Steinþór Björnsson (1900-1986) Breiðabólstað, Vatnsdal

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Steinþór Björnsson (1900-1986) Breiðabólstað, Vatnsdal

Hliðstæð nafnaform

  • Steinþór Björn Björnsson (1900-1986) Breiðabólstað, Vatnsdal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

28.3.1900 - 4.1.1986

Saga

Steinþór Björnsson var fæddur 28. mars 1900 að Litlu-Giljá í Þingi. Steinþór naut eigi lengi samvista við foreldra sína, en tæpra tveggja ára var hann tekinn í fóstur af hjónunum á Breiðabólsstað í Vatnsdal, þeim Helga Jónssyni frá Hnjúki og konu hans Ingibjörgu Jóhannsdóttur, er ættuð var frá Hrappsstöðum í Víðidal, en þeim varð eigi barna auðið. Bjuggu þau um langt skeið á Breiðabólsstað og þar ólst Steinþór upp við gott atlæti og ástríki góðra fósturforeldra. Um foreldra Steinþórs er það að segja, að þau slitu samvistum, er hann var barn að aldri. Fór Guðrún norður í Vatnsdal, en aðeins til skammrar dvalar. Á efri árum sínum fluttist hún til Vesturheims og dvaldi síðustu æviár sín í skjóli sonar síns Davíðs og lést í Vesturheimi 14. maí 1936, 76 ára að aldri. Björn faðir hans lést í Reykjavík árið áður eða 1935.
Bóndi á Breiðabólsstað, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Breiðabólsstað, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.
Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi 4. janúar 1986, 85 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Þingeyrakirkju 18. janúar 1986

Staðir

Litlagiljá
Breiðabólsstaður

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Björn Hjálmarsson 28. nóv. 1862 - 28. jan. 1938. Lausamaður víða í V-Hún., húsmaður á Litlu-Giljá í Sveinsstaðahr., A-Hún., síðast verkamaður í Reykjavík og Guðrún Bjarnadóttir 8. júlí 1860 - 14. maí 1936. Vinnukona og húskona á Litlu-Giljá og víðar. Húskona á Hnausum í Þingeyrasókn 1909. Vinnukona í Steinnesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1910. Fluttist til Vesturheims.
Móðir Björns var; Margrét Halldórsdóttir frá Geirastöðum
Systkini
1) Davíð Björnsson 7. júlí 1890 - 30. sept. 1981. Útskrifaðist úr búnaðarskólanum á Hólum 1914. Fluttist vestur um haf 1924. Stundaði fiskveiðar þar fyrst um sinn, en gerðist síðan bóksali. Var skrifari Íslendingadagsins í 18 ár. Hann flutti síðar til Vesturheims. Var bóksali í Winnipeg um 18 ára skeið og kom mikið við félagsmál Vestur-Íslendinga þar vestra.
2) Sigríður Björnsdóttir Hún fluttist vestur á Snæfellsnes og bjó um árabil á Kóngsbakka í Helgafellssveit og á þar afkomendur.

Kona Steinþórs 31.10.1925; Ingibjörg Jónasdóttir 31. okt. 1899 - 4. apríl 1978. Húsfreyja á Breiðabólsstað, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Breiðabólsstað, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.

Börn;
1) Ingibjörg Helga Steinþórsdóttir 5. maí 1926 - 1. maí 2012. Var á Breiðabólsstað, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Skólahúsinu, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja og saumakona í Skólahúsinu við Sveinsstaði, A-Hún.
2) Jóhanna Gréta Steinþórsdóttir 23. des. 1927 - 6. ágúst 2021. Starfaði lengst af sem saumakona í Reykjavík. Var á Breiðabólsstað, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Breiðabólsstað, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.
3) Jónas Sigurður Steinþórsson 21. des. 1928 - 1. des. 2021. Hrossaræktandi og málari. Var á Breiðabólsstað, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Breiðabólsstað, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðar bús. í Sandgerði.
4) Sigurlaug Jósefína Steinþórsdóttir 10. maí 1931 - 18. des. 2015. Var á Breiðabólsstað, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH08817

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

21.7.2022

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir