Suðureyri við Súgandafjörð

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Suðureyri við Súgandafjörð

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1899 -

Saga

Suðureyri er sjávarþorp við Súgandafjörð á Vestjörðum, nyrsta fjörðinn af svoköllum Vesturfjörðum. Suðureyri er einn af mörgum stöðum á Vestfjörðum þar sem þéttbýli myndaðist í kringum verslun og útgerð á seinni hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar.

Suðureyri varð löggiltur verslunarstaður árið 1899 en um aldamótin 1900 voru aðeins tvö íbúarhús á eyrinni. Fyrsti vélbáturinn var keyptur til Suðureyrar árið 1906 og árið 1911 voru íbúar orðnir um 200 talsins. Um árabil voru íbúar Suðureyrar á milli 400-500 talsins en staðurinn hefur, eins og Vestfirðir almennt, orðið fyrir mikilli fólksfækkun síðustu tvo til þrjá áratugina og árið 2015 voru íbúar Suðureyrar 278. Árið 1996 sameinaðist Suðureyri fimm öðrum sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum undir nafni Ísafjarðarbæjar.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

66°Norður eða Sjóklæðagerðin

Árið 1891 fæddist á Suðureyri annar drengur sem fékk nafnið Hans og var Kristjánsson. Foreldrar hans voru María Helga Guðmundsdóttir og Hans Kristjánsson, bæði ættuð frá Súgandafirði. Hans hóf ungur sjómennsku og kynntist þá erlendum sjófatnaði, einkum frá Noregi og Bretlandi. Hans sá fyrir sér að Íslendingar gætu framleitt sinn eigin sjófatnað og með 1000 kr. styrk frá Fiskifélagi Íslands upp á vasann fór hann til Noregs árið 1923 til að kynna sér framleiðslu olíufatnaðar. Þegar heim kom hóf hann ásamt konu sinni tilraunir með gerð sjófatnaðar og árið 1924 stofnaði hann Sjóklæðagerðina á Suðureyri. Árið 1925 flutti hann framleiðsluna til Reykjavíkur og árið 1926 stofnaði hann Sjóklæðagerð Íslands í bakhúsi á Laugavegi 42. Árið 1933 voru starfsmenn fyrirtækisins orðnir milli 30-40 talsins og framleiðslan töluvert fjölbreyttari. Heitið 66° Norður kom til síðar en nafnið vísar til breiddargráðu Suðureyrar.

Lagaheimild

Árið 1873 fæddist að Tröð í Súðavíkurhreppi drengur sem hlaut nafnið Magnús Jörundur en varð þekktur sem Magnús Hj. Magnússon. Nokkurra vikna gömlum var honum komið í fóstur og á unglingsárum veikist hann alvarlega, að öllum líkindum af illri meðferð. Hann braggaðist smám saman en varð aldrei alveg heill heilsu. Hann varð snemma bókhneigður og sneri sér ungur að ritstörfum. Tæplega tvítugur að aldri hóf hann að halda dagbók sem hann hélt til æviloka. Hann trúlofaðist frænku sinni Guðrúnu Önnu Magnúsdóttur og eignaðist með henni sex börn en þeim var meinað að giftast þar sem Magnús hafði þegið sveitarstyrk sem hann gat ekki greitt til baka. 1911-1912 sat Magnús í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg fyrir brot gegn stúlkubarni. Magnús og Guðrún settust að í Súgandafirði og bjuggu þar lengst af í einu herbergi í hlíðinni fyrir ofan ytri-malirnar. Hann lést árið 1916 aðeins 43 ára gamall. Magnús var fyrirmynd Halldórs Laxness að Ólafi Kárasyni ljósvíkingi í Heimsljósi enda nýtti Halldór sér dagbækur Magnúsar ótæpilega. Rithöfundurinn Gunnar M. Magnúss ritaði ævisögu Magnúsar og kallaði hana Skáldið á Þröm. Árið 1983 afhjúpaði ungur Súgfirðingur, Sturla Eðvarðsson, minnisvarða um skáldið í hlíðinni þar sem hús Magnúsar og Guðrúnar hafði staðið.

Innri uppbygging/ættfræði

Margir þekktir einstaklingar fæddust eða ólust upp á Suðureyri.
1) Gunnar M. Magnúss (1898-1988), rithöfundur, alþingismaður og höfundur ljóðsins „Nú angar af sumri um Súgandafjörð,“ fæddist á Flateyri árið 1898 en ólst upp á Suðureyri.
2) Gunnar Ólafsson, arkitekt, fæddist á Suðureyri árið 1915
3) Benedikt G. V. Gunnarsson, listmálari, fæddist hér árið 1929.
4) Valdimar Örnólfsson, íþróttakennari og stofnandi Skíðaskólans í Kerlingafjöllum, fæddist á Suðureyri árið 1932.
5) Auður Eir, fyrsta konan sem hlaut prestsvígslu á Íslandi, þjónaði hér 1974-1975.
6) Leikarinn Gísli Örn Garðarsson á ættir að rekja til Suðureyrar en móðurforeldrar hans eru dr. Högni Egilsson og Halldóra Gísladóttir.

Lesa má um þingmennina Ólaf Þ. Þórðarson, Kjartan Ólafsson og Lilju Rafney Magnúsdóttur í færslunni Staður í Súgandafirði.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Halldór Þorsteinsson (1944) frá Blönduósi (29.9.1944 -)

Identifier of related entity

HAH04696

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðný Guðnadóttir (1930-2022) Vatnadal, Súgandafirði (22.7.1930 - 26.11.2022)

Identifier of related entity

HAH08112

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00838

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

GPJ skráning 28.4.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir