Skriðufell við Hvítárvatni

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Skriðufell við Hvítárvatni

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Skriðjökull sá, er fellur úr Langjökli ofan í Hvítárvatn, norðan við Skriðufell, er hinn hrikalegasti, sem menn eiga kost á að sjá hér nærlendis. Þangað er tæplega þriggja tíma gangur frá sæluhúsi Ferðafjelagsins við Hvítárvatn. Er þá gengið i Karlsdrátt, sem sagnir segja, að verið hafi veiðistöð góð í gamla daga, þótt ólíklegt virðist, en Karlsdráttur nefnist vík ein í vatninu, er liggur fast upp við skriðjökulinn.

Hvítárnes er mikið, marflatt mýrarflæmi austan við Hvítárvatn og falla um það nokkrir kílar, en ekki getur það nes kallast. Sæluhúsið stendur austan við mýri þessa, en svo lágt, að lítið sér til vatnsins yfir flatneskjuna, sem á milli er. Útsýni er þó hið fegursta frá húsinu.

Beint á móti rís Skriðufell þverhnípt upp frá vatninu og beggja vegna falla skriðjölkarnir fram í vatnið. Blasa jökulhamrarnir margra faðma háir vel við frá húsinu, og yfir mýrina ber fjalljakana, sem eru á reki víðsvegar um vatnið, eða standa á grunni nærri löndunum. Er þetta hvort tveggja mjög fagurt og sérkennilegt. Stundum hlaupa kindur á jökli í Skriðufell, og lenda þar í sveltu, því hagar eru þar sama og engir. Yfir syðri skriðjökulinn ber Jarlhettur, þyrpingu af hvössum, háum tindum, afar einkennilegum, einkum héðan séð, þar sem þeir sýnast standa dimmbláir upp úr drifhvítri jökulbreiðunni. Norðaustan við vatnið, norðvestur frá húsinu, eru lágir hálsar með gróðri. Það eru Hrefnubúðir. Þar á bak við er Karlsdráttur. Þar inn frá falla Fúlakvísl og Fróða í Hvítárvatn. Lengra norður er Hrútafell, geysimikill þverhníptur höfði fram úr jöklinum. Á því er sérstakur jökull og ganga skriðjökulfossar fram um skörð brúnanna. í norðaustri eru svo Kerlingarfjöll og Hofsjökull. Beint í suðri gnæfir Bláfell hátt og tignarlegt.

Staðir

Langjökull; Hvítárvatn; Hvítárnes; Jarlhettur; Hrefnubúðir; Karlsdráttur; Fúlakvísl; Fróði; Hrútafell; Kerlingarfjöll; Bláfell:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Suðurjökull í Langjökli / Norðurjökull ((1400))

Identifier of related entity

HAH00879b

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1400

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hvítárnes ((1950))

Identifier of related entity

HAH00322

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hvítárnesskáli ((1950))

Identifier of related entity

HAH00323

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hvítárvatn við Langjökul ((1950))

Identifier of related entity

HAH00259

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00466

Kennimark stofnunar

IS HAH-Fjall

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 9.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir