Steinunn Jósefína Guðmundsdóttir Kristiansen (1927-2013)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Steinunn Jósefína Guðmundsdóttir Kristiansen (1927-2013)

Hliðstæð nafnaform

  • Steinunn Jósefína Guðmundsdóttir Kristiansen (1927-2013) frá Refsteinsstöðum í Víðidal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

8.9.1927 - 12.11.2013

Saga

Steinunn Jósefína Guðmundsdóttir Kristiansen fæddist á Refsteinsstöðum í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu 8. september 1927. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 12. nóvember 2013. Steinunn dvaldi í foreldrahúsum fyrstu æviárin en á fjórða ári var hún tekin í fóstur að Umsvölum í Þingi og dvaldist þar uns fósturfaðir hennar lést 1942. Árið 1943 fluttu þær fósturmæðgur til Reykjavíkur. Steinunn stundaði ýmis störf meðfram námi. Jarðarför Steinunnar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 22. nóvember 2013, kl. 13.

Staðir

Refsteinsstaðir í Víðidal: Umsvalir í Þingi 1935: Reykjavík 1943:

Réttindi

Skólagangan syðra hófst í kvöldskóla KFUM, þar sem hún stundaði nám veturlangt, og síðan tvo vetur í Samvinnuskólanum þaðan sem hún lauk brottfararprófi vorið 1947.

Starfssvið

Næstu árin vann hún skrifstofustörf hjá Dósaverksmiðjunni hf. Steinunn hóf störf hjá Hjálpræðishernum 1974 og starfaði þar í aldarfjórðung, fyrstu árin í þvottahúsi og síðar í gestamóttöku þar sem tungumálakunnátta hennar og glaðværð nutu sín. Steinunn var virk í kvenfélagi Hallgrímskirkju, í félagsstarfi Hjálpræðishersins og tók ríkan þátt í starfi eldriborgara á Vesturgötu 7.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar Steinunnar voru Sigurlaug Jakobína Sigurvaldadóttir, f. 17. desember 1893, d. 28. desember 1968, og Guðmundur Pétursson, f. 24. desember 1888, d. 14. ágúst 1964. Bóndi á Refsteinsstöðum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Litlu-Borg og Refsteinsstöðum í Víðidal, V-Hún., síðast á Nefsstöðum í Stíflu, Skag.
Fósturforeldrar hennar voru Halldóra Jóhannesdóttir, f. 24. janúar 1893, d. 12. apríl 1988, og Þorsteinn Jósefsson, f. 11. mars 1893, d. 18. nóvember 1942 á Umsvölum.
Steinunn var sjötta barn í hópi níu systkina. Þrúður Elísabet, f. 1917, d. 2002, Ólöf María, f. 1919, d. 2012, Vilhjálmur, f. 1922, d. 2002, Pétur Kristófer, f. 1923, d. 2009, Sigurvaldi Sigurður, f. 1925, Sigurbjörg Sigríður, f. 1929, d. 2001, Jón Unnsteinn, f. 1931, d. 1988, Fríða Klara Marta, f. 1935.
Uppeldisbróðir, Jónas Jóhannsson, f. 27. október 1924 - 20. janúar 2004. Var í Skólahúsinu, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Verslunarmaður, síðast bús. í Hafnarfirði. Steinunn giftist Baldri Ingolf Kristiansen, f. 10. júní 1919, d. 30. júní 1975 Var á Seyðisfirði 1930. Vélstjóri og pípulagningamaður í Reykjavík. Þau gengu í hjónaband árið 1954.
Börn þeirra eru:
1) Þorsteinn Kornelíus, f. 8. maí 1954, kvæntist Agnesi Jensdóttur, f. 1952, börn þeirra: Ingólfur, f. 1981, og Rakel, f. 1983, börn Rakelar og Elfars Rafns Sigþórssonar, f. 1980, eru Karítas Svana, f. 2006, Aníta Rán, f. 2008, og Leon Mikael, f. 2013. Agnes og Þorsteinn slitu samvistir. Sonur Þorsteins og Völdu Kolesnikovu, f. 1971, er Samúel Kristian, f. 2010.
2) Halldór Helgi, f. 7. ágúst 1956, kvæntur Auði Magnúsdóttur, f. 1958, sonur: Einar, f. 1986.
3) Þorgerður Mattía, f. 14. ágúst 1958, giftist Óttari Magna Jóhannssyni, f. 1957, dætur þeirra: Steinunn Björt, f. 1985, Heiðrún Arna, f. 1986, og Árdís Björg, f. 1992. Þau slitu samvistir.
4) Selma Ósk, f. 3. ágúst 1960, gift Helga Kristjánssyni, f. 1961, börn þeirra: Baldur, f. 1984, kvæntur Patriciu Spyrakos, f. 1974, dóttir þeirra er Harriet Selma, f. 2013. Bryndís, f. 1986, sonur hennar og Arnars Davíðssonar, f. 1976, er Helgi Jökull, f. 2010.
5) Helga Árdís, f. 2. júní 1965, giftist Einari Daníel Bragasyni, f. 1957, synir þeirra: Marteinn Már, f. 1993, Baldur, f. 1995, og Bragi, f. 1995. Þau slitu samvistir.
Steinunn hélt heimili með Steingrími Þórði Daníel Guðmundssyni listmálara, í rúm níu ár, þar til hann lést, f. 9. janúar 1922 - 13. febrúar 1996. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. 1996.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1929-2001) Öxl (28.9.1929 - 9.8.2001)

Identifier of related entity

HAH01932

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1929-2001) Öxl

er systkini

Steinunn Jósefína Guðmundsdóttir Kristiansen (1927-2013)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02045

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 30.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir