Símon Björnsson (1844-1916) Dalaskáld

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Símon Björnsson (1844-1916) Dalaskáld

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

2.7.1844 - 9.3.1916

History

Símon Björnsson „Dalaskáld“ 2.4.1844 [2.7.1844] - 9.3.1916. Var á Höskuldsstöðum, Miklabæjarsókn, Skag. 1845. Húsmaður á Löngumýri í Vallhólmi, Silfrastöðum í Blönduhlíð og í Gilhaga á Fremribyggð, Skag. Húsmaður í Gilhaga, Goðdalasókn, Skag. 1890. Var „vafalaust eitt afkastamesta alþýðuskáld sinnar samtíðar“ segir í Skagf.1850-1890 III. Orðrómur var um að Símon væri sonur Sigurðar Breiðfjörð skálds, en það er þó alls óvíst.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Björn Magnússon 24.6.1817 - 1.8.1866. Húsbóndi á Höskuldstöðum í Blönduhlíð, Skag. 1835. Bóndi á sama stað og kona hans 2.5.1844; Elísabet Jónasdóttir 1826 - 1903. Ólst upp hjá móðurbróður sínum, Símoni Þorlákssyni, sem gaf Elísabetu og Birni eignarjörð sína Höskuldsstaði á brúðkaupsdegi þeirra og fór síðan í hornið til þeirra. Húsfreyja á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð, Skag. 1845. Var eftir dauða manns síns í húsmennsku á ýmsum bæjum í Blönduhlíð, Skag.
Barnsfaðir hennar 29.7.1868; Jón Hallgrímsson Holm 1.5.1842 - 18.9.1924. Vinnumaður á Syðstu-Grund í Blönduhlíð, Skag. Bóndi á Hrólfsstöðum í sömu sveit. Fór til Vesturheims 1900 frá Myrká, Skriðuhreppi, Eyj. Tók sér ættarnafnið Hólm þar vestra.

Alsystkini hans;
1) Hólmfríður Kristrún Björnsdóttir 24.9.1847 - 1920. Húsfreyja á Mælifellsá á Efribyggð, Skag. Fór þaðan til Vesturheims 1901. Barnlaus. Maður hennar; Jónas Jóhann Sigfússon 22.5.1868 - 1939. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð, Skag. Fór þaðan til Vesturheims 1901. Barnlaus.
2) Magnús Björnsson 13.11.1848 - 1849
3) Þorlákur Björnsson 15.5.1852 [16.5.1852] - 24.9.1937. Bóndi á Miðsitju í Blönduhlíð, Skag. Fór þaðan til Vesturheims 1883. Kona hans 26.10.1877; Hólmfríður Sigurðardóttir 29.11.1850 - 30.8.1916. Var á Þúfnavöllum, Myrkársókn, Eyj. 1860. Húsfreyja á Miðsitju í Blönduhlíð, Skag. Fór þaðan til Vesturheims 1883.
4) Anna Björnsdóttir 12.7.1856 - 1865.
5) Ingunn Björnsdóttir 13.7.1857. Ógift vk. í Sólheimum í Blönduhlíð 1884. Fór ógift til Vesturheims 1889 frá Stóru-Seylu í Seyluhr., Skag. Barnsfaðir hennar 12.9.1885; Jón Jónsson 9.8.1860 - 24.8.1891. Húsmaður víða í Skagafirði. Vinnumaður á Bakka á Tjörnesi, S-Þing. um 1880. Flutti 1888 frá Mið-Samtúni í Kræklingahlíð, Eyj. að Héðinshöfða á Tjörnesi og var þar vinnumaður til um 1890. Vinnumaður á Skinnastað, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1890. Vinnumaður á Skinnastað, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1890. Húsmaður í Götu á Tjörnesi um 1896-98. Lærður skósmiður en stundaði lítið þá iðn. Nefndur Jón Jónsson „Skinni“. Sonur þeirra Halldór Einar Johnson (1885-1950) prestur í Blaine Washingtonfylki
6) Ágústa Björnsdóttir 20.8.1858 - 1879. Var á Höskuldsstöðum, Miklabæjarsókn, Skag. 1860. Niðursetningur á Höskuldsstöðum, Miklabæjarsókn, Skag. 1870. Var síðast tökustúlka á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð, Skag. Dó ógift og barnlaus.
7) Sigríður Björnsdóttir 28.5.1866. Var vinnukona á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal, Skag. 1890, þá ógift og barnlaus. „Þótti nokkuð sérleg í háttum, en þó vel greind á ýmsan hátt“ segir í Skagf.1850-1890 II
Sammæðra
8) Nikolína Jónsdóttir 29.7.1868 - 10.11.1959. Var í vistum á Akureyri, m.a. hjá Páli Briem amtmanni. Fór til Vesturheims 1913 frá Akureyri, Eyj. Bjó fyrst hja Þorláki hálfbróður sínum í N-Dakota, síðan í Selkirk. Maður hennar 1943; Guðjón Sólberg Friðriksson 4.11.1867 - 23.1.1954. Fór til Vesturheims 1896 frá Haukadal, Þingeyrarhr., Ís. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Fór til Vesturheims 1911. Hermaður í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöld.

Kona hans 5.1.1875; Margrét Sigurðardóttir 1840 - 1909. Húsfreyja á Gili í Borgarsveit, Skag. Í Skagf.1850-1890 II segir um Margréti að hún hafi verið „fáskiptin fremur, en þétt í lund og lét ógjarna hlut sinn, mætti hún halda honum. Hún var meðalgreind fyllilega að eðlisfari, en lítt lesin; hafði þó eyru fyrir fróðleik, sögðum og lesnum“.

Börn þeirra;
1) Jakobína Símonardóttir 19.4.1875 - 24.8.1876
2) Margrét Símonardóttir 9.6.1880 - 11.7.1882
3) Friðfríður Símonardóttir 5.12.1884 [7.12.1884] 27.12.1963. Var á Breið, Goðdalasókn, Skag. 1890. Sjúklingur í Árnahúsi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Var í Reykjavík 1910. Barnlaus. M: Valdimar Andersen múrarameistari í Kaupmannahöfn.

General context

Símon Dalaskáld (2. júlí 1844 – 9. mars 1916) var íslenskt skáld og förumaður á 19. og 20. öld. Hann var Bjarnarson en tók sér snemma kenningarnafnið Dalaskáld og kenndi sig við Skagafjarðardali (Vesturdal og Austurdal) þar sem hann átti lengst af heimili þótt hann væri mikið á flakki, en margir halda raunar vegna kenninafnsins að hann hafi verið upprunninn í Dalasýslu.

Hann var fæddur á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði og var elstur af 13 systkinum. Hann fór að heiman fljótlega eftir fermingu og var í vinnumennsku í Skagafjarðardölum, giftist og átti börn sem öll dóu ung nema eitt, var um tíma við búhokur en var þó mest í ferðalögum, fór um allt land og seldi ritverk sín og fleira. Hann var þó ekki umrenningur eða betlari, miklu fremur skemmtikraftur sem ferðaðist um og stytti fólki stundir.

Símon var talinn það sem kallað er talandi skáld og orti oft jafnhratt og aðrir mæla óbundið mál. Talið er að fáir Íslendingar hafi samið jafn margar vísur og Símon, því utan þær rímur sem hann samdi, orti hann vísur um þúsundir manna um land allt. Þótt Símon væri farinn að gefa út kver með rímum sínum og öðrum kveðskap fyrir þrítugt lærði hann ekki að skrifa fyrr en á fimmtugsaldri og varð aldrei vel skrifandi. Þó gaf hann út fjölmarga rímnaflokka, tvær ævisögur - Bólu-Hjálmars sögu og Sögu Eiríks Magnússonar (Mera-Eiríks), og löngu eftir dauða hans kom út skáldsaga sem hann hafði skrifað, Árni á Arnarfelli og dætur hans.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH06749

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsinga er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 26.10.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places