Sigurlaug Jónasdóttir (1897-1978) frá Kárdalstungu

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigurlaug Jónasdóttir (1897-1978) frá Kárdalstungu

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

11.7.1897 - 14.7.1978

Saga

Sigurlaug Jónasdóttir 11. júlí 1897 - 14. júlí 1978. Ráðskona í Káradalstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Ási, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi, ógift.

Staðir

Holt á Ásum 1897
Smyrlaberg 1899
Litla-Búrfell 1901
Hvammur í Vatnsdal 1907-1915
Eyjólfsstaðir 1915
Kárdalstunga 1921

Réttindi

Kvsk á Blönduósi 1918-1920

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Jónas Jóhannsson 7. febrúar 1868 - 28. júní 1937 Bóndi í Hamrakoti, Litla-Búrfelli og síðast í Kárdalstungu í Vatnsdal. Bóndi í Hamrakoti, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Bóndi í Káradalstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930 og kona hans 26.12.1896; Jóhanna Jóhannsdóttir 15. ágúst 1866 - 26. mars 1906 Húsfreyja í Hamrakoti, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Litla-Búrfelli.

Systkini hennar;

1) Benedikt Ingvar Jónasson 28. júlí 1890 - 28. september 1932 Lausamaður á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Vaglir, Áshreppi, A-Hún. Bóndi á Vöglum í Vatnsdal, A-Hún. Kona hans; Jósefína Leifsdóttir Hansen 5. mars 1884 - 21. júlí 1966. Ómagi á Tungu, Eyrarsókn í Skutulsfirði, Ís. 1890. Húsfreyja á Vöglum í Vatnsdal 1920. Sjúklingur í Reykjavík 1930. Heimili: Vaglar, Vatnsdal. Var í Áshreppi 1957. Síðast bús. í Áshreppi.
2) Þórdís Jónasdóttir 6. febrúar 1892 - 1944 Fór til Vesturheims 1913 frá Hvammi, Áshreppi, Hún. Hjúkrunarkona í Winnipeg og Boston. Ógift og barnlaus.
3) Bjarni Guðmann Jónasson 8. mars 1896 - 22. desember 1981 Bóndi á Marðarnúpi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Eyjólfsstöðum, Áshreppi, A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.
4) Ingibjörg Jónasdóttir 31. október 1899 - 4. apríl 1978. Húsfreyja á Breiðabólsstað, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Breiðabólsstað, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.
5) Jóhann Hafsteinn Jónasson 5. október 1901 - 11. júní 1975 Bóndi á Njálsstöðum í Vindhælishreppi, A-Hún. Síðast bús. í Höfðahreppi. Fósturfor.: Jósefína Jósefsdóttir og Sveinn Stefánsson, kona hans 10.11.1927; Aðalheiður Soffía Sigurðardóttir 25. apríl 1908 - 24. október 2002 Var á Njálsstöðum, Vindhælishreppi, A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Nefnd Soffía Aðalheiður í Æ.A-Hún.
6) Margrét Jónasdóttir 28.8.1903 - 06.6.1992. Vinnukona í Káradalstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var að Urriðaá, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi.
7) Guðmundur Jónasson 3. júní 1905 - 6. febrúar 1988 Bóndi á Kornsá í Vatnsdal og síðar Ási í Vatnsdal. Búfræðingur. Lausamaður á Hofi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Ási, Áshreppi, A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Kona hans 15.8.1936; Efemía Sigurlaug Guðlaugsdóttir 18. júlí 1904 - 15. febrúar 2004 Húsfreyja á Kornsá og Ási í Vatnsdal, síðast bús. á Blönduósi. Var á Ási, Áshreppi, A-Hún. 1957.

Fósturbörn:
1) Lárus Konráðsson, 1. des. 1928 - 28.3.2008. Var á Brúsastöðum, Áshreppi, A-Hún. 1957. Bóndi á Brúsastöðum.
2) Kristjana Benediktsdóttir, bróðurdóttir hennar, gift Frank Mooney starfsmanni á Keflavikurflugvelli og eru þau búsett í Ytri-Njarðvík.

Almennt samhengi

Sigurlaug Jónasdóttir frá Ási andaðist á Héraðshælinu 14. júlí. Hún var fædd 11. júlí 1897 að Holti á Ásum.
Voru foreldrar hennar hjónin Jónas Jóhannsson, bóndi i Kárdalstungu og víðar, Guðmundssonar. Móðir Jónasar var Margrét Jóelsdóttir frá Saurbæ. Móðir Sigurlaugar var Jóhanna Jóhannsdóttir frá Brandaskarði á Skagaströnd Jóhannessonar, bónda á Ásbúðum á Skaga.
Amma Sigurlaugar var Sigurlaug Magnúsdóttir af hinni svo kölluðu Guðlaugsætt. Var Sigurlaug alsystir Ingibjargar, á Breiðabólstað, sem fyrr er um getið. Vorið 1899 fluttist Sigurlaug með foreldrum sínum að Smyrlabergi og tveim árum síðar eða árið 1901 að Litla-Búrfelli, þar sem foreldrar hennar bjuggu við mikla fátækt um nokkurra ára skeið. Þann 25. mars 1906 lést móðir hennar á besta aldri frá 8 ungum börnum. Ári síðar brá faðir hennar búi og fór þá vistráðinn að Hvammi í Vatnsdal og fylgdi Sigurlaug honum þangað. Þar dvaldi hún um árabil eða til 18 ára aldurs er hún réðist í vist að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Haustið 1918 innritaðist hún í Kvennaskólann á Blönduósi og útskrifaðist þaðan vorið 1920. En vorið 1921 keypti Jónas faðir hennar, Kárdalstungu og hóf þar búskap. Þá um vorið réðist Sigurlaug til hans sem ráðskona. Skömmu síðar tók Sigurlaug tvö ung fósturbörn, en þau eru: Kristjana Benediktsdóttir, bróðurdóttir hennar, gift Frank Mooney starfsmanni á Keflavikurflugvelli og eru þau búsett í Ytri-Njarðvík. Hitt fósturbarnið er Lárus Konráðsson, bóndi á Brúsastöðum, en hann er kvæntur Ragnheiði Blöndal.

Tengdar einingar

Tengd eining

Jónas Jóhannsson (1868-1937) Kárdalstungu (7.2.1868 - 28.6.1937)

Identifier of related entity

HAH05813

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jónas Jóhannsson (1868-1937) Kárdalstungu

er foreldri

Sigurlaug Jónasdóttir (1897-1978) frá Kárdalstungu

Dagsetning tengsla

1897

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07551

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 28.4.2022

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir