Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Steinar Guðjón Magnússon (1932-1991)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
27.4.1932 - 1.9.1991
Saga
Steinar Guðjón Magnússon skrifstofustjóri lést í Landspítalanum 1. þessa mánaðar.
Staðir
Réttindi
Samvinnuskólapróf 1952
Starfssvið
Hann starfaði um eins árs skeið við Kaupfélagið á Þingeyri en réðst síðar til Sambands íslenskra samvinnufélaga og starfaði á vegum þess, innanlands og erlendis, til dánardags. Fyrir aðstoð frænda síns Harrys Fredriksen, komst Steinar í starfsþjálfun hjá Þýzka samvinnusambandinu á árinu 1958 og sýndi það bæði framsýni þess reynslumeiri og vilja Steinars til að efla þekkingu sína, enda komu kynni hans af landsbúum og þýzkunni í góðar þarfir síðar, þegar honum bauðst framkvæmdastjórastarfið í Hamborg, en það hefði ekki legið á lausu ef málakunnáttuna hefði vantað. Þar kom í ársbyrjun 1976 að hann var kallaður til framkvæmdastjórastarfa fyrir Jötunn hf., en það fyrirtæki, sem áður hafði verið í umsjá Iðnaðardeildar, skyldi nú eflt að allri starfsemi. Hann reis undir ábyrgð sinni með eðlislægri gætni, passasemi og nauðsynlegu frumkvæði, því fimm og hálfu ári síðar skilaði hann af sér góðu og öflugu fyrirtæki, þegar hann í júlílok 1981 var kvaddur af forstjóra til að veita skrifstofu Sambandsins í Hamborg forstöðu. Gegndi hann framkvæmdastjórastörfum í Þýzkalandi, þar til í lok októbermánaðar 1985 að hann snéri heim, til að taka á ný við forstöðu "Jötuns" unz viðamiklar skipulagsbreytingar voru gerðar á öllum rekstri Sambandsins og fyrirtækja þess og "Jötunn" þá sameinaður nýju fjölþættu fyrirtæki, undir sama nafni. Varð hann skrifstofustjóri hins nýja fyrirtækis frá stofnun þess í ársbyrjun 1990 og allt til lokadægurs síns.
Lagaheimild
Norðurmýrin var á þessum árum í útjaðri bæjarins. Að ýmsu leyti var þetta ákjósanlegur uppvaxtarstaður tápmikilla drengja. Vestan hennar var iðandi athafnasvæði borgarinnar. Þar voru bækistöðvar Strætisvagna Reykjavíkur, þar voru bæjarhesthúsin og þar voru lengi höfuðstöðar Hitaveitu Reykjavíkur. Austan Norðurmýrar tóku hins vegar við græn tún býlanna Sunnuhvols, Háteigs, Klambra og Eskihlíðar. Maður gat því á þessum slóðum kynnst annars vegar athafnalífi borgarinnar og hins vegar kyrrð sveitarinnar. Með vaxandi aldri var gripið til reiðhjóla á fögrum vordögum og bærinn kannaður nánar. Ég minnist heimsókna til Guðrúnar, föðursystur Steinars, sem var lengi afgreiðslustúlka í stórverslun Marteins Einarssonar við Laugaveg. Einnig minnist ég ferða á smíðaverkstæði Sigurðar, afa Steinars, og Vilhelms, móðurbróður hans, en verkstæði þeirra var þá í Fjalakettinum við Aðalstræti. Oft lá leiðin líka vestur í slipp til Magnúsar, föður Steinars.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Magnús Ármann Guðjónsson f. 17. janúar 1906 - 7. júlí 1982 Stýrimaður og vélgæslumaður. Var í Reykjavík 1910. Háseti á Tjarnargötu 12, Reykjavík 1930 og Björghildur Klara Sigurðardóttir f. 7. febrúar 1907 - 30. janúar 1985 Var í Reykjavík 1910. Vinnukona á Ásvallagötu 10 a, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Kona Steinars 8,2,1964 var Anna Þóra Baldursdóttir f. 7. mars 1933 hjúkrunarfræðingur. Foreldrar hennar voru Þórunn Þórðardóttir 21. mars 1906 - 20. ágúst 1998 Húsfreyja í Hvammi, Ólafsvíkursókn, Snæf. 1930. Síðast bús. í Reykjavík 1994 og Baldur Guðbrandsson 9. desember 1898 - 9. mars 1976 Háseti í Hvammi, Ólafsvíkursókn, Snæf. 1930. Fiskmatsmaður. Síðast bús. í Ólafsvíkurhreppi.
Börn þeirra eru
1) Baldur Ármann Steinarsson f. 20. júlí 1964 rafvirki, sem ber nafn móðurafa síns, er kvæntur Guðrúnu Erlingsdóttur kennara,
2) Guðrún Steinarsdóttir f. 16. júlí 1969
3) Magnús Már Steinarsson 15. september 1971, rafvirki.
Dóttir Önnu var:
0) Hafdís Sigrún Aradóttir f. 26. júní 1952 gift Tómasi Jónssyni lækni. Faðir hennar var Ari Auðunn Jónsson f. 15. ágúst 1933 - 29. nóvember 1974 Sjómaður á Ísafirði. Fórst með togaranum Guðbjörgu.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 29.7.2017
Tungumál
- íslenska