Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Snorri Bjarnason (1925-2005)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
24.9.1925 - 21.12.2005
Saga
Snorri Bjarnason fæddist í Reykjavík 24. september 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 21. desember síðastliðinn. Snorri ólst upp í Reykjavík. Hann starfaði við húsasmíðar í Reykjavík til ársins 1960 en þá flutti hann með fjölskylduna norður að Sturluhóli í Engihlíðarhreppi í Húnavatnssýslu þar sem hann reisti nýbýli. Snorri og Erla bjuggu á Sturluhóli til ársins 1981 þegar þau fluttu til Blönduóss. Útför Snorra verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Staðir
Reykjavík: Sturluhóll í Refborgarsveit 1960: Blönduós 1981:
Réttindi
Hann útskrifaðist frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1944 sem húsasmiður og hlaut meistararéttindi nokkru síðar.
Starfssvið
Á Sturluhóli byrjaði hann með kúabú en sneri sér síðar að hænsnarækt. Í nokkur sumur ráku þau hjón sumardvalarheimili fyrir börn en einnig var á Sturluhóli farskóli og kenndi Snorri tvö síðustu ár skólans áður en Húnavallaskóli tók til starfa. Samhliða búskap stundaði hann húsasmíði á Blönduósi og kennslu við Grunnskólann og Iðnskólann sem þá var starfræktur. Á Blönduósi var hann ökukennari og umboðsmaður dagblaða þangað til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Lagaheimild
"Sagan undir malbikinu". Sjálfur stóð Snorri straum af útgáfunni og varð því að selja vel til að standa undir kostnaði. Eftir slaginn við tölvuna fannst honum það ekki mikið mál að selja bókina enda sameinaðist þar sem honum þótti hvað skemmtilegast að hitta mann og annan. Upplagið seldist upp á undraverðum tíma.
Innri uppbygging/ættfræði
Snorri var sonur hjónanna Bjarna Sigmundssonar frá Hvalnesi í Rauðasandshreppi, f. 26. febrúar 1898, d. 28. júní 1978, og Guðrúnar Snorradóttur frá Garðakoti í Hjaltadal, f. 13. ágúst 1896, d. 31. desember 1989.
Systkini Snorra eru Inga, f. 5. júní 1923, Björgvin, f. 5. maí 1928, d. 10. september 1995, og Bessi, f. 5. september 1930, d. 12. september 2005 leikari.
Snorri kvæntist 7. nóvember 1948 Erlu Aðalsteinsdóttur, f. 13 júlí 1929. Foreldrar Erlu voru Aðalsteinn Halldórsson frá Litlu-Skógum í Borgarfirði, f. 16. júní 1907, d. 30. ágúst 1989, og Steinunn Þórarinsdóttir frá Jórvík í Hjaltastaðaþinghá, f. 14. mars 1905, d. 2. ágúst 1980.
Börn Snorra og Erlu eru:
1) Sturla, f. 28. mars 1956, maki Helga Magnúsdóttir, börn þeirra eru Olga, Erla, Tinna og Davíð. Þau skildu.
2) Guðrún, f. 16. september 1960, maki Hreinn Magnússon, börn Guðmundur Snorri (faðir Benedikt Á. Guðmundsson), Harpa og Gauti.
3) Aðalsteinn, f. 16. nóvember 1961, maki Ingibjörg Kjartansdóttir, börn Dagrún (móðir Dagný Bjarnadóttir), Aðalsteinn Örn og Emil Örn, fyrir átti Ingibjörg börnin Hildi Björk og Kjartan Örn.
4) Bjarni, f. 10. október 1965, maki Kristín Linda Steingrímsdóttir, dóttir þeirra er Eva Björg,
5) Steinunn, f. 10. maí 1972, maki Sævar Sverrisson, dóttir hennar er Rannveig Hlín (faðir Jóhannes Berg).
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 26.7.2017
Tungumál
- íslenska