Sveinbjörn Hjálmarsson (1905-1974) Seyðisfirði

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sveinbjörn Hjálmarsson (1905-1974) Seyðisfirði

Hliðstæð nafnaform

  • Sveinbjörn Jón Hjálmarsson (1905-1974) Seyðisfirði

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

29.12.1905 - 5.12.1974

Saga

Sveinbjörn Jón Hjálmarsson 29.12.1905 - 5.12.1974. Verkamaður. Daglaunamaður á Seyðisfirði 1930. Síðast bús. á Seyðisfirði. Formaður verkamannafélagsins Fram.

Staðir

Réttindi

Sveinbjörn stundaði nám i Unglingaskóla Sauðárkróks veturinn 1921-1922

Starfssvið

Verkalýðsforingi, formaður Verkamannafélagsins Fram á Seyðisfirði í mörg ár.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Sveinbjörn Jón Hjálmarsson 29.12.1905 - 5.12.1974. Verkamaður. Daglaunamaður á Seyðisfirði 1930. Síðast bús. á Seyðisfirði. Formaður verkamannafélagsins Fram.
Foreldrar hans; Hjálmar Jónsson 29. nóvember 1869 - 12. maí 1947. Daglaunamaður á Seyðisfirði 1930. Bóndi víða m.a. í Hátúni á Langholti og í Minna-Akragerði í Akrahr. Síðast bóndi á Kirkjuhóli hjá Víðimýri. Síðar verkamaður á Seyðisfirði. Faðir hans var Jón „yngri“ Sigurðsson 13. júlí 1831 - 1903 Var á Hóli, Bergstaðasókn, Hún. 1835. Var á Fossum, Bergsstaðasókn, Hún. 1845. Bóndi og smiður í Víðimýrarseli hjá Víðimýri, Fjallhúsum í Blönduhlíð og á nokkrum bæjum í Svartárdal, A-Hún. og kona hans; Guðrún Ásta Ingimundardóttir 16. apríl 1874 - 29. júlí 1947. Húsfreyja m.a. í Minna-Akragerði og á Seyðisfirði. Var á Tungubakka, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Seyðisfirði 1930.

Systkini hans;
1) Ingiríður Ósk Hjálmarsdóttir 8. júlí 1898 - 30. mars 1961. Húsfreyja á Seyðisfirði 1930. Húsfreyja á Seyðisfirði.
2) Ingibjörg Hjálmarsdóttir 27. júlí 1902.
3) Ingimundur Hjálmarsson 7. september 1907 - 15. júní 1995. Vinnumaður á Dvergasteini, Seyðisfjarðarsókn, N-Múl. 1930. Kona hans; Oddfríður Ottadóttir, f. 27.7. 1882, d. 30.9. 1961,
4) Ingibjörg Sigríður Hjálmarsdóttir 2. janúar 1916 - 3. október 1962. Var á Seyðisfirði.

Kona hans; Guðrún Ásta Sveinbjörnsdóttir fæddist á Vestdalseyri í Seyðisfirði 31. október 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 9. júní 2002.
Börn þeirra eru:
1) Baldur Guðbjartur Sveinbjörnsson f. 30.1. 1929 - 6.4.2012. Var á Seyðisfirði 1930. Fékkst við ýmis störf til sjós og lands, bús. á Seyðisfirði. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hlaut heiðurspening Sjómannadagsráðs Seyðisfjarðar., kona hans er Helga Hermóðsdóttir.
2) Inga Hrefna Sveinbjörnsdóttir f. 2.1. 1932 - 24.8.2019. Fékkst við ýmis störf, lengst af starfsmaður á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Hennar maður var Jóhann Jóhannsson sem lést 24.4. 2001.
3) Jóhann Björn Sveinbjörnsson f. 18.2. 1934, kona hans er Svava Sófusdóttir.
4) Fjóla Sveinbjörnsdóttir f. 11.6. 1935 - 29.10.2018. Fékkst við ýmis störf, lengst af hjá Landsíma Íslands á Seyðisfirði. Síðast bús. á Seyðisfirði, hennar maður er Guðmundur Hannes Sigurjónsson.
5) Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir f. 14.9. 1951, sambýlismaður hennar er Kjartan Pálsson.
6) Árdís Björg Ísleifsdóttir, f. 24.8. 1951, hennar maður er Stefán Þór Herbertsson. Árdís er dóttir Ingu Hrefnu og fósturdóttir Ástu og Sveinbjarnar.

Almennt samhengi

A unglingsaldri 1922 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni austur til Seyðisfjarðar og bjó þar æ siðan. Sveinbjörn stundaði nám i Unglingaskóla Sauðárkróks veturinn 1921-1922 og mun það nám hafa orðið honum drjúgt vegarnesti. Eftir komu sina til Seyðisfjarðar lagði hann á margt gjörva hönd, var m.a. lengi fiskimatsmaður, en starfaði lengst af siðustu árin hjá Síldarverksmiðju rikisins, Öll störf vann hann af samviskusemi og nákvæmni, sem aldrei brást, enda viðurkennt og metið af öllum, sem til þekkja.

Manngildi fólks kemur best i ljós eftir þvi hvernig það leysir störf sin af hendi, en hver störfin eru skiptir minna máli. Þegar málin eru skoðuð á þann hátt, er hlutur manna hans gerðar stór.

Sveinbjörn var um árabil fulltrúi Alþýðubandalagsins i bæjarstjórn Seyðisfjarðar, sat og lengi í fræðsluráði bæjarins og ýmsum öðrum nefndum. Á þeim vettvangi kom gjörhygli hans, ásamt eðlisgreind og réttlætiskennd góðu til leiðar. Hann sat lengi i stjórn Verkamannafélagsins „Fram“ og var formaður þess um langt árabil. Margir góðir menn og
merkir skilja eftir sig markandi spor i félagsmálasögu verkalýðshreyfingarinnar og væri hann skráður, geymdi hann sanna mynd af þvi hugarfari, sem bak við áhugann og einbeitnina bjó.

Liklegt er, að tímabil kreppuáranna hafi mótað hugarfar margra að einhverju marki, jafnvel þeirra, sem til forystu völdust. Það voru ár mikillar reynslu og mikill skóli, sem oft kom þessu fólki að gagni seinna i lífinu. Kannski er því eðlilegt, að fólk úr þeim hópi hafi e.t.v. annað mat á hinum ýmsu viðfangsefnum, sem við er að fást, en hinir yngri, sem
að þessum málum vinna. En sannarlega hefur þeirra leiðsaga oft verið dýrmæt, og varðað leiðina eftirminnilega.

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðrún Ásta Ingimundardóttir (1874-1947) Seyðisfirði, frá Hóli í Svartárdal (16.4.1874 - 29.6.1947)

Identifier of related entity

HAH01307

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Ásta Ingimundardóttir (1874-1947) Seyðisfirði, frá Hóli í Svartárdal

er foreldri

Sveinbjörn Hjálmarsson (1905-1974) Seyðisfirði

Dagsetning tengsla

1905

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH06741

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 23.10.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir