Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sveinn Víkingur Grímsson (1896-1971) prestur Seyðisfirði ov
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
17.1.1896 - 5.6.1971
Saga
Sveinn Víkingur Grímsson, sóknarprestur og rithöfundur, fæddist í Garði í Kelduhverfi 17.1. 1896. Hann var sonur Gríms (1852-1905), bónda í Garði og Þórarinssonar á Víkingavatni , og Kristjönu Guðbjargar (1856-1911) Kristjánsdóttur á Víkingavatni. Sveinn var sannfærður spíritisti eins og fleiri guðfræðingar á þeim tíma, var varaformaður Sálarrannsóknarfélags Íslands um árabil og forseti þess 1960-63.
Staðir
Víkingavatn og Garður í Kelduhverfi:
Réttindi
Sveinn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1917 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1922.
Starfssvið
Prestur á Skinnastöðum í Axarfirði, Þing.1922-1924 og á Þóroddsstað í Köldukinn, Þing. 1924-1926. Þjónaði samhliða Skútustöðum, Þing. 1924.Prestur á Dvergasteini í Seyðisfirði, N-Múl. 1930. Prestur á Dvergasteini 1926-1942 og þjónaði samhliða Vallanesi, Múl. 1934-1936, síðar rithöfundur og skrifstofustjóri í Reykjavík.
Lagaheimild
Sveinn þýddi fjölda bóka ma Önnu Frank. Hann ritsýrði Kirkjublaðinu 1943-1953 og Morgunn 1964-1970.
Sveinn sendi frá sér skemmtilegar Vísnagátur 1-3 og ritið Leikir og létt gaman.
Veiðiskip þær elta æ.
Undir henni látinn hvílir.
í sveit hvar stendur bær við bæ.
Býlum gömlum ennþá skýlir.
Svar:Torfa.
Höf: Sveinn Víkingur.
Búið er þessu býli á.
Bezta traustið er hann.
Allir vilja hann ólmir fá.
Öllu færri bera hann.
Svar: Kross.
Höf: Sveinn Víkingur.
Hann skrifaði æviminningar Láru miðils, æviþætti í ritið Íslenskar ljósmæður og var afkastamikill þýðandi. Rit hans, Efnið og andinn, sem út kom 1957, var töluvert lesið og rökrætt á sínum tíma. Þar leitast höfundurinn við að færa upplýst rök fyrir guðstrú og spíritisma í anda efnishyggju um trú og raunvísindi. Slík viðhorf eru líklega í andstöðu við þekkingarfræði Kants og hefðbundin viðhorf í guðfræði. En þau minna á þá athyglisverðu staðreynd að spíritisminn, eins og hann var boðaður hér á landi á síðustu öld, á fremur rætur að rekja til efnishyggju eins og hún var skilin og skilgreind undir lok 19. aldar, heldur en til guðfræði og almennrar guðstrúar.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Grímur f. 5.2.1852 - 30.4.1905 bóndi Garði í Kelduhverfi Þórarinsson (1822-1872) Grímssonar og Kristjönu Guðbjargar f. 12.1.1856 - 6.12.1911 Kristjánsdóttur bónda og hreppsstjóra að Víkingavatni (1826-1901) Árnasonar.
Kona hans 20.6.1925 var Sigurveig f. 5.3.1905 d. 3.2.1998 Gunnarsdóttir (1871-1960) bónda í Skógum Árnasonar og Kristveigar Björnsdóttur f. 6. apríl 1881 - 17. mars 1945 Var á Skógum, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1890. Húsfreyja í Skógum í Öxarfirði, síðar á Kópaskeri. Eftir því sem næst verður komist gaf hún 5. apríl 1881 upp sem fæðingardag sinn við manntalið 1910 en það var fyrsta manntalið sem spurt var um fæðingardag en ekki aldur fólks. Hins vegar skráði prestur í prestþjónustubók 6. apríl 1881 og skírn fór fram 15. sama mánaðar svo við verðum að telja það hinn rétta fæðingardag.
Börn Sveins og Sigurveigar voru
1) Gunnar Sveinsson f. 22. mars 1926 - 14. september 2000 Skjalavörður. Var á Dvergasteini, Seyðisfjarðarsókn, N-Múl. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Kristjana Ólöf Sveinsdóttir f. 25. júlí 1927 - 23. desember 2012 Var á Dvergasteini, Seyðisfjarðarsókn, N-Múl. 1930. Tækniteiknari í Reykjavík.
3) Grímur Þórarinn Sveinsson f. 25. desember 1928 - 27. júní 2014 Var á Dvergasteini, Seyðisfjarðarsókn, N-Múl. 1930. Póstfulltrúi og deildarstjóri í Reykjavík.
4) Kristveig Sveinsdóttir f. 12. apríl 1935 - 15. september 2007 Læknaritari í Reykjavík. Maður hennar var Benedikt Þormóðsson 11. maí 1935 - 17. maí 2016 verslunarmaður Reykjavík
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 1.8.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Guðfræðingatal