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Tómas Bjarnarson (1841-1929) prestur Barði í Fljótum
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
24.11.1841 - 4.4.1929
Saga
Tómas Bjarnarson 24.11.1841 - 4.4.1929. Prestur á Hvanneyri í Siglufirði, Eyj. 1867-1877 og þjónaði þá samhliða Kvíabekk í Ólafsfirði 1874-1876. Síðar prestur á Barði í Fljótum, Skag. 1877-1902. Eftir prestskap var hann bús. á Siglufirði. Ólst upp hjá föðurbróður sínum, Kristjáni Kristjánssyni amtmanni, frá 5 ára aldri. Síðast búsettur á Siglufirði.
Staðir
Réttindi
Stúdent Reykjavík 29.6.1865
Cand Theol prestaskólanum 20.8.1866
Starfssvið
Settur prestur Hvanneyri Siglufirði 11.1.1867, Vígður 12.5.1867, og aftur janúar til apríl 1904.
Veitt Barðsprestakall 29.6.1877, lausn 5.5.1902.
Aukaþjónusta Knappastaðaprestakalli er það var lagt undir Barðsprestakall frá 1881.
Aukaþjónusta í Kvíabekkjar prestakalli veturinn 1910-1911 í forföllum sóknarprests.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Björn Kristjánsson 29. júlí 1804 - 21. mars 1856. Bóndi á Þverá í Dalsmynni. Hreppstjóri á Illugastöðum, Illugastaðasókn, S-Þing. 1845. Umboðsmaður klausturjarða í V-Skaft. Var 22 ára gamall á Illugastöðum er stúlka fannst látin af hnífsstungu í útiskemmu. Almannarómur taldi hann tengdan því, en rannsókn leiddi sjálfsmorð í ljós. Talið er að umtal þetta hafi orðið því valdandi að hann fluttist úr heimabyggð skv. Indriða og kona hans 19.9.1829. Álfheiður Einarsdóttir 2.10.1799 - 12.1.1865. Var í Múla, Múlasókn, Þing. 1801. Var í Rauðuskriðu, Múlasókn, 1816. Var á Illugastöðum, Illugastaðasókn, S-Þing. 1845. Seinni kona Björns Kristjánssonar.
Fyrri maður hennar; Gísli Evertsson Wium 1.3.1763 [12.3.1793] - 25.4.1826. Var á Gunnlaugsstöðum, Hallormsstaðarsókn, Múl. 1801. Stúdent í Garði, Garðskirkjusókn, Þing. 1816. Aðstoðarprestur á Þóroddsstað í Köldukinn frá 1817 til dauðadags en bjó um tíma á Ófeigsstöðum í sömu sveit. Nefndur Ewertsson í Austf.
Sammæðra;
1) Gísli Gíslason Wium 31.1.1824 [30.1.1824] - 1883. Bóndi í Brekkuseli, á Rangá og í Odda á Seyðisfirði. Flutti að Hnefisldal á Jökuldal 1855. „Gleðimaður og skáldmæltur vel“, segir Einar prófastur. Kona hans 4.3.1851; Ingibjörg Snorradóttir 9.5.1831 - 2.5.1903. Húsfreyja í Brekkuseli, á Rangá og í Odda á Seyðisfirði. Var í Tangahúsi, Dvergasteinssókn, N-Múl. 1890.
2) Guðrún Gísladóttir 16.3.1825 - 7.3.1897. Húsfreyja á Ófeigsstöðum, Vatnsenda, Hvarfi og Ingjaldsstöðum. Síðar á Breiðumýri í Reykjadal. „Einstök gæðakona“ segir Indriði. Fósturdóttir Björns Kristjánssonar bróður Jósefs manns hennar.
Alsystkini;
3) Kristján Björnsson 19.6.1830 - 14.11.1837. Var á Þverá í Dalsmynni, Laufássókn, Þing. 1830-37.
4) Halldór Björnsson 7.6.1831 - 20.10.1878. Var á Þverá, Laufássókn, Þing. 1835. Snikkari í Hlíð í Skaftártungu, V-Skaft. Bjó einnig víða í Mýrdal.
5) Jón Kristjánsson 20.11.1832 - 1832.
6) Álfheiður Björnsdóttir 3.11.1835 - 15.12.1890. Húsfreyja á Reykjarhóli í Fljótum, Skag. og víðar. Vinnukona og húskona víða. Var á Illugastöðum, Illugastaðasókn, S-Þing. 1845.
M1, 1856; Jóhann Jóhannesson 1832 - 30.6.1863. Bóndi í Neðribæ í Flatey, S-Þing. og á Granastöðum í Köldukinn. Lærði garðyrkju og „kom upp jarðeplagörðum í flestum hlaðvörpum í Staðarsókn“ í S-Þing. eftir 1850. Drukknaði í sjó við Flatey á Skjálfanda.
Maður Helgu dóttur þeirra var Þórhallur Sigurbjörn Dalmann sonur Dómhildar í Kristófershúsi á Blönduósi.
M2, 4.10.1870; Samson Jónsson 21.6.1839 - 1915. Bóndi og vinnumaður víða í Fljótum, Skag., vinnumaður og húsmaður í Siglufirði og í Köldukinn, S-Þing. Var á Smyrlabergi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1845. Bóndi á Miðhóli í Sléttuhlíð, Skag. 1874-76. Var á Rútsstöðum, Öngulsstaðahr., Eyj. 1915. Samson var „gleðimaður, ef til vill nokkuð drykkfelldur, skemmtinn, hagmæltur vel, en orðhákur og klúryrtur, gat verið stríðinn og hrekkjóttur og sást þá ekki alltaf fyrir“ segir í Skagf.1850-1890 IV.
Barnsfaðir; Olgeir Jónatansson 12.6.1842 - 10.4.1864. Var á Hofi, Flateyjarsókn, S-Þing. 1845. Vinnumaður á Brettingsstöðum á Flateyjardal og í Uppibæ og Niðribæ í Flatey. Drukknaði ásamt níu öðrum á hákarlaskipinu Valdimar „er fórst í hafi úti fyrir Fjörðum. Voru þeir allir á aldrinum 20 til 28 ára, og var Olgeir skipstjóri“ segir Indriði. Nefndur Ölgeir í Skagf.
Kona hans 23.2.1865; Ingibjörg Jafetsdóttir 9.5.1844 - 25.5.1918. Húsfreyja á Hvanneyri í Siglufirði og Barði í Fljótum.
Börn þeirra;
1) Elín Tómasdóttir 18.6.1867 - 28.11.1943. Kennari í Reykjavík. Tökubarn á Geitsskarði, Holtastaðasókn, Hún. 1870. Var í Aðalstræti, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Kennslukona í Bjarka, Seyðisfjarðarkaupstað, N-Múl. 1901. Kennari á Tjarnargötu 24, Reykjavík 1930. Ógift og niðjalaus.
2) Ragnheiður Tómasdóttir 23.9.1868 - 23.3.1962. Húsfreyja á Ysta-Mói í Flókadal, Skag. Húsfreyja á Siglufirði 1930. Maður hennar; Páll Árnason 12.8.1868 - 30.12.1916. Bóndi, hreppstjóri og skipasmiður á Ysta-Mói í Flókadal, Skag.
3) Kristín Tómasdóttir 4.5.1870 - 5.3.1949. Var á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn í Siglufirði, Eyj. 1870. Dóttir þeirra á Barði, Barðssókn, Skag. 1880. Vinnukona á Bíldudalseyri, Otrardalssókn, Barð. 1890. Húskona í Kambakoti á Skagaströnd. Fór til Vesturheims 1900 frá Kambakoti, Vindhælishreppi, Hún. Húsfreyja í Víðir-byggð, Nýja Íslandi. Börn skv. Almanaki auk Friðriku og Ingibjargar Guðrúnar: Óskar, Þórarinn, Edvaldi og Sigurður. Maður hennar; Björn Erlendsson 29.9.1870 - 29.12.1924. Húsmaður í Kambakoti á Skagaströnd. Fór til Vesturheims 1900 frá Kambakoti, Vindhælishreppi, Hún. Settust að í Víðir-byggð, Nýja Íslandi. Björn var hagleiksmaður, hagsýnn og verksýnn og var á meðal bestu búenda Víðirbyggðar.
4) Þorbjörg Tómasdóttir 29.9.1871 - 1.3.1957. Húsfreyja á Höfða og Hamri í Fljótum, Skag., síðar á Siglufirði. Húsfreyja á Hamri 1901. Maður hennar; Gísli Sigurður Gíslason 21.7.1871 - 12.10.1949. Ólst upp hjá Jóni Þorvaldssyni f. 1830, bónda á Hamri í Fljótum og konu hans Halldóru Þorsteinsdóttur f. 1817. Bóndi á Höfða og Hamri í Fljótum, Skag. Bóndi á Hamri 1901.
5) Aðalheiður Tómasdóttir 25.5.1873 - 1947. Var á Barði, Barðssókn, Skag. 1880. Var í Barði, Barðssókn, Skag. 1901. Ranglega nefnd Aðalbjörg í 1901. Ráðskona á Siglufirði 1930. Ógift og barnlaus.
6) Jónína Tómasdóttir 31.12.1875 - 5.12.1967. Húsfreyja á Oddeyri 1905. Húsfreyja á Siglufirði. Matselja á Siglufirði 1930. Maður hennar; Kjartan Jónsson 6.6.1871 - 27.10.1927. Smiður á Oddeyri 1905. Trésmiður á Siglufirði. Sonur þeirra Jón (1917-1985) alþmaður og forstjóri ÁTVR.
7) Kristján Tómasson 17.9.1877 - 28.3.1960. Trésmiður á Siglufirði. Bóndi á Syðsta-Mó í Flókadal, Skag. 1903-1904 og í Höfn í Siglufirði 1904-1905. Sjómaður á Siglufirði 1930. Síðast bús. á Siglufirði. K: Guðbjörg Jónsdóttir. Í bókinni Frá Hvanndölum til Úlfsdala er sagt að kona Kristjáns hafi verið fædd í Káraneskoti í Kjós 13.8.1873, dáin í Höfn í Siglufirði 5.1.1903 og foreldrar hennar eiga að vera Jón Erlendsson og kh. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Jón og Ingibjörg eiga dóttur skv. Kjós. með þessu nafni, fædd þennan dag en hún er sögð deyja árið 1877. Byggðir Eyjafjarðar segja líka að Guðbjörg sé fædd þennan dag í Kársneskoti en heimild þeirra getur vel verið Frá Hvanndölum til Úlfsdala. Þessi ættfærsla í bókunum að norðan er röng. Foreldrar Guðbjargar voru Jón Guðmundsson og Guðrún Kortsdóttir.
8) Kristinn Tómasson 1.9.1879 - 26.10.1920. Trésmiður á Siglufirði. Var á Barði, Barðssókn, Skag. 1880. Trésmíðanemi á Barði 1901.
9) Einar Tómasson 12.5.1881 - 14.6.1925. Verkstjóri á Siglufirði. Ógiftur og barnlaus.
10) Sigurlaug Tómasdóttir 24.9.1884 - 7.2.1955. Bústýra hjá Kristjáni bróður sínum á Siglufirði. Vinnukona á Siglufirði 1930. Ógift og barnlaus.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Tómas Bjarnarson (1841-1929) prestur Barði í Fljótum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 21.11.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Guðfræðital 1847-1976 bls. 412