Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sverrir Ragnarsson Ragnars (1906-2001) sparisjóðsstjóri Akureyri
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
16.8.1906 - 28.1.2001
Saga
Sverrir Ragnars, fyrrverandi kaupmaður og sparisjóðsstjóri, fæddist á Akureyri 16. ágúst 1906. Hann lést 28. janúar síðastliðinn. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ísl. fálkaorðu og norsku sánkti Ólafsorðunni og hlaut einnig franska heiðursviðurkenningu.
Sverrir óx upp úr frjóum jarðvegi. Hann var fjórði í röð ellefu barna Ragnars Friðriks Ólafssonar (1871-1928) kaupmanns og konsúls á Akureyri og konu hans sýslumannsdótturinnar Guðrúnar Johnsen Ólafsson (1880-1973). Ragnar var einn mesti athafnamaður sem um getur í sögu Norðurlands og raunar á landsvísu, lét að sér kveða m.a. bæði í viðskiptalífi og líknarmálum. Var heimili þeirra hjóna annálað fyrir höfðingsskap.
Umsvif Ragnars leiddu til þess að Sverrir ferðaðist ungur til útlanda og öðlaðist við það víðsýni sem mótaði hann alla tíð.
Fjöldi áhugamála veitti Sverri lífsfyllingu, þ.ám. hestamennska, sem þau hjónin voru samstiga um fram eftir árum, golf og laxveiði, en innan dyra lestur, auk þess sem hann lék listavel á píanó. Hann var alla tíð vel á sig kominn líkamlega; lét sig ekki muna um að fara höfuðstökk í stofunni á miðjum aldri. Það var unun að vera nærstaddur þegar dró að veiðitímabilinu í Laxá í Aðaldal, ánni sem Sverrir stundaði veiðiskap í meira en hálfa öld.
Þá mátti heyra hann blístra af tilhlökkun meðan hann fór yfir veiðibúnaðinn sem hann hafði búið um af eðlislægri vandvirkni haustið áður.
Útför Sverris verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Akureyri:
Réttindi
Sverrir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og cand. phil. frá Háskóla Íslands 1927. Las lögfræði í þrjá vetur, en hvarf frá námi við andlát föður síns.
Starfssvið
Tók við rekstri föður síns og var kaupmaður á Akureyri frá 1930 til 1970. Sparisjóðsstjóri við Sparisjóð Akureyrar frá 1957 og gegndi því starfi til 1986 er hann hætti fyrir aldurs sakir, þá nær áttræður. Bæjarfulltrúi á Akureyri 1950 til 1954, stjórnarformaður í Möl & sandi hf. frá 1955 til 1996 og umboðsmaður fyrir Sameinaða gufuskipafélagið og Bergenska gufuskipafélagið um nokkurra ára skeið á fjórða áratugnum. Hann var formaður Vinnuveitendafélags Akureyrar um langt árabil og sat í stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Rafveitu Akureyrar. Umdæmisstjóri Rotary á Íslandi var Sverrir frá 1961 til 1962 og ræðismaður Noregs og Frakklands um langt árabil.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Ragnar Ólafsson, kaupmaður á Akureyri, f. 1871, d. 1928, og Guðrún Ólafsson, f. Johnsen f. 1880, d. 1973.
Sverrir var fjórði í röð ellefu systkina, sem öll náðu fullorðinsaldri utan Hin eru í aldursröð:
1) Egill Ragnarsson Ragnars f. 11. maí 1902 - 27. mars 1977. Verzlunarmaður á Akureyri 1930. Útgerðarmaður á Siglufirði og Þórshöfn. Síðast bús. í Hafnarfirði.
2) Þuríður Ragnarsdóttir Ragnars 9. apríl 1903 - 5. ágúst 1991 Námsmey á Akureyri 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Börn skv. Reykjahl.: Guðrún Ásta Einarsson f.29.9.1937, Lisa Einarson, f. 21.4.1967. Báðar eru þær fæddar í Danmörku.
3) Ólafur Ragnarsson Ragnars f. 7. júní 1905 - 10. mars 1908, lést af slysförum aðeins þriggja ára.
4) Valgerður Ragnheiður Ragnarsdóttir Ragnars f. 18. janúar 1908 - 11. mars 1993. Verzlunarrekandi á Akureyri 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Ólafur Friðrik Ragnarsson Ragnars f. 27. apríl 1909 - 6. september 1985. Kaupmaður á Siglufirði, síðar í Reykjavík. Kaupmaður á Siglufirði 1937.
6) Jón Ásmundsson Johnsen Ragnarsson Ragnars 26. október 1910 - 26. desember 1994 Sjómaður á Akureyri 1930. Sjómaður í Reykjavík 1945.
7) Ásgrímur Ragnars 1. febrúar 1913 - 5. október 1977 Námsmaður á Akureyri 1930. Fulltrúi hjá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli. Bús. í Njarðvík.
8) Kjartan Ragnars f. 23. maí 1916 - 7. janúar 2000 Hæstaréttarlögmaður og sendifulltrúi í Reykjavík. Stud.real. á Akureyri 1930. Stjórnarfulltrúi í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. 9) Guðrún Ragna Ragnarsdóttir Ragnars f. 2. júlí 1917 - 22. nóvember 2004 Sjúkraliði og húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík. Nemandi á Akureyri 1930.
10) Ragna Ragnars Grönvold f. 5. október 1918 - 29. maí 2006 Var á Akureyri 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Snyrtifræðingur í Reykjavík.
Eiginkona Sverris var María Matthíasdóttir Ragnars f. 16. ágúst 1911 - 1. janúar 1975. Var á Höfða, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Akureyri. Síðast bús. á Akureyri. Faðir hennar var Matthías Einarsson f. 7. júní 1879 - 15. nóvember 1948. Yfirlæknir í Reykjavík. Leigjandi á Laufásvegi, Reykjavík. 1901. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Læknir á Höfða, Reykjavík 1930 og kona hans Ellen Ludvika Matthíasdóttir Johannessen f. 10. apríl 1883 - 29. október 1964. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Höfða í Reykjavík 1930.
Dætur þeirra eru
1) Ellen, f. 1933, eiginmaður hennar er Arngímur Sigurðsson, fyrrv. kennari, f. 1933. Börn þeirra eru a) Sverrir, f. 1956, eiginkona hans var Elísabet Böðvarsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Ellen, f. 1982, og Ragnar, f. 1987. b) Sigurður, f. 1963, ókvæntur og barnlaus. c) Matthías, f. 1970, sambýliskona Jóhanna Jakobsdóttir, f. 1980, þeirra barn María, f. 2000.
2) Ragna, f. 1935, eiginmaður hennar er Ólafur Egilsson, sendiherra, f. 1936. Börn þeirra eru a) Ragnar Friðrik, f. 1960, ókvæntur og barnlaus. b) Anna Margrét Þuríður, f. 1962, eiginmaður hennar var Gunnar Arnarson, f. 1962, þau skildu, þeirra barn Ragnar Hrafn, f. 1990.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Sverrir Ragnarsson Ragnars (1906-2001) sparisjóðsstjóri Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Sverrir Ragnarsson Ragnars (1906-2001) sparisjóðsstjóri Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Sverrir Ragnarsson Ragnars (1906-2001) sparisjóðsstjóri Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Sverrir Ragnarsson Ragnars (1906-2001) sparisjóðsstjóri Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Sverrir Ragnarsson Ragnars (1906-2001) sparisjóðsstjóri Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Sverrir Ragnarsson Ragnars (1906-2001) sparisjóðsstjóri Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Sverrir Ragnarsson Ragnars (1906-2001) sparisjóðsstjóri Akureyri
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 2.8.2017
Tungumál
- íslenska