Surtsey

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Surtsey

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

14.11.1963

Saga

Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum, en miðpunktur hennar er 63°18'N, 20°36'V. Hún er jafnframt sú eina þeirra sem hefur myndast á sögulegum tíma, eða í mesta neðansjávareldgosi á sögulegum tíma. Menn urðu gossins varir klukkan 7:15 að morgni þess 14. nóvember 1963, þegar það braust upp úr yfirborði sjávar skammt frá fiskibátnum Ísleifi II frá Vestmannaeyjum. Skipverjar mældu sjávarhita í hálfrar mílu (rúmlega 900m) fjarlægð og reyndist hitastigið vera nálægt 10 °C. Gosið magnaðist hratt og varð hár gosmökkur. Næsta morgun sást í gosmekkinum að eyja hafði myndast. Er því ljóst að gosið hefur hafist einhverjum dögum áður en þess varð vart. Þann 12. nóvember fannst brennisteinslykt í lofti í suðvestanátt í Vík í Mýrdal, en engra jarðhræringa hafði orðið vart dagana fyrir uppkomu gossins. Gosið stóð fram til 5. júní 1967 eða í um það bil þrjú og hálft ár. Síðan hefur flatarmál eyjunnar minnkað úr 2,7 km2 í 1,4 km2 sökum rofs sjávar og vinda.[1] Eyjan er um 20 km suðvestur af Heimaey, eða um 30 km suðvestur af Landeyjasandi á meginlandi Íslands.

Staðir

Atlandshaf; Vestmannaeyjar;

Réttindi

Heimsminjaskrá UNESCO 8. júlí 2008.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Jólnir; Surtur; Syrtla:

Almennt samhengi

Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá 8. júlí 2008.

Surtsey var friðlýst árið 1965. Umhverfisstofnun fer með umsjón Surtseyjarfriðlandsins. Surteyjarfélagið samræmir og leitast við af efla vísindarannsóknir í Surtsey. Óheimilt er að fara í land í Surtsey eða kafa við eyna nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Heimilt er að veita leyfi til ferða úti í Surtsey til rannsókna og verkefna sem tengjast þeim, eða til kvikmyndatöku og/eða ljósmyndunar vegna gerðar fræðsluefnis með sérstaka skírskotun til Surtseyjar eða rannsókna þar.

Surtsey er nefnd eftir Surti, jötni úr norrænni goðafræði sem er sagður þekja heiminn eldi í ragnarökum.

Tengdar einingar

Tengd eining

Surtur við Surtshelli ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00489

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00488

Kennimark stofnunar

IS HAH-Suðurl

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 15.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir