Sveinbjörn Gíslason (1860-1941) Neðri Mýrum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sveinbjörn Gíslason (1860-1941) Neðri Mýrum

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

10.8.1860 - 31.1.1941

Saga

Sveinbjörn Gíslason 10.8.1860 - 31. janúar 1941. Var í Mýrum, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1860 og 1870. Smíðalærisveinn á Neðri-Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1888 frá Bakka, Skeggjastaðahreppi, N-Múl. Trésmiður í Winnipeg, bræðra og iðnaðarmannafélaginu Corpenter´s Union. Byggingafulltrúi Winnipeg. Áhugamaður um bindindismál og félagi í Good Templara reglunni í meir en
hálfa öld. Útförin fór fram frá Sambandskirkjunni í Winnipeg sl mánudag, 3. febrúar að fjölda vinum viðstöddum. Séra Philip M. Pétursson stýrði útfararathöfninni. Pétur Magnús söng “Nearer My God to Thee”. Útfararstofa Bardals sá um útförina. Jarðað var í Brooksidegrafreit

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Gefi ykkur alfaðir
góðar stundir
og guðs ást i hverjum geisla.
Heiðbjört um æfi
hamingju sól,
ykkar leiðir lýsi.

Lán er þeim léð
sem list þá kunna
að láta sér nóg nægja.
Því oftast mun erfiði—
atorku manni
Ieið til gæfu og gengis.

Því iðjumannsins
ósvikul hönd,
reisir byggð og borgir,
og árvakur maður
í æfistarfi
finnur gæfu og gleði.

Gleði þeirrar sálar
sem guð sinn finnur
í verki og allri iðju—
því vandvirkni öll
og viturleg störf
eru æðri launum launuð.

Og víst er það gæfa
að geta litið
yfir æfi-leiðir
og séð að gróðrar gnægð
hefir gróið í sporum
—þótt braut sé um bratta lögð.

Hlífir skíðgarður
skrúðjurtum
er brosa við sumri og sólu—
og teinungar vaxa
í túnjaðri,
ef aðhlúir hönd og hyggja.

Gaf ykkur alfaðir
glaðar stundir
og guðs-ást í hverjum geisla.
Skinið hefir heiðbjört
hamingju stjarna
á ykkar æfi himni.

Þið hafið vakað
þið hafið starfað
þið hafið ræktað í ranni,
það sem bezt gafst
og bezt reyndist—
og öðlast innri gleði.

Þá er sælt að lita
af sjónarhæð
við áning í áfangastað—
ef borið hafa ávöxt
til blessunar.
Áform manns og iðju.

Heill sé ykkur hjón,
heill ykkar börnum
styðji þau heilög hönd,
því vandratað er æsku
vorrar aldar—
og villugjarnt vegfarendum.

Vaxa til gæfu
gerfileg börn
við samvinnu í salar kynnum.
Samorka lyftir
af leiðum manna
bjargi, er einn fær ei bifað.

Gefi ykkur alfaðir
gleðistundir
og guðs-ást í hverjum geisla.
Sú er kveðja
með kærleiksóskum
ykkur úr fjarlægð flutt.

Sigríður Guðmundsdóttir*

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans, Sigurlaug Benediktsdóttir 31. ágúst 1827 - 15. október 1896 Var hjá móður sinni á Neðri-Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1845. Húsfreyja á sama stað 1870. Búandi ekkja á Neðri-Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880 og maður hennar 28.11.1846; Gísli Jónsson 1815 - 14. febrúar 1875 Var á Syðra-Hóli 2, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1816. Fyrirvinna á Neðri Mýrum í sömu sókn 1845. Bóndi og fyrrverandi hreppstjóri á sama stað 1870.

Systkini;
1) Jakobína Gísladóttir 27.1.1850 - 30. maí 1858.
2) Björn Benedikt Gíslason f. 10.6.1852. Var á Neðri Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Sennilega sá sem fór til Vesturheims 1889 frá Neðri Mýrum, Engihlíðarhreppi, Hún.
3) Ingibjörg Gísladóttir Möller 2. nóvember 1853 - 21. október 1942. Húsfreyja í Baldursheimi á Galmaströnd og Hjalteyri, Eyj. Var á Neðri Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Neðri-Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Möllers Kaupmannshúsi, Möðruvallaklaustursókn, Eyj. 1901. Ekkja á Hólatorgi 2, Reykjavík 1930. Var í Mýrum, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870, maður hennar 19.9.1875; Ole Peter Christian Möller 7. ágúst 1854 - 27. október 1917. Kaupmaður á Hólanesi, Blönduósi og Hjalteyri við Eyjafjörð. Bóndi í Möllers Kaupmannshúsi, Möðruvallaklaustursókn, Eyj. 1901, bróðir Jóhanns Möllers kaupmanns á Blönduósi.
4) Elísabet Gísladóttir 25.5.1857 - 7.10.1857.
5) Jakob Benedikt Gíslason 7. ágúst 1858 - 14. september 1923. Var á Neðri Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Bóndi á Akureyri, Eyj. 1901. Söðlasmiður og kaupmaður á Akureyri. Var á Ísafirði 1920.
6) Lárus Gíslason 20. nóvember 1864 - 27. nóvember 1950. Var á Neðri Mýrum í Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Bóndi í Skrapatungu á Laxárdal fremri, A-Hún. 1901. Verkamaður á Grund á Blönduósi. Barnsmóðir Lárusar; Ingunn Ingjaldsdóttir 28. september 1867 - 1. febrúar 1923. Fór til Vesturheims 1894 frá Höskuldsstöðum í Vindhælishr., Hún. Sambýliskona Lárusar; Guðrún Illugadóttir 31. júlí 1867 - 2. júlí 1921 Grund. Barn þeirra var Sigurlaug (1907-1973) seinni kona Þórarins Sigurjónssonar (1891-1971) á Sæunnarstöðum. Seinni sambýliskona hans var Þuríður systir Guðrúnar f. 24.12.1863 - 11.6.1949.
7) Jakobína Elísabet Gísladóttir 11.4.1865 - 12.1.1939. Neðri Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1870. Sennilega sú sem fór til Vesturheims 1887 frá Viðvík, Vindhælishreppi, Hún.
8) Málfríður Guðrún Gísladóttir 31.12.1866. Dóttir hennar á Neðri-Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1888 frá Neðri Mýrum, Engihlíðarhreppi, Hún.

Kona 1, 17.11.1888; Þorbjörg Þórarinsdóttir 15. okt. 1867 - 10. ágúst 1899. Fór til Vesturheims 1888 frá Bakka, Skeggjastaðahreppi, N-Múl.
Kona 2, 30.11.1904; Jóna Guðmundsdóttir 15. maí 1878 - 6. feb. 1956. Skráð fara til Vesturheims 1879 frá Einarsstöðum, Vopnafjarðarhreppi, N-Múl. en annað hvort hefur hún komið aftur eða frestað för. Fór til Vesturheims 1903 frá Rjúpnafelli, Vopnafjarðarhreppi, N-Múl.

Börn, með fyrri konu;
1) Þórarinn (Doddi) Gíslason 7.9.1893 - 1957. Winnipeg. Kona hans Ragnheiður Sigrún Olson 28.8.1900 - 1960, frá Vindheimum við Íslendingafljót. Foreldrar hennar; Sigurður Jónsson Olson (1872-1946) Lýtingsstaðahreppi og kona hans 27.8.1898; Ingibjörg Björnsdóttir (1873-1961) Keldulandi Manitoba.
2) Þóra Gíslason Winnipeg.
3) Gíslína Gísladóttir Winnipeg.
Með seinni konu;
4) Annia Margrét Gíslason 28.5.1905. Maður hennar C W Brown. Winnipeg
5) Guðmundur Arthur Gíslason 14.6.1907 - 14.12.1938. Winnipeg
6) Elísabet Gíslason Maður hennar; E A Gisel. Winnipeg.
7) Jacob Gíslason 1911-1911 (4ra mánaða]. Winnipeg.
8) Jacobina Thelma Gíslason 1916 - 9.2.1921. Winnipeg.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Neðri-Mýrar í Refasveit ((1920))

Identifier of related entity

HAH00206

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1860

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Winnipeg Kanada

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Lárus Gíslason (1864-1950) Grund (21.11.1862 - 27.11.1950)

Identifier of related entity

HAH04929

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Lárus Gíslason (1864-1950) Grund

er systkini

Sveinbjörn Gíslason (1860-1941) Neðri Mýrum

Dagsetning tengsla

1864

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Gíslason (1852) Winnipeg, Neðri-Mýrum (10.6.1852 -)

Identifier of related entity

HAH02773

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Björn Gíslason (1852) Winnipeg, Neðri-Mýrum

er systkini

Sveinbjörn Gíslason (1860-1941) Neðri Mýrum

Dagsetning tengsla

1860

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Gísladóttir Möller (1853-1942) Hjalteyri (2.11.1853 - 21.10.1942)

Identifier of related entity

HAH09405

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Gísladóttir Möller (1853-1942) Hjalteyri

er systkini

Sveinbjörn Gíslason (1860-1941) Neðri Mýrum

Dagsetning tengsla

?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH09517

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 19.8.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði 19.8.2023
Íslendingabók
Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar 1.1.1900. https://timarit.is/page/4660749?iabr=on
Heimskringla 11.12.1929. https://timarit.is/page/2161644?iabr=on
Lögberg 12.7.1934. https://timarit.is/page/2198562?iabr=on
Heimskringla 5.2.1941. https://timarit.is/page/2166532?iabr=on

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir