Sigurveig Guðmundsdóttir (1909-2010) Hafnarfirði

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigurveig Guðmundsdóttir (1909-2010) Hafnarfirði

Hliðstæð nafnaform

  • Sigurveig Kristín Sólveig Guðmundsdóttir (1909-2010)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

6.9.1909 - 12.4.2010

Saga

Sigurveig Kristín Sólveig Guðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 6. september 1909. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. apríl síðastliðinn. Sigurveig ólst upp í Hafnarfirði. . Árið 2005 var Sigurveig sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsstörf. Útför Sigurveigar fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, í dag, 20. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30.

Staðir

Hafnarfjörður og aftur 1949: Patreksfjörður:

Réttindi

Eftir barnaskólanám stundaði hún nám í Flensborgarskóla og síðar í Kvennaskólanum og lauk námi þaðan. Sigurveig útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933.

Starfssvið

Að námi loknu stundaði hún kennslu við Landakotsskóla í átta ár en lengst af kenndi hún við Lækjarskóla í Hafnarfirði. Sigurveig hafði alla tíð mikil afskipti af félagsmálum. Hún var um skeið formaður Kvenréttindafélagsins, var um langa hríð virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og var síðar meðal stofnenda Kvennalistans. Hún var einnig fyrsti formaður Félags kaþólskra leikmanna og lét víðar til sín taka.

Lagaheimild

Ævisaga hennar, Þegar sálin fer á kreik, kom út árið 1991.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Guðmundur Hjaltason alþýðufræðari, f. 1853, d. 1919, og Hólmfríður Margrét Björnsdóttir, f. 1870, d. 1948.
Systkini Sigurveigar voru Margrét Halldóra Guðmundsdóttir, f. 1898, d. 1970, og Hjalti Einar Guðmundsson, f. 1913, d. sama ár.
Hinn 26. desember 1939 giftist Sigurveig Sæmundi L. Jóhannessyni, skipstjóra og stýrimanni, f. 26. september 1908 á Vaðli á Barðaströnd, d. 8. desember 1988 í Hafnarfirði. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau á Patreksfirði en árið 1949 fluttu þau til Hafnarfjarðar og vann hann lengst af eftir það í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Sigurveig bjó í Gerðinu í Hafnarfirði til ársins 1991 er hún flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sigurveig og Sæmundur eignuðust sjö börn:
1) Jóhannes, f. 1940, d. 1983. Eiginkona hans er Margrét Thorlacius, fv. kennari. Börn þeirra: a) Guðni Thorlacius, f. 1968. Hann á þrjú börn og er eiginkona hans Eliza Reid. b) Patrekur, f. 1972. Hann á tvo syni og er eiginkona hans Rakel Anna Guðnadóttir. c) Jóhannes Ólafur, f. 1979. Eiginkona hans er Stefanía Jónsdóttir og eiga þau einn son.
2) Guðrún Antonía, verslunarmaður, f. 1942, d. 2000. Eiginmaður hennar er Jón Rafnar Jónsson, verslunarmaður. Börn þeirra: a) Sæmundur Þór, f. 1963. Eiginkona hans er Elsa Inga Óskarsdóttir. Sæmundur á eina dóttur. b) Álfheiður Katrín, f. 1966. Eiginmaður hennar er Ólafur Ásmundsson og eiga þau fjóra syni. c) Sigurveig Kristín, f. 1970. Eiginmaður hennar er Hinrik Fjeldsted og eiga þau tvær dætur.
3) Margrét Hrefna, leikskólakennari og fyrrverandi fræðslufulltrúi hjá Umferðarráði, f. 1943. Eiginmaður hennar er Þorkell Erlingsson verkfræðingur. Þeirra börn: a) Hlín Kristín, f. 1972. Sambýlismaður hennar er Paal Arne Sellæg. b) Erlingur, f. 1974. Sambýliskona hans er Ásbjörg Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn.
4) Gullveig Teresa, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri, f. 1945. Eiginmaður hennar er Steinar J. Lúðvíksson, blaðamaður og rithöfundur. Börn þeirra: a) Lúðvík Örn, f. 1968. Eiginkona hans er Hanna Lilja Jóhannsdóttir og eiga þau þrjú börn. b) Ingibjörg Hrund, f. 1973, d. 1975.
5) Guðmundur Hjalti, aðalvarðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, f. 1947. Eiginkona hans er Jenný Einarsdóttir fulltrúi. Þeirra börn: a) Einar Lyng, f. 1971. Einar á þrjú börn og er sambýliskona hans Rakel Árnadóttir. b) Rósa Lyng, f. 1973. Eiginmaður hennar er Hallgrímur Indriðason og eiga þau tvær dætur. c) Daníel, f. 1975. Daníel á þrjár dætur og er sambýliskona hans Kristín Björg Yngvadóttir.
6) Logi Patrekur, umsjónarmaður á olíuborpöllum Statoil, f. 1949. Eiginkona hans er Jóhanna Gunnarsdóttir þjónustufulltrúi. Börn þeirra: a) Randí, f. 1974. Eiginmaður hennar er Sölvi Rasmussen og eiga þau tvö börn. b) Rakel Sif, f. 1975. c) Gunnar Logi, f. 1984.
7) Tómas Frosti, rannsóknarlögreglumaður, f. 1953. Eiginkona hans er Dagbjörg Baldursdóttir, félagsráðgjafi. Þeirra börn: a) Hrafnhildur Elísabet, f. 1969. Hún á þrjú börn og eitt barnabarn. b) Fjóla Fabiola, f. 1973. d. 1975. c) Sigurveig Sara, f. 1977. Hún á þrjá syni og er maður hennar Kjetil Sigmundssen. d) Katrín Kine, f. 1985.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01864

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 24.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir