Sigurður Líndal (1931) Lagaprófessor

Auðkenni

Tegund einingar

Leyfileg nafnaform

Sigurður Líndal (1931) Lagaprófessor

Hliðstæð nafnaform

  • Sigurður Helgi Theodórsson Líndal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

02.07.1931

Saga

Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og BA-prófi í latínu og mannkynssögu frá Háskóla Íslands árið 1957, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1959 og MA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1968. Hann lauk einkaflugmannsprófi árið 1968 og stundaði nám í réttarsögu við Kaupmannahafnarháskóla árið 1960, við Háskólann í Bonn í Þýskalandi 1961-1962 og University College í Oxford árið 1998 og 2001.
Hann var dómarafulltrúi við embætti Borgardómara í Reykjavík 1959-1960 og 1963-1964, hæstaréttarritari við Hæstarétt Íslands frá 1964-1972, var prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá 1972-2001. Árið 2007 var hann ráðinn prófessor við Háskólann á Bifröst og var þar um skeið. Hann var dómari í Félagsdómi 1974-1980, forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976-2001, forseti Hins íslenzka bókmenntafélags frá 1967-2015. Hann var í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar frá 1996-2006, var ráðunautur landstjórnar Færeyja í sjálfstæðismálum 1997-2000. Frá 2002-2005 var hann formaður rannsóknarnefndar til að rannsaka flugslys í Skerjafirði Sigurður hefur ritað mikið um kenningar í lögfræði, sagnfræði og stjórnmálafræði og ritstýrt fjölda verka á þessum fræðasviðum. Á sjötugsafmæli hans árið 2001 var gefin út bókin Líndæla sem er safn greina sem ritaðar voru honum til heiðurs.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH09466

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

MÞ 31.07.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir