Skrúður í Dýrafirði

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Skrúður í Dýrafirði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

7.8.1909 -

Saga

Séra Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959) prófastur og skólastjóri á Núpi, ræktaði garðinn Skrúð í skjólsælum hvammi um 1 km austan við bæinn Núp í Dýrafirði.
Upphafsár framkvæmda við Skrúð er árið 1905 en formlegur vígsludagur er 7. ágúst 1909.

100 ára afmælis garðsins var minnst með hátíð í garðinum 8. ágúst 2009.
Frá upphafi til 1960 gegndi garðurinn kennslu- og tilraunahlutverki þar sem nemendum Núpsskóla var kennd ræktun og notkun matjurta í garði skýldum trjám og skrýddum blómum. Brautryðjandahlutverk sr. Sigtryggs og konu hans Hjaltlínu Guðjónsdóttur í Skrúð er skýrt enda voru Íslendingum lítt kunn önnur ræktuð matvæli en jarðepli og tröllasúra (rabarbari) í upphafi 20. aldar.

Skrúður er ein merkilegasta varðan í garðyrkjusögu Íslendinga og af nafni hans má rekja orðið „skrúðgarður“. Á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar varð garðurinn í góðri rækt og þá vel þekktur grasagarður í góðum tengslum við erlenda grasagarða fremur en matjurtagarður, undir umsjón Þorsteins Gunnarssonar og Ingunnar Guðbrandsdóttur.
Undir forustu Garðyrkjuskóla ríkisins var árið 1991 hafist handa við að gera Skrúð upp og síðan 1996 hefur hann þjónað því hlutverki að vera minnismerki um sjálfan sig, upphafsfólkið og ræktunarsögu Íslendinga. Skrúður er rekinn sameiginlega af bæjarfélaginu og sérstökum framkvæmdasjóði og er ætlunin að þar geti gestir fræðst um margt sem snýr að útiræktun matjurta, trjáa og skrautjurta á Íslandi.

Hið fræga hvalbeinshlið sem stóð í Skrúð til haustsins 2009 hefur nú verið tekið niður og verður
varðveitt innanhúss í framtíðinni, enda liðin 118 ár frá því sú stóra skepna (steypireyður) var að velli lögð af einu skipi Kapt. Berg á Framnesi. Kjálkabein úr langreyði verða sett upp í garðinum í stað gömlu beinanna.

Aðkoma að Skrúð hefur verið bætt nokkuð og fyrirhugað er að reisa þar í framtíðinni þjónustuhús fyrir starfsmann garðsins og gesti.

Staðir

Vestfirðir; Dýrafjörður; Núpur; Núpsskóli:

Réttindi

Starfssvið

Garðurinn stendur á landi kirkju- og þáverandi héraðsskólasetursins á Núpi í Dýrafirði, þar sem séra Sigtryggur var prestur og skólastjóri og bróðir hans, Kristinn, bóndi.

Garðurinn ber sterk einkenni klassískra garða Evrópu frá 16. og 17. öld og getur því kallast nýklassískur garður. Það sem einkennir slíka garða er formföst uppbygging oft með sterkum ás sem gengur í gegnum garðinn endilangan og annan veikari þvert á, svo myndast krossform. Prestinum séra Sigtryggi hefur efalaust fundist þetta vel við hæfi, en ekki verið ginnkeyptur fyrir bogalaga krúsidúllugörðum í þeim viktoríska anda sem mest var móðins á þessum tíma í Evrópu.

Fyrstu trén voru gróðursett árið 1908 en það voru sex reyniviðir. Fram til ársins 1914 gróðursetti hann ásamt nemendum sínum 50 reynitré og var hvert og eitt tré merkt þeim nemanda er gróðursetti. Hann gróðursetti gulvíði frá Sörlastöðum í Fnjóskadal meðfram stígnum að gosbrunni og plantaði margvíslegum runnategundum svo sem rauðblaðarós og rifsi.
Hann ræktaði margs konar grænmeti í garðinum og gerði árlega tilraunir með ýmis afbrigði sem hann mat og skráði samviskulega niður í dagbók sem hann hélt.

Nafnið Skrúður var tillaga ungrar stúlku úr Reykjavík, Sigríðar Einarsdóttur. Því er haldið fram að nafnið Skrúður hafi orðið fyrirmyndin að orðinu skrúðgarður, hugtaki sem bæði er notað um garða í einkaeign og almenningsgarða.

Mikið af upprunalegum gróðri Skrúðs er ekki lengur til staðar, flest trén voru af skammlífum tegundum svo sem reyniviður, og koma til með að falla á næstu 10 árum. Eitt tré sker sig úr, það er Evrópulerkið stæðilega sem stendur í norðvesturhorni garðsins og var gróðursett af Sigtryggi um 1908 (1912), það er nú um 12 metra hátt og er ennþá að bæta við sig, enda getur tegundin náð allt að 250 ára aldri.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00600

Kennimark stofnunar

IS HAH Vestf

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 16.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir