Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Skúli Jónsson (1853) Svignaskarði og Vancouver
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
27.8.1853 -
Saga
Skúli Jónsson 27. ágúst 1853 að Efri-Þverá. Daglaunamaður á Heggstöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Kom til að Svignaskarði 1884 frá Blönduósi (1882-1884), bóndi í Svignaskarði, Borgarhreppi, Mýr, fór til Vesturheims 1887 þaðan. Aktygjasmiður í Winnipeg. Bjó í Victoria, B.C. frá 1890
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Aktygjasmiður í Winnipeg
Bóndi og kornræktandi Vancouver eyju Victoria BC Kanada
Lagaheimild
Illt er af henni öfund pínast,
illt að bera sinni leitt,
illt að vilja einatt sýnast,
aldrei þó að vera neitt.
Þig við hefja þarf ég tal,
það skalt sjá og finna,
ekki tína orðin skal
ég úr bókum hinna.
Þín er vizka þar ei djúp
því að stærri mæða,
er gestrisni í hæðnishjúp
hrökklast við að klæða.
úr okkar hetju kvæðum.
Að svo skulir illa fer
eyða kröftum linum,
þjóðar prýði því hún er
þekkt af öllum hinum.
Að henni hnýta ekki ber,
er það skoðun lægri,
hún er dygð, sem heldur sér
heims að enda dægri.
Eftir alt þitt skálda skrum
og skilning þinn á kvæðum
armur dregur orðin sum
úr okkar helgu fræðum.
Þar er sálar sjónin sljó,
og sómakraftar linir,
biblíuna betur þó
brúka flestir 'hinir.
Sýnist mér það sómamorð,
og sóðalegust vinna,
biblíunnar óbreytt orð
í háðglósur þinna.
Svo það virðum sá sem hér
sannleikskyrðum brjálar,
trúmarksvirði ei að er
öll hans hirðing sálar.
Hvað sem talað um þig er,
eða fært í letur,
sjálfur lýsir þarna þér
þúsund sinnum betur.
Við þitt blakka vinnuspil
visku sent af sloti,
ganga einnig Gröndals til
gripur í orðaþroti.
(smb bls. 51 Heljarslóðarorrustu.)
Það er viltast vizkubúr
í vanþekkingar höfum
sem að dregur dárið úr
dauðra manna gröfum.
Það er leitt að lesa blöð,
Lárus vilt þú neita?
þar óheimildar orðaröð,
ósannindin skreyta.
Sætt er að veita sjálfs sín brauð
sanngjörn þörf ef styður,
en bjóða mönnum annara auð
á því fer nú miður.
Annara taktu aldrei hér,
umtals vertu frómur,
þau ráð skaltu þiggja af mér,
þjóðskáldanna dómur.
Ekki meira bera á bohð
betur hygg eg sæmi,
þá er bezt að okkar orð,
íslendingar dæmi.
Maywood P. O. Victoria B. C.
- Maí 1913.
Skúli Johnson Húnvetningur.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar; Jón Ólafsson 1817 - 17. mars 1874. Bóndi á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1845. Húsmaður á Flatnefsstöðum í Tjarnarsókn 1864. Bóndi í Gottorpi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870 og kona hans 26.4.1846; Helga Skúladóttir 7.8.1817 - 12.5.1888. Vinnuhjú á Bergsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Húskona á Flatnefsstöðum í Tjarnarsókn 1864. Húsfreyja í Gottorpi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Húskona á Ásgeirsá stærri, Víðidalstungusókn, Hún. 1880, ættuð austan af héraði.
Barnsfaðir hennar 10.7.1847; Jón „yngri“ Benediktsson 6.11.1796 - 9.3.1856. Var í Ytri-Ey, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1801. Bóndi á Njálsstöðum á Skagaströnd. Bóndi á Bergsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1845.
Systkini sammæðra;
1) Guðmundur Jónsson 10. júlí 1845 - 27. janúar 1923 Bóndi í Tungu, Stöpum og á Gnýsstöðum. Bóndi í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1880 og enn 1890. Bóndi á Stöpum 1895. „Búmaður var hann góður, hagur á tré og járn, traustur, hagsýnn og fengsæll formaður“ segir í Húnaþingi,
Barnsmóðir Guðmundar 1.9.1869; Ástríður Stefánsdóttir 22. ágúst 1833. Var í Ósi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1845. Vinnukona í Ósum á sama stað 1860. Vinnukona á Vatnsenda, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Var á Harastöðum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901.
M1 31.7.1876; Margrét Ólafsdóttir 22.7.1852. Húsfreyja í Tungu. Húsfreyja í Tungu, Tjarnarsókn, V-Hún. 1880 og 1890.
M2; Marsibil Magdalena Árnadóttir 7. ágúst 1870 - 23. júní 1942. Var á Stöpum, Tjarnarsókn, Hún. 1870, 1880 og 1890. Húsfreyja þar 1901. Var á Gnýsstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.
Alsystkini;
2) Guðríður Jónsdóttir 13.10.1847 - 18.12.1926. Vinnukona á Krossanesi, Tjarnarsókn, Hún. 1870. Bústýra þar 1875. Húsfreyja á Þernumýri, Breiðabólstaðarsókn, Hún. Var þar 1901.
3) Andvanafæddur drengur 13.10.1847 - 13.10.1847.
4) Ólafur Jónsson 3.7.1849 - 25.10.1849.
5) Ólafur Jónsson 11.9.1850. Vinnumaður í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870.
6) Sveinn Jónsson 25.9.1851 - 10.5.1892. Vinnumaður í Gröf, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Fór til Vesturheims 1888 frá Hlíð, Kirkjuhvammshreppi, Hún. Kona hans 27.4.1883; Kristín Sigurðardóttir 2.1.1848. Fór til Vesturheims 1888 frá Hlíð, Kirkjuhvammshreppi, Hún.
7) Anna Jónsdóttir 5.11.1856 - 21.1.1894. Var á Flatnefsstöðum í Tjarnarsókn 1864. Var í Gottorpi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1870. Vinnukona á Syðra-hóli, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1888 frá Hlíð, Kirkjuhvammshreppi, Hún. M, 5.3.1889: Jón Þorsteinsson.
8) Guðmann Jónsson 30.11.1858 - 23.11.1860.
9) Stefán Jónsson 12.10.1860 - 21.2.1861.
10) Jón Jónsson 21.1.1863 - 9.2.1865. Var á Flatnefsstöðum í Tjarnarsókn 1864.
Kona hans; Halldóra Eiríksdóttir Johnson 12.8.1859 - 6.1.1926. Var í Svignaskarði, Stafholtssókn, Mýr. 1860 og 1870. Var á Sleggjulæk, Síðumúlasókn, Mýr. 1880. Blönduósi 1882-1884) Fór til Vesturheims 1887 frá Svignaskarði, Borgarhreppi, Mýr.
Börn (Þau eignuðust 8 börn en aðeins þrjú þeirra náðu fullorðinsaldri)
1) Jón Levy Johnsson 1883. Blönduósi og vesturheimi
2) Eiríkur Skúlason 7.9.1885 - 1.10.1886. Svignaskarði
3) Helgi Johnson
4) Ágústa Johnson
5) Barn 1913-1913 Seattle
Almennt samhengi
Minningarljóð um Halldóru;
Æskuleiksystir þú sefur nú rótt
um síðasta bústaðinn alt er svo hljótt,
en öndin þín svífur um sólgeislans
braut
og sér engan skugga er valdið fær
þraut.
Minningin lifir, þó mold hylji ná
móður nú helgasta uppfyllt er þrá.
Þú samtengd ert blessuðu börnunum
þín
sem bjóða hana mömmu velkomna til
sín.
Ritað að tilmælum nánustu aðstandenda. •
J. Johnson
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Skúli Jónsson (1853) Svignaskarði og Vancouver
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 8.9.2023
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 8.9.2023
Íslendingabók
FamSearch. https://www.familysearch.org/tree/person/details/M3ZD-WGD
Lögberg 19.6.1913. https://timarit.is/page/2189622?iabr=on
Lögberg 26.6.1913. https://timarit.is/page/2189631?iabr=on
Lögberg 25.3.1926. https://timarit.is/page/2195069?iabr=on