Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigurdrífa Tryggvadóttir (1911-1989) Syðri-Völlum V-Hvs
Hliðstæð nafnaform
- Sigurdrífa Tryggvadóttir (1911-1989) Engidal
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
16.5.1911 - 2.11.1989
Saga
Sigurdrífa Tryggvadóttir frá Engidal Fædd 16. maí 1911 Dáin 2. nóvember 1989 á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Útför hennar var virðulega gjörð frá Húsavíkurkirkju þann 11. s.m. Átta synir hennar allt vörpulegir menn á besta aldri báru kistuna til grafar og á eftir fylgdu fjórar dætur hennar ásamt stórum hópi barnabarna. Nokkuð er það óvanalegt að sjá svo stóran systkinahóp saman kominn. Það má og segja, að foreldrum þessara systkina hafi skilað óvenju vel um bratt lendi lífsbaráttunnar, sem jafnan var háð á brjóstum hinnar mis gjöfulu náttúru þessa lands, en þau voru fólk mikillar gerðar bæði til sálar og líkama og árangurinn eftir því.
Á Halldórsstöðum ólst Sigurdrífa upp til 14 ára aldurs, en þá fóru foreldrar hennar búferlum að Engidal í sömu sveit. Nærri má því geta, að ekki hefur lífsbaráttan á heiðarbýlinu verið eintómur dans á rósum og önn húsfreyjunnar þung bæði daga og nætur. Til marks um það, þá fór Sigurdrífa aldrei í kaupstað í þessi rúm 15 ár og eitt sinn liðu svo 5 ár, að hún fór eigi út af bæ sem kallað er. Það var löngum hlutskipti hennar, að klukkan réði ekki vinnudeginum, heldur trúmennska hennar og endalitlar þarfir annarra.
Bókhneigðinni gat hún ekki þjónað, nema að taka af svefntíma sínum um nætur, þegar kyrrð var komin á barnahópinn. En hjónin voru samtaka um allt, hvort heldur sem galt meðlæti eða mótlæti og ekkert var til annarra sótt, enda sjálfsbjargar hvötin sterk hjá báðum. Búið varað vonum ekki stórt, en afurðagott með afbrigðum því Páll var snjall búmaður. Einnig var hann slyngur veiðimaður og sótti mikla björg í bú bæði hvað snerti fugl og fisk, enda heiðin gjöful á hvorutveggja. Vorið 1951 brugðu þau Engidals hjónin á það ráð að flytjast búferlum að Saltvík í Reykjahreppi og mun sú ráðabreytni einkum hafa orsakast af því, að þau vildu bæta menntunaraðstöðu barna sinna. Í Saltvík fæddust þeim brátt tveir drengir og þar búnaðist þeim vel, því jörðin er kostamikil, en sakir þess að þau fengu hana ekki keypta, þá fluttu þau þaðan eftir 9 ára búskap austur að Eiðum í N-Múlasýslu og var öllum sveitungum þeirra eftirsjón að, því þau voru hinir bestu nágrannar og svo góð heim að sækja að við var brugðið. Á Eiðum var viðstaðan aðeins tvö ár, því þar festi fjölskyldan eigi yndi og lá þá leiðin vestur að Syðri Völlum á Vatnsnesi þar sem æskuheimili Páls hafði áður staðið. Á Syðrivöllum var svo þegar hafist handa með umfangsmiklar framkvæmdir bæði hvað snerti byggingar og ræktun og grunnur lagður að nýrri og betri framtíð. En á þessum árum tók hinn stóri systkinahópur mjög að dreifast úr foreldrahúsum bæði vegna náms og starfa svo sem vænta mátti.
Sigurdrífa fann sig ekki heima á Syðrivöllum og mun hugur hennar oft hafa leitað til æskustöðvanna. Páll mun ekki heldur hafa fallið eins vel að umhverfinu og hann hugði, því tímarnir höfðu breyst og æskufélagarnir umvörpum horfnir. Hinsvegar var ljómi endurminninganna frá Engidal kominn á himininn og laðaði heim í heiðardalinn. Það fór því svo árið 1968 eftir 7 ára dvöl á Syðrivöllum, að þau hjónin létu jörðina í hendur Eiríki syni sínum og fluttu norður í Engidal þar sem þeim var vel fagnað af fv. sveitungum, ungum sem öldnum.
Við endurkomu sína í Engidal gátu þau hjónin kastað mæðinni, notið bókhneigðar sinnar og dundað við hannyrðir, sem báðum var lagið. Búskapurinn var aðeins nokkrar kindur til ánægjuauka og veiðiskapur húsbóndans sport í stað lífsbaráttu áður. Börn þeirra og tengdabörn hlúðu að dvöl þeirra í Engidal með ýmsu móti, en langstærstur var hlutur Kristlaugar dóttur þeirra í því tilliti. Hún dvaldi í Engidal þeim við hlið 6 síðustu búskaparárin, eða þar til yfir lauk hjá Páli árið 1984 og reyndist þeim ómetanleg stoð á alla lund. Einnig dvöldu þar synir hennar og maður, þegar þeir máttu því við koma sakir skólagöngu og atvinnu, og lífgaði það mikið uppá samfélag heiðarbýlisins.
Staðir
Halldórsstaðir í Bárðardal: Engidalur 1925: Saltvík 1951: Eiðar í Eiðaþinghá 1960: Syðri-Vellir á Vatnsnesi 1962: Engidalur í Bárðardal 1969:
Réttindi
Á Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal stundaði hún nám veturna 1929-30 og 30-31. Skólagangan varð ekki lengri, en sakir námfýsi stundaði hún töluvert sjálfsnám með þeim árangri, að hún náði að lesa Norðurlandamálin reiprennandi og þýsku sér til gagns.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Hún var yngst af fimm börnum foreldra sinna þeirra Maríu Tómasdóttur frá Stafni í Reykjadal og Tryggva Valdemarssonar frá Engidal í Bárðdælahreppi. Haustið 1932 réðst að Engidal ungur vetrarmaður, Páll Guðmundsson að nafni f. 2. maí 1905 - 18. desember 1984. Bóndi á Syðri-Völlum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Bóndi þar síðan aftur um 1962-67. Bóndi í Engidal í Bárðardal, S-Þing. um 1934-51 og um 1967-84. Bóndi í Saltvík, Reykjahreppi, S-Þing. um 1951-60, á Eiðum á Fljótsdalshéraði 1960-62., var maður húnvetnskra ætta, fæddur að Svertingsstöðum í Miðfirði, einn af átta börnum hjónanna Guðmundar Sigurðssonar (1875-1923) og Guðrúnar Einarsdóttur 10. ágúst 1868 - 11. október 1929. Páll var maður sérstæðrar gerðar og mátti um hann segja, að hann hefði andansgjöf jafnt sem handa svo og hitt, að eigi fór hann erindisleysu í Engidal. Árið 1934 gengu þau Sigurdrífa og Páll að eigast og hófu búskap á heiðarbýlinu. Sá búskapur þeirra þar stóð að því sinni óslitið til vorsins 1951 og voru þá börn þeirra orðin 10.
Börn þeirra eru:
1) Ásgrímur 20. október 1934 - 21. febrúar 2009 Kennari, aðstoðarskólameistari, handrita- og prófarkalesari í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu S. Bjarnadóttur,
2) Tryggvi 7. mars 1936 - 2. febrúar 2017 Búfræðingur frá landbúnaðarháskólanum í Uppsölum í Svíþjóð. Kennari við landbúnaðarháskólann í Uppsölum og síðar við Valstadskolan í Gamleby í Svíþjóð. Síðast bús. í Sundsholmen í Svinnersbo, Svíþjóð. Maki: Inger Anne-Marie Grönvald f.4.2.1938
3) Ólöf f 14. apríl 1937, húsfreyja búsett á Húsavík, gift Rúnari Hannessyni,
4) Ragna f. 20. júlí 1938, húsfreyja búsett á Húsavík, gift Steingrími Árnasyni,
5) Eiríkur f. 19. júní 1941, bóndi á Syðrivöllum kvæntur Ingibjörgu Þorbergsdóttur,
6) Björn f. 15. ágúst 1942, fv. skólastjóri nú bankafulltrúi búsettur í Hveragerði, kvæntur Lilju Haraldsdóttir,
7) Ketill f. 2. desember 1944, kennari búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Bryndísi Baldursdóttur,
8) Kristlaug f. 10. janúar 1947, húsfreyja og bóndi í Engidal, gift Guðmundi Wíum,
9) Hjörtur f. 16. apríl 1948, vinnur við þungavinnuvélar búsettur í Noregi, giftur þarlendri konu Karin Larson,
10) Guðrún f. 14. júní 1949, bókasafnsfræðingur búsett í Reykjavík, gift Eggert Hjartarsyni,
11) Skúli f. 10. september 1952, ókvæntur tæknifræðingur og vinnur á verkfræðiskrifstofu í Reykjavík
12) Guðmundur f. 28. maí 1955, verkfræðingur, búsettur í Noregi kvæntur Kolbrúnu Ýr Bjarnadóttur.
Almennt samhengi
Bærinn Engidalur stendur í mjúku dragi í Fljótsheiðinni austan Bárðardals og er heiðarbýli í þess orðs fyllstu merkingu. Eigi sér þaðan til annarra bæja, en víðsýni er allt til Bárðarbungu á Vatnajökli, þá skyggni er gott. Grösugt og kjarnlent er umhverfis Engidal og skammt til veiðivatna svo landkostir eru þar gildir að fornu mati. Hins vegar er langræði til næstu bæja og býlið því mjög út af fyrirsig í hinum víða bláfjallageimi.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.7.2017
Tungumál
- íslenska