Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu (1908-1988)

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu (1908-1988)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1908-1988

Saga

Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu varð til er Húnavatnssýslu var skipt með lögum í tvö sýslufélög og var sýsluskiptingin miðuð við Gljúfurá og framhald hennar til sjávar. Lög um skiptingu Húnavatnssýslu í tvö sýslufélög voru gefin út 22. nóvember 1907. Í fyrstu grein laganna var ákveðið að Vindhælishreppur, Engihlíðarhreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Svínavatnshreppur, Torfalækjarhreppur, Sveinsstaðahreppur og Áshreppur skyldu vera í Austur Húnavatnssýslu, en Þorkelshólshreppur, Þverárhreppur, Kirkjuhvammshreppur, Torfustaðahrepparnir og Staðarhreppur í Vestur Húnavatnssýslu. Hvort sýslufélagið um sig skyldi hafa sjálfstæðan fjárhag. Í annarri greininni var kveðið á um að fyrir hvora sýslu skyldi hafa sérstaka sýslunefnd og var sýslumaður oddviti þeirra beggja. Þriðja og síðasta greinin sagði fyrir um skiptingu eigna, skulda og skuldbindinga og átti þar að fara eftir samanlagðri tölu fasteigna- og lausafjárhundraða hvors sýslufélags. Sýslunefnd Austur Húnavatnssýslu var lögð niður 1988 þegar Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu tók við.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH10079

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

16.4.2020 frumskráning í AtoM, SR

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Héraðsstjórn í Húnaþingi. Bragi Guðmundsson. Prentvinnsla: P. O. B., Akureyri 1992. bls. 140-141.

Athugasemdir um breytingar

SR

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir