Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir (1924-2015) Gilsárteigi

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir (1924-2015) Gilsárteigi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

30.4.1924 - 22.8.2015

Saga

Sigurbjörg Sigbjörnsdóttir 30. apríl 1924 - 22. ágúst 2015. Var í Rauðholti, Hjaltastaðarsókn, N-Múl. 1930. Húsfreyja í Gilsárteigi, á Egilstöðum og Eskifirði. Síðast bús. á Egilsstöðum.
Sigurbjörg ólst upp í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá. Hún fór átján ára gömul í húsmæðraskóla, fyrst á Hallormsstað en síðan á Blönduósi þaðan sem hún útskrifaðist 1944.
Sigurbjörg ætlaði ásamt systrum sínum, þeim Helgu og Auði, að flytjast til Reykjavíkur en vegna illrar færðar á Fagradal skilaði Sigurbjörg sér ekki í skip á Reyðarfirði þar sem hún sat föst í óveðri á dalnum. Bílstjórinn í þeirri ferð var Snæþór, stuttu síðar taka þau Sigurbjörg og Snæþór saman og hefja búskap haustið 1946 í Gilsárteigi.Sigurbjörg andaðist á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Útför Sigurbjargar var gerð frá Egilsstaðakirkju, 18. september 2015 og hófst kl 14.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Sigbjörn Sigurðsson 14. júní 1892 - 27. des. 1972. Bóndi í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá, var þar 1930 og kona hans; Jórunn Anna Guttormsdóttir 16. des. 1888 - 23. feb. 1969. Flutti 1897 frá Höfða á Völlum að Fljótsbakka í Eiðaþinghá. Flutti 1906 með foreldrum frá Ásgeirsstöðum í Eiðaþinghá að Ketilsstöðum í Hjaltastaðarþinghá. Húsfreyja í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá, var þar 1930.

Systkini;
1) Helga Sigurlaug Sigbjörnsdóttir 22. maí 1919 - 18. mars 2011. Var í Rauðholti, Hjaltastaðarsókn, N-Múl. 1930. Kennari í Reykjavík.
2) Páll Sigmar Sigbjörnsson 25. júní 1920 - 6. júlí 1993. Ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands á Egilsstöðum um árabil. Síðast bús. í Egilsstaðabæ.
3) Einar Sigbjörnsson 1. maí 1922 - 12. des. 2014. Var í Rauðholti, Hjaltastaðarsókn, N-Múl. 1930. Búfræðingur, bóndi og vörubílstjóri á Hjaltastað, síðar umsjónarmaður fasteigna og bifreiðastjóri á Akureyri, fékkst síðar við ýmis störf á Egilsstöðum.
4) Auður Sigbjörnsdóttir 31. ágúst 1926 - 20. mars 2009. Var í Rauðholti, Hjaltastaðarsókn, N-Múl. 1930.
5) Guttormur Sigbjarnarson 23. júní 1928 - 10. jan. 2017. Jarðfræðingur, forstöðumaður og deildarstjóri jarðkönnunardeildar Orkustofnunnar, starfaði jafnframt við kennslu. Gegndi ýmsum félags- og ritstörfum. Bús. í Reykjavík. Var í Rauðholti, Hjaltastaðarsókn, N-Múl. 1930.
6) Ásgerður Sigbjörnsdóttir 6. des. 1929. Var í Rauðholti, Hjaltastaðarsókn, N-Múl. 1930.
7) Sævar Sigbjarnarson 27. feb. 1932 - 10. ágúst 2019. Bóndi og oddviti í Rauðholti í Hjaltastaðarhreppi. Síðar bús. á Egilsstöðum. Gengdi ýmsum félagsstörfum.

Maður hennar 4.11.1946; Snæþór Sigurbjörnsson 15. mars 1922 - 3. okt. 1980. Var á Ketilsstöðum, Hjaltastaðarsókn, N-Múl. 1930. Fósturfor: Stefán Sigurðsson og Pálína Malen Guttormsdóttir. Bóndi í Gilsárteigi í Eiðahreppi.
M2, 27.10.1990; Jóhann Þorgeir Klausen 5. feb. 1917 - 8. júlí 1998. Vélstjóri, netagerðsrmeistari, oddviti, sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri á Eskifirði.

Börn;
1) Þórhalla, f. 24.11. 1946, eiginmaður Ragnar Friðriksson. Börn Þórhöllu með fv. eiginmanni Halldóri Jóni Júlíussyni eru Guðbjörg Fjóla og Snæþór Sigurbjörn. Þórhalla á fimm barnabörn.
2) Anna Birna, f. 9.10. 1948, barn hennar með Þorsteini Jökli Vilhjálmssyni er Bergrún Arna, börn hennar með fv. eiginmanni, Vernharði Vilhjálmssyni, eru Snæþór, Vilhjálmur og Jón Björgvin. Anna Birna á átta barnabörn.
3) Gunnþóra, f. 31.3. 1952, eiginmaður hennar er Jón Almar Kristjánsson. Börn þeirra eru Svandís, Snæbrá Krista, Þorgerður Birta og Sigurbjörg.
4) Sigurbjörn S., f. 11.5. 1955, eiginkona hans er Helga Guðmundsdóttir. Börn hans með fv. eiginkonu, Salóme Guðmundsdóttur, eru Sigurbjörg og Kolbeinn.
5) Kristín Björg, f. 28.5. 1965, eiginmaður hennar er Knútur Pálmason. Börn þeirra eru Jóhann Kolur, Þóra Karen og Adam Björn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1941-1950 (1941-1950)

Identifier of related entity

HAH00115 -41-50

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1943 - 1944

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Helga Sigurlaug Sigbjörnsdóttir (1919-2011) kennari

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Helga Sigurlaug Sigbjörnsdóttir (1919-2011) kennari

er systkini

Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir (1924-2015) Gilsárteigi

Dagsetning tengsla

1924

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07934

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 6.5.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði 6.5.2023
Íslendingabók
mbl 18.9.2015. https://timarit.is/page/6659912?iabr=on

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir